Fréttir

Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa

Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 

Innlent

Glæsi­leg sýning á skrautdúfum

Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur.

Innlent

Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir er­lenda fjöl­miðla vegna jarð­hræringa

Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum.

Innlent

„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu.

Innlent

Vin­konur með jólamarkað á Skaga­strönd

Það stendur mikið til á Skagaströnd í dag því þrjár vinkonur á staðnum hafa sett upp jólamarkað í félagsheimilinu Fellsborg. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af gjafavöru, snyrtivöru, matvöru og handverki eftir heimamenn til sölu.

Innlent

Danskur stjórnarþingmaður á fimm­tán ára gamla kærustu

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, tilkynnti í gær að samflokksmaður hans á danska þinginu, Mike Villa Fonseca, væri kominn í veikindaleyfi eftir að upp komst að hann eigi fimmtán ára gamla kærustu.  „Ég er orðlaus,“ segir formaðurinn.

Erlent

Frír fiskur og franskar handa Grind­víkingum

Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta.

Innlent

Lífið breyttist vegna gá­leysis leigu­bíl­stjóra

Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. 

Innlent

Ekki sjálf­sögð krafa að fara inn á hættu­svæði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“

Innlent

Allir ung­lingarnir kurteisir

Í gærkvöldi var tilkynnt um unglingasamkvæmi í uppsiglingu í hesthúsahverfi í Kópavogi. Allir unglingarnir voru kurteisir og skildu afskipti lögreglu af samkvæminu.

Innlent

Hundur for­seta beit tiginn gest

Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt.

Erlent