Sport

Mancini: Balotelli í hættu á að eyðileggja feril sinn

Það virðist ekkert lát ætla að verða á mótlæti vandræðagemsans, Mario Balotelli, en nú virðist Roberto Mancini, þjálfari Manchester City endanlega hafa misst þolinmæðina á honum. Mancini sagði í viðtali að Balotelli yrði líklega seldur frá félaginu í sumar.

Enski boltinn

Bubba Watson: Draumar mínir hafa aldrei náð svona langt

Bandaríkjamaðurinn, Bubba Watson, vann sitt fyrsta risamót í gærkvöldi þegar hann lagði Suður-Afríkumanninn, Louis Oosthuizen í ótrúlegum bráðabana á Mastersmótinu í golfi. Spennufallið var mikið hjá Bubba eftir mót á blaðamannfundi, en hann var skiljanlega mjög stoltur af afreki sínu í mótinu

Golf

Casillas: Real Madrid gæti misst titilinn til Barca

Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Real Madrid, viðurkenndi í gær áhyggjur sínar af þróun mála í baráttunni um Spánarmeistaratitilinn. Real Madrid hefur nú aðeins fjögurra stiga forskot eftir markalaust jafntefli við Valencia í gær.

Fótbolti

NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade

San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.

Körfubolti

Myndband með glæsimörkum Alfreðs

Alfreð Finnbogason var hetja Helsingborg sem lagði Elfsborg 2-1 í efstu deild sænska fótboltans í gær. Mörk Alfreðs voru glæsileg og tryggðu sænsku meisturunum sín fyrstu stig í deildinni.

Fótbolti

Reknir úr EM-hóp Pólverja fyrir drykkjulæti

Franciszek Smuda, þjálfari Pólverja, ætlar að taka strangt á agamálum innan síns liðs fram að Evrópumótinu í fótbolta í sumar og Smuda er tilbúinn að "fórna" tveimur fastamönnum til þess að sýna það í verki. Pólverjar eru gestgfjafar á EM ásamt Úkraínumönnum.

Fótbolti

Masters 2012: Hver er Bubba Watson?

Gerry "Bubba" Watson er fæddur árið 1978 og hann hefur verið þekktur fyrir gríðarlega högglengd sína á PGA mótaröðinni. Þetta er fyrsti sigur hans á einu af risamótunum fjórum en hann tapaði í bráðabana á PGA meistaramótinu árið 2010 gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer.

Golf

Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996

Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari.

Golf

Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk.

Handbolti