Fótbolti

Suárez bestur að mati blaðamanna

Úrúgvæski framherjinn Luis Suárez, leikmaður Liverpool, heldur áfram að safna einstaklingsverðlaunum en leikmaðurinn var útnefndur besti leikmaður úrvalsdeildarinnar að mati blaðamanna í dag.

Enski boltinn

Nokkrir molar um frábært tímabil Alfreðs

Alfreð Finnbogason var á skotskónum þegar Heerenveen vann 3-0 sigur á Waalwijk í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar í gær. Alfreð skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu og gulltryggði sér þar með markakóngstitilinn í Hollandi.

Fótbolti

Rúrik lék lokamínúturnar fyrir FCK

Brondby IF og FC Kaupmannahöfn gerðu 1-1 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Jose Ariel Nunez kom Brondby yfir á 73. mínútu, en Thomas Delaney jafnaði metin á lokamínútu leiksins. Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður hjá FCK þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum.

Fótbolti

Eiður tekinn af velli í hálfleik

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Club Brugge og spilaði fyrri hálfleikinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Anderlecht í úrslitakeppninni um belgíska meistaratitilinn í dag.

Fótbolti

Pálmi á skotskónum fyrir Lillestrøm

Þremur leikjum til viðbótar er lokið í norsku úrvalsdeildinni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrra mark Lillestrøm í 2-0 sigri liðsins á Sogndal og lagði upp það síðara fyrir Erling Knudtzon. Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Sogndal en fór af velli á 65. mínútu.

Fótbolti

Guðmundur lagði upp sigurmark Sarpsborg

Tveimur leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem vann góðan heimasigur á Sandnes Ulf með tveimur mörkum gegn einu.

Fótbolti

Pepe Mel: Wenger hefði ekki enst jafn lengi á Spáni

Eins og frægt er orðið eru liðin átta ár síðan Arsenal vann síðast titil. Nú stendur yfir leikur Arsenal og West Brom á Emirates vellinum, en fyrir leikinn sagði Pepe Mel, þjálfari West Brom, að á Spáni, heimalandi hans, hefði þessi langa bið eftir titli líklega kostað Arsene Wenger starfið.

Enski boltinn

Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri

Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar.

Fótbolti