Fótbolti

Duglegur að reka leikmenn útaf hjá enskum liðum

Tyrkneski dómarinn Cüneyt Cakir komst heldur betur í sviðsljósið á Old Trafford í gær þegar hann rak Nani, leikmann Manchester United, útaf með beint rautt spjald í stöðunni 1-0 fyrir United. Real Madrid skoraði tvö mörk manni fleiri og komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Ferguson læsti klefanum og hleypti engum í viðtöl

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur líklega sjaldan verið jafnreiður og eftir tapið á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. United-liðið missti þá mann af velli með umdeilt rautt spjald þegar liðið var með góð tök á leiknum og Real nýtti tækifærið og snéri leiknum sér í hag.

Fótbolti

Sá 39 ára með þrennu fyrir Palace

Kevin Phillips skoraði þrennu fyrir Crystal Palace í ensku b-deildinni í fótbolta í gær en kappinn er orðinn 39 ára gamall. Sigurinn var mikilvægur fyrir Palace-liðið í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Gaf Benítez fimmu á ganginum

Eddu Garðarsdóttur vantar þrjá leiki til að komast í hundrað leikja klúbbinn með Katrínu Jónsdóttur. Hundraðasti landsleikurinn gæti dottið inn í Algarve-bikarnum en íslensku stelpurnar mæta Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í dag.

Fótbolti

Keane: Rétt hjá dómaranum

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að það hafi verið rétt að reka Nani af velli með rautt spjald í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Brot Nani frá mismunandi sjónarhornum

Hér má líta brotið umdeilda sem varð til þess að Nani, leikmaður Manchester United, fékk að líta beint rautt spjald í leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Real áfram eftir umdeilt rautt spjald

Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United.

Fótbolti

Eiður Smári skoraði í síðasta sigri Mourinho á Old Trafford

Jose Mourinho hefur náð betri árangri en Sir Alex Ferguson þegar knattspyrnustjórarnir tveir hafa mæst með sín lið. Real Madrid mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verður þetta sextán viðureignin hjá liðum þeirra Mourinho og Ferguson.

Fótbolti

Benzema: Fyrsta markið ræður öllu

Karim Benzema, framherji Real Madrid, er viss um að fyrsta markið ráði úrslitum þegar Real Madrid mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fótbolti

Mourinho: Heimurinn stoppar til að horfa í kvöld

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, spáir því að allur heimurinn verði að horfa þegar Real Madrid mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fótbolti

Daily Mail: Þrjú ensk félög hafa áhuga á Alfreð

Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum á sínu fyrsta tímabili með SC Heerenveen og er þegar búinn að skora 19 mörk í hollensku úrvalsdeildinni. Alfreð hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum þar af voru tvö þeirra sigurmörk.

Fótbolti

Ferguson: Megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fótbolti

Barcelona bíður eftir Vilanova og breytir engu

Barcelona-menn lifa enn í voninni um að þjálfarinn Tito Vilanova snúi aftur fyrir lok tímabilsins en Tito Vilanova er í krabbameinsmeðferð í New York í Bandaríkjum á meðan allt er í tómu tjóni hjá Barcelona-liðinu inn á vellinum.

Fótbolti

Nú eru Kínverjar búnir að krækja í Beckham

David Beckham hefur tekið af sér að vera sendiherra fyrir kínverska fótboltann til þess að hjálpa að byggja upp ímynd knattspyrnunnar í landinu. Beckham mun sameinaða starfið með því að spila fyrir franska liðið Paris St-Germain.

Fótbolti

Fékk að æfa með strákaliði

Katrín Jónsdóttir er á leiðinni á sitt níunda Algarve-mót, en íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í fyrsta leik á morgun. Katrín er á fyrsta ári með Umeå auk þess að vera í sérnámi í heimilislækningum.

Fótbolti