Fótbolti

Edda verður áfram hjá Val

Edda Garðarsdóttir skrifaði í gær undir 2 ára samning við Val sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hún verður Helenu Ólafsdóttur til halds og trausts.

Íslenski boltinn

Ég bjóst við meiri mótspyrnu frá City

Arjen Robben, leikmaður Bayern Munchen, var sáttur eftir sigurinn gegn Manchester City í gær en liðið vann 3-1 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Manchester-borg.

Fótbolti

Torres frá í þrjár vikur

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, mun missa af næstu þremur vikum með liðinu en leikmaðurinn meiddist á hné í leik gegn Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.

Enski boltinn

Garðar: Geri bara eins og Grétar Sigfinnur

Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tjáði Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni daginn fyrir lokaleik í Pepsi-deildinni að hans þjónustu væri ekki lengur óskað hjá ÍA. Tíðindin komu Garðari í opna skjöldu og hann segir vinnubrögð stjórnar vera ófagmannleg. Hann vi

Íslenski boltinn

Præst sá sem Stjarnan þurfti

Henrik Bödker, aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, hrósar löndum sínum í liðinu, þeim Michael Præst, Kennie Chopart og Martin Rauschenberg, í hástert í viðtali við Bold.dk. Stjarnan náði sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í þriðja sæti.

Íslenski boltinn

Robben: Spiluðum stórkostlega fyrstu 70 mínúturnar

Arjen Robben og félagar í Bayern Munchen fóru illa með Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld og hollenski vængmaðurinn var óviðráðanlegur á hægri kantinum í 3-1 sigri. Bayern hefði getað skorað miklu fleiri mörk þegar liðið yfirspilaði City-menn fram eftir leik en undir lok leiksins náði enska liðið aðeins að bíta frá sér.

Fótbolti

Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 4-1 útisigur á botnliði Sunnanå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Kristianstad komst upp í sjöunda sætið með þessum sigri.

Fótbolti

Ronaldo skoraði tvö í hundraðasta Evrópuleiknum

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld.

Fótbolti

Bayern München fór illa með Manchester City

Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg.

Fótbolti

Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar.

Fótbolti