Fótbolti

Metaregn hjá Írisi Dögg

Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir bætti fjölmörg met hjá knattspyrnuliði University of Alabama en deildarkeppninni lauk á dögunum.

Fótbolti

Leikurinn verður aldrei fluttur úr landi

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fylgist með veðurspánni nær allan daginn en hann var í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Veðurspáin er ekki góð fyrir leik Íslands og Króatíu á föstudaginn í umspili um sæti á HM í Brasilíu.

Fótbolti

Rooney: Æfðum föst leikatriði í vikunni

"Við vissum að við þyrftum að vinna í dag sama hvað það tæki. Við gætum ekki tapað þessu og leyft Arsenal að ná 11 stiga forskoti á okkur. Við vissum að Arsenal er með mikil af lágvöxnum leikmönnum svo við æfðum föst leikatriði og það borgaði sig í dag," sagði Wayne Rooney, framherji Manchester United í viðtölum eftir leikinn.

Enski boltinn

Rúrik skoraði í jafntefli

Rúrik Gíslason skoraði jöfnunarmark FCK í 1-1 jafntefli gegn Esjberg á útivelli. Rúrik og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði FCK og spiluðu allan leikinn.

Fótbolti

Negredo útilokar ekki að Messi spili í ensku deildinni

Alvaro Negredo, framherji Manchester City er ekki tilbúinn að útiloka að Lionel Messi, framherji Barcelona og argentínska landsliðsins spili einn daginn í Englandi. Messi sem margir telja einn besta knattspyrnumann í heimi hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona og þyrfti eflaust að greiða háa upphæð fyrir þjónustu hans.

Enski boltinn

Van Persie sá um Arsenal

Manchester United stöðvaði gott gengi Arsenal með 1-0 sigri á Old Trafford í dag.Robin Van Persie skoraði sigurmark Manchester United gegn sínum gömlu félögum en þetta er þriðji leikurinn í röð gegn Arsenal sem Van Persie skorar í.

Enski boltinn

Kolbeinn hafði betur í Íslendingaslag

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax unnu öruggan 3-0 sigur á NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Guðlaugur Victor Pálsson var að vanda í byrjunarliði NEC og spilaði allan leikinn.

Fótbolti

Emil Hallfreðsson fór meiddur af velli

Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Verona í leik gegn Genoa í ítalska boltanum í dag. Emil byrjaði leikinn á miðri miðjunni en fór meiddur af velli eftir tæplega hálftíma leik.

Fótbolti

Ronaldo með sína fjórðu þrennu á tímabilinu

Cristiano Ronaldo skoraði þrjú mörk fyrir Real Madrid í 5-1 sigri á Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í gær og hefur þar með náð átta marka forskoti á Lionel Messi í baráttunni um markakóngstitilinn á Spáni.

Fótbolti

Messi meiddist í sigri Barcelona

Þrátt fyrir að Lionel Messi hafi farið meiddur af velli sigruðu Barcelona botnlið Real Betis örugglega 4-1 á útivelli. Messi fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks en það kom ekki að sök.

Fótbolti

Sela-körfubolti hjá Messi á æfingu

Körfuboltaboltastjörnurnar Kobe Bryant og Lebron James hafa báðir heimsótt Lionel Messi á æfingar hjá Barcelona en það virðist þó ekki vera ástæðan fyrir því að það er karfa á æfingavellinum hjá Börsungum.

Fótbolti

Þurfa að taka dúkinn aftur af Laugardalsvellinum

Það er spáð slæmu veðri í nótt og á morgun og því hefur verið ákveðið að taka hitadúkinn af Laugardalsvellinum til öryggis svo að hann fjúki ekki burt og skemmist. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Fótbolti