Enski boltinn

Martin O'Neill: Flottasti sigurinn

Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur framkvæmt sannkallað kraftaverk á liði Sunderland sem er nú allt annað lið en fyrir mánuði þegar liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum undir stjórn Steve Bruce. Sunderland vann 4-1 útisigur á Wigan í kvöld og hefur þar með náð í þrettán stig út úr síðustu sex leikjum sínum.

Enski boltinn

Kompany: Þessi sigur var stór

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ánægður eftir 3-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið komst þá aftur á sigurbraut eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum.

Enski boltinn

Suarez: Nú skil ég það fyrir alvöru hvað "You'll Never Walk Alone" þýðir

Liverpool birti yfirlýsingu frá Luis Suarez á heimasíðu sinni í kvöld eftir að ljóst varð að átta leikja banni hans yrði ekki áfrýjað. Suarez byrjar á því að taka út bannið í kvöld en enska knattspyrnusambandið dæmdi Úrúgvæmanninn á dögunum fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra hjá Manchester United. Suarez mun ekki spila með Liverpool fyrr en í febrúar.

Enski boltinn

Jermain Defoe hetja Tottenham

Tottenham er ekkert að gefa eftir í toppbaráttunni og fylgir Manchetser-liðunum eftir sem skugginn eftir 1-0 heimasigur á West Bromwich Albion í kvöld. Tottenham er nú þremur stigum á eftir Manchester United í 2. sætinu þegar bæði hafa spilað 19 leiki.

Enski boltinn

QPR ætlar að áfrýja rauða spjaldi Joey Barton

Queens Park Rangers hefur, samkvæmt frétt á BBC, tekið ákvörðun um að áfrýja rauða spjaldinu sem Joey Barton fékk í tapi Queens Park Rangers á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fyrirliði QPR-liðsins er annars á leiðinni í þriggja leikja bann.

Enski boltinn

Messan: Eggert segir að eigendur Blackburn séu stóra vandamálið

Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segir að það hafi verið gaman að fylgjast með knattspyrnustjórunum í deildinni á þessu tímabil. Hann ræddi m.a. um þá stöðu sem Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn hefur verið í það sem af er vetri . Að mati Eggerts eru eigendur Blackburn stærsta vandamál klúbbsins en félagið er í eigu fjárfesta frá Indlandi.

Enski boltinn

Messan: Eggert er ánægður með gott gengi Bellamy hjá Liverpool

Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, hefur leikið vel með liðinu í vetur frá því hann kom til liðsins í annað sinn á ferlinum s.l. sumar. Bellamy er umdeildur og margir telja að það sé ómögulegt að vinna með honum en Eggert Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður West Ham, er ósammála því að Bellamy sé "vandræðadrengur“ frá Wales. Eggert þekkir vel til Bellamy en hann lék með West Ham 2007-2009.

Enski boltinn

Rooney líklega með gegn Newcastle

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það komi til greina að velja Wayne Rooney í lið Man. Utd gegn Newcastle á morgun en leikmaðurinn var í agabanni gegn Blackburn. Þá var hann ekki einu sinni valinn í hópinn.

Enski boltinn

Var fljótur að grípa tækifærið

Eins og kunnugt er þá er landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á leið í enska boltann á nýjan leik. Félag hans, Hoffenheim, hefur lánað Gylfa til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea út leiktíðina. Hjá Swansea hittir Gylfi fyrir stjórann Brendan Rodgers sem gaf honum tækifæri hjá Reading á sínum tíma.

Enski boltinn