Enski boltinn

Hodgson ætlar ekki að taka Rio Ferdinand með á EM

Roy Hodgson, nýr landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnir EM-hóp enska landsliðsins í dag og heimildir enskra fjölmiðla herma að hann ætli ekki að taka Manchester United manninn Rio Ferdinand með á mótið. Kyle Walker hjá Tottenham missir væntanlega af EM vegna meiðsla og þá ætlar Hodgson ekki að velja Peter Crouch og Micah Richard.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Framfaraverðlaun tímabilsins

Verðlaunaafhendingar og viðurkenningar voru aðalmálið í uppgjörsþætti Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Þar var keppnistímabilið gert upp með ýmsum hætti og komu sex leikmenn til greina í kjörinu á þeim leikmanni sem hefur sýnt mestar framfarir í vetur.

Enski boltinn

Del Piero að horfa til Englands

Juventus-maðurinn Alessandro Del Piero hefur áhuga á því að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni þegar samningur hans við Juve rennur út í sumar. Del Piero, sem er orðinn 37 ára, hefur verið í 19 ára hjá Juventus en fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hjörvar fékk á sig svipað mark og Fülöp

Márton Fülöp, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins WBA, átti alls ekki góðan dag í vinnunni þegar liðið mætti Arsenal í lokaumferðinn um s.l. helgi. Ungverjinn fékk á sig þrjú mörk í 3-2 sigri Arsenal og tvö markana skrifast algjörlega á Fülöp. Atvikin voru rifjuð upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær og þar var einnig rifjað upp eftirminnilegt mark sem Hjörvar Hafliðason fékk á sig sem leikmaður KR á sínum tíma.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hjörvar og Óskar Hrafn voru ósammála um Mancini

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir það allra helsta sem gerðist á stórskemmtilegu keppnistímabili ensku knattspyrnunnar í gær. Þar var knattspyrnustjóri ársins valinn. Hjörvar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, gestur Sunnudagsmessunnar, voru ekki sammála um margar ákvarðanir Roberto Mancini knattspyrnustjóra Manchester City.

Enski boltinn

Mancini: 101 prósent líkur á því að Balotelli verði áfram hjá City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er maður fyrirgefningarinnar ef marka má stormasöm sambönd hans við leikmenn eins og Carlos Tevez og Mario Balotelli. Mancini hefur tekið þá báða í sátt eftir að hafa úthúðað þeim fyrr á tímabilinu og nú hefur ítalski stjórinn gefið það út að Balotelli verði áfram hjá City.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Leikur ársins - uppgjörsþáttur

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason gerðu upp keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni í gær í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar var leikur ársins útnefndur og viðureign Chelsea gegn Arsenal frá því í október stóð upp úr að þeirra mati.

Enski boltinn

David Gill: Peningarnir eru til hjá Manchester United

David Gill, stjórnarformaður Manchester United, fullvissar stuðningsmenn félagsins um að það séu til peningar hjá félaginu til þess að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Sir Alex Ferguson, stjóri United, telur sig þurfa nýja leikmenn til þess að eiga roð í nágrannanna í City á næsta tímabili. City vann enska meistaratitilinn á markatölu eftir harða baráttu við United.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gummi Ben fór hamförum í lokaumferðinni

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni 2011-2012 fer í sögubækurnar þar sem að Manchester City fagnaði meistaratitlinum með ótrúlegum lokakafla á heimavelli gegn QPR. Farið var yfir gang mála í leikjum Man City og Manchester United í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport þar sem að öll helstu atvikin voru klippt saman í tímaröð.

Enski boltinn

Robin van Persie mun funda með Arsenal á miðvikudag

Robin van Persie mun hitta helstu stjórnendur enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal á morgun miðvikudag þar sem að framtíðaráform hans verða umræðuefnið. Forsvarsmenn Arsenal eru sagðir reiðubúnir að greiða hollenska framherjanum allt að 7 milljónir punda á ári í laun eða sem nemur um 1,4 milljörðum kr. Vikulaun van Persie myndu hækka úr 14 milljónum kr. í tæplega 25 milljónir kr.

Enski boltinn

Martin Skrtel bestur hjá Liverpool á tímabilinu

Stuðningsmenn Liverpool hafa kosið Martin Skrtel besta leikmann liðsins á þessu tímabili en slóvakíski miðvörðurinn vann sér fast sæti í miðri vörn Liverpool á tímabilinu og spilaði alls 45 leiki með liðinu. Skrtel fékk 44 prósent atkvæða en næstur honum kom framherjinn Luis Suarez með 33 prósent atkvæða. Daniel Agger varð síðan í þriðja sæti.

Enski boltinn

Alex McLeish rekinn frá Aston Villa

Alex McLeish hefur verið rekinn sem þjálfari Aston Villa en liðið rétt slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. McLeish var á sínu fyrsta tímabili með Aston Villa en fyrir ári síðan hætti hann sem stjóri nágrannanna í Birmingham City.

Enski boltinn

Redknapp: Scott Parker gæti misst af EM í sumar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, óttast það að hásinarmeiðsli Scott Parker gætu kostað hann Evrópumótið í sumar. Parker missti af leik Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en liðið tryggði sér þá fjórða sætið í deildinni með 2-0 sigri á Fulham.

Enski boltinn

Kompany: Hungraður í fleiri titla

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, hefur þegar sett stefnuna á að vinna fleiri titla en City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær í fyrsta sinn í 44 ár. City tryggði sér titilinn með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma og varð enskur meistari á markatölu.

Enski boltinn