

Dimitrios Agravanis missir af næsta leik Tindastóls og Stjörnunnar í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.
Ármann marði Hamar í oddaleik liðanna um sæti í Bónus deild karla í körfubolta. Spennan var rosaleg og leikurinn eftir því. Réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin en leiknum lauk með 91-85 sigri Ármanns.
Það eru líflegar umræður í Lögmáli leiksins í kvöld en menn eru ekki á eitt sáttir um hver sé búinn að vera besti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag.
Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum.
Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum.
Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki.
Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi.
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.
Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum.
Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.
Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.
Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik.
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur.
KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu.
Hamar jafnaði í kvöld metin í einvígi sínu á móti Ármanni í úrslitakeponi 1. deildar karla í körfubolta. Liðin eru að keppa um laust sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili.
Þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í fyrri hálfleik skoraði Anthony Edwards tuttugu stig þegar Minnesota Timberwolves jafnaði metin í einvíginu gegn Golden State Warriors með 117-93 sigri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.
Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum.
Ljóst má vera að færri komast að en vilja á næsta leik einvígis Stjörnunnar og Tindastóls, í úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta, eftir að einvígið hófst með látum á Sauðárkróki í gærkvöld.
Davis Geks átti góðan leik í kvöld þegar Tindastóll vann Stjörnuna í fyrsta leik úrslitaviðureignar Bónus deildar karla. Geks skoraði risastóra þriggja stiga körfu sem var lykilpartur af sigri Tindastóls. Hann fór yfir atvikið eftir leikinn.
Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum.
Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.
Bandaríski körfuboltamaðurinn með ungverska vegabréfið ætlar að spila áfram með Grindvíkingum í Bónus deildinni í körfubolta.
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin hafa verið á miklu skriði að undanförnu og unnu fjórða sigurinn í röð í þýska körfuboltanum í kvöld.
Pétur Rúnar Birgisson segir að leikmenn Tindastóls séu klárir fyrir einvígið gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst í kvöld.
Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær.
Öllum að óvörum er New York Knicks komið í 2-0 í einvíginu gegn meisturum Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Vestanmegin sýndi Oklahoma City Thunder styrk sinn gegn Denver Nuggets.
Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta og einn reyndasti körfuboltamaður Íslands í dag verður í hlutverki nýliðans í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í kvöld.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95.