Sport

Evra kann líka að segja N-orðið

Heitasta myndbandið á Youtube í dag er af Patrice Evra, leikmanni Man.Utd, þar sem hann notar N-orðið svokallaða. Luis Suarez, leikmaður Liverpool, var dæmdur í átta leikja bann fyrir að kalla Evra negro.

Enski boltinn

Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt

Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu

Körfubolti

5 ára friðun á svartfugli framundan?

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Veiði

NBA: Miami og Dallas á sigurbraut

Indiana Pacers réð ekkert við LeBron James í nótt er Miami Heat vann öruggan sigur á Pacers. James skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami sem hefur aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Heat.

Körfubolti

Komu Arnórs í heiminn flýtt svo Atli kæmist á ÓL

Sú staða sem Snorri Steinn Guðjónsson er í þessa dagana er ekki ný hjá íslenska handboltalandsliðinu. Snorri getur ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að konan hans fæði þeim barn.

Handbolti

Enn margir óvissuþættir

Átján leikmenn eiga enn möguleika á að komast í landsliðshóp Íslands fyrir EM í Serbíu en landsliðið heldur utan í dag til Danmerkur þar sem strákarnir munu spila á æfingamóti. Nokkrir lykilmenn landsliðsins eru þó að glíma við meiðsli.

Handbolti

Gylfi talaði ekki við þjálfarann

Holger Stanislawski, þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim, segir að hann hafi ekki rætt sérstaklega við Gylfa Þór Sigurðsson áður en gengið var frá lánssamningnum við Swansea. Stanislawski hafi heyrt af yfirvofandi félagaskiptum Gylfa frá umboðsmanni hans.

Enski boltinn

11 dagar í EM í Serbíu

Ólafur Stefánsson er eini Íslendingurinn sem hefur náð því að verða markakóngur á Evrópumóti. Ólafur varð markahæstur á EM í Svíþjóð 2002 þegar hann skorað 58 mörk í 8 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik og hafði betur í baráttunni við Svíann Stefan Lövgren.

Handbolti

Fàbregas og varamaðurinn Messi báðir með tvö mörk í sigri Barcelona

Cesc Fàbregas var í aðalhlutverki í kvöld þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Fàbregas skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp það þriðja fyrir varamanninn Lionel Messi sem átti síðan efrtir að bæta við öðru marki sínu rétt fyrir leikslok.

Fótbolti

Owen Coyle: Veit ekki hvort þetta var síðasti leikur Cahill

Gary Cahill var hetja Bolton-manna í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Everton á Goodison Park. Cahill er væntanlega á förum frá félaginu en Bolton hefur samþykkt tilboð frá Chelsea í enska landsliðsmanninn. Owen Coyle, stjóri Bolton, tjáði sig um málið eftir leikinn í kvöld.

Enski boltinn

Ameobi: Sáum hvað Blackburn gerði á móti United

Shola Ameobi og félagar í Newcastle unnu frábæran 3-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var aðeins annar sigur Newcastle í síðustu níu leikjum sínum og fyrsti sigur liðsins á United síðan í september 2001.

Enski boltinn