Fótbolti

Gylfi Þór: Líður loksins mjög vel

Gylfi Þór Sigurðsson hefur stimplað sig vel inn í lið Tottenham að undanförnu. Hann segist fyrst og fremst ánægður með að fá að spila. "Ég er kominn með gott sjálfstraust og leikæfingin er öll að koma til,“ segir Gylfi við Fréttablaðið.

Enski boltinn

Valur vann fyrir norðan

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í dag. Valsmenn gerðu góða ferð norður til Akureyrar þar sem þeir unnu 4-0 sigur á Völsungi í Boganum.

Fótbolti

Villas-Boas: Þurfum að gera betur

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að sínir menn geti betur en þeir hafa sýnt að undanförnu. Liðið tapaði 1-0 fyrir Fulham í dag og hefur tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum.

Enski boltinn

Edda fyrirliði Chelsea í tapleik

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku sinn fyrsta leik fyrir Chelsea þegar að liðið tapaði fyrir Lincoln, 1-0, í ensku bikarkeppninni í dag.

Fótbolti

Ævilangt bann fyrir nasistakveðju

Grikkinn Giorgos Katidis, leikmaður AEK Aþenu, komst heldur betur í heimsfréttirnar um helgina þegar hann skoraði sigurmark AEK gegn Veria í 2-1 sigri liðsins en leikmaðurinn fagnaði markinu á virkilega ósmekklegan hátt eða sem virtist vera með nasistakveðju.

Fótbolti

Puyol missir af fyrri leiknum gegn PSG

Carles Puyol, knattspyrnumaður Barcelona, verður sennilega fjarri góðu gamni í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en miðvörðurinn ku vera meiddur.

Fótbolti

Harry: Við gefumst aldrei upp

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, neitar að gefast upp á úrvalsdeildarsætinu eftir ósigurinn gegn Aston Villa, 3-2, í gær en liðið er í mikilli botnbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Enski boltinn

Berbatov tryggði Fulham sigurinn gegn Tottenham

Fulham vann frábæran sigur á Tottenham, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og áttu liðin bæði erfitt með að skapar sér færi.

Enski boltinn

Ferdinand mun spila með landsliðinu

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, staðfesti eftir sigur sinna manna á Reading í dag að Rio Ferdinand muni svara kalli Roy Hodgson landsliðsþjálfara. Ferguson var spurður að þessu eftir leikinn í dag og svar hans var einfalt "já“.

Enski boltinn