Sport

Tevez fær annan varaliðsleik

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki.

Enski boltinn

Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur

Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma.

Körfubolti

Hótar því að sekta leikmenn sem fara úr að ofan

Roberto Donadoni þjálfar nú ítalska félagið Parma en þessi fyrrum landsliðsleikmaður og landsliðsþjálfari er orðinn pirraður á því að hans menn fái gult spjald fyrir að fagna mörkum sínum með því að fara úr keppnistreyjunni.

Fótbolti

Alfreð: Þetta var draumainnkoma

Alfreð Finnbogason minnti heldur betur á sig gegn Svartfjallalandi í kvöld en hann skoraði mark Íslands í leiknum. Hann var síðan ekki fjarri því að tryggja Íslandi sigur í leiknum skömmu síðar.

Fótbolti

Wade bað Kobe afsökunar

Dwayne Wade segir að hann hafi beðið Kobe Bryant afsökunar á að hafa nefbrotið hann í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Hann segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Körfubolti

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslenski boltinn

Parker verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld

Fréttastofur Sky og BBC hafa heimildir fyrir því að Scott Parker, miðjumaður Tottenham, verði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum á móti Hollandi í kvöld en tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mætast þá í vináttulandsleik á Wembley. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn

Dagur ánægður með að fá Hamburg

Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti

Karalandsliðið í fótbolta í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977

Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.

Fótbolti