Fréttir Öflugur skjálfti talsvert langt frá kvikuganginum Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist klukkan 05:35 í morgun, um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2023 07:13 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. Erlent 18.11.2023 23:56 Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Innlent 18.11.2023 21:47 Vilja að herinn fjarlægi forsætisráðherra með valdi Ný ríkisstjórn tók við Spáni í vikunni. Mikil heift er í spænska samfélaginu vegna stjórnarmyndunarinnar og rúmlega 50 fyrrverandi foringjar í spænska hernum hafa skorað á herinn að fjarlæga forsætisráðherrann með valdi. Erlent 18.11.2023 21:08 Aðstæður svipi verulega til upphafs eldgossins í mars 2021 Átta sólarhringar eru síðan innskot ruddi sér leið inn í jarðskorpuna undir Grindavík. Öll gögn þykja benda til þess að kvika sé komin í efstu lög jarðskorpunnar, jafnvel í efstu 500 metrana. Innlent 18.11.2023 20:59 Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. Erlent 18.11.2023 20:32 Glæsileg sýning á skrautdúfum Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur. Innlent 18.11.2023 20:30 Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Innlent 18.11.2023 20:10 „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum“ Aníta Björt Berkeley upplifði verstu martröð allra foreldra þann 4.nóvember síðastliðinn. Dóttir hennar lést, einungis sex vikna og sex daga gömul. Innlent 18.11.2023 20:01 Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. Innlent 18.11.2023 18:41 Fjölmennt í samstöðugöngu með Palestínu: „Viðskiptabann strax“ Fjölmennur hópur gekk frá Utanríkisráðuneytinu niður á Austurvöll í samstöðu með Palestínu seinni partinn í dag. Félagið Ísland-Palestína, sem stendur fyrir fundinum, hefur staðið fyrir samstöðuviðburðum með Palestínu allar helgar frá upphafi stríðsins 7. október. Innlent 18.11.2023 17:34 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. Erlent 18.11.2023 15:54 Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. Innlent 18.11.2023 14:00 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Innlent 18.11.2023 13:53 Þurfi ekki mikil átök til að kvikan nái til yfirborðs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir að staðan á Reykjanesi í dag sé svipuð og hún hefur verið. Það dragi úr aflögun og skjálftavirkni með hverjum degi sem líður. Innlent 18.11.2023 13:30 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. Innlent 18.11.2023 13:01 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna vegna ástandsins á Reykjanesskaga verður haldinn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 18.11.2023 12:50 Vinkonur með jólamarkað á Skagaströnd Það stendur mikið til á Skagaströnd í dag því þrjár vinkonur á staðnum hafa sett upp jólamarkað í félagsheimilinu Fellsborg. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af gjafavöru, snyrtivöru, matvöru og handverki eftir heimamenn til sölu. Innlent 18.11.2023 12:30 Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. Erlent 18.11.2023 12:15 Danskur stjórnarþingmaður á fimmtán ára gamla kærustu Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, tilkynnti í gær að samflokksmaður hans á danska þinginu, Mike Villa Fonseca, væri kominn í veikindaleyfi eftir að upp komst að hann eigi fimmtán ára gamla kærustu. „Ég er orðlaus,“ segir formaðurinn. Erlent 18.11.2023 11:55 Frír fiskur og franskar handa Grindvíkingum Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Innlent 18.11.2023 11:49 Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Innlent 18.11.2023 11:04 Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum 23 ára aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum poppstjörnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í gærnótt. Erlent 18.11.2023 10:43 Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. Innlent 18.11.2023 09:01 Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“ Innlent 18.11.2023 08:38 Allir unglingarnir kurteisir Í gærkvöldi var tilkynnt um unglingasamkvæmi í uppsiglingu í hesthúsahverfi í Kópavogi. Allir unglingarnir voru kurteisir og skildu afskipti lögreglu af samkvæminu. Innlent 18.11.2023 08:00 Tæplega fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Frá miðnætti í dag hafa mælst rúmlega 470 jarðskjálftar yfir kvikuganginum á Reykjanesi. Innlent 18.11.2023 07:46 Fleiri særðir eftir skotárás á geðsjúkrahúsi Margir eru særðir eftir skotárás á sjúkrahúsi í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum fyrr í kvöld. Erlent 17.11.2023 22:36 Hundur forseta beit tiginn gest Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt. Erlent 17.11.2023 22:22 Upplýsingafundur Almannavarna á morgun Klukkan 13:00 á morgun, laugardaginn 18. nóvember verður haldinn upplýsingafundur almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Innlent 17.11.2023 21:51 « ‹ ›
Öflugur skjálfti talsvert langt frá kvikuganginum Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist klukkan 05:35 í morgun, um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2023 07:13
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. Erlent 18.11.2023 23:56
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Innlent 18.11.2023 21:47
Vilja að herinn fjarlægi forsætisráðherra með valdi Ný ríkisstjórn tók við Spáni í vikunni. Mikil heift er í spænska samfélaginu vegna stjórnarmyndunarinnar og rúmlega 50 fyrrverandi foringjar í spænska hernum hafa skorað á herinn að fjarlæga forsætisráðherrann með valdi. Erlent 18.11.2023 21:08
Aðstæður svipi verulega til upphafs eldgossins í mars 2021 Átta sólarhringar eru síðan innskot ruddi sér leið inn í jarðskorpuna undir Grindavík. Öll gögn þykja benda til þess að kvika sé komin í efstu lög jarðskorpunnar, jafnvel í efstu 500 metrana. Innlent 18.11.2023 20:59
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. Erlent 18.11.2023 20:32
Glæsileg sýning á skrautdúfum Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur. Innlent 18.11.2023 20:30
Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Innlent 18.11.2023 20:10
„Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum“ Aníta Björt Berkeley upplifði verstu martröð allra foreldra þann 4.nóvember síðastliðinn. Dóttir hennar lést, einungis sex vikna og sex daga gömul. Innlent 18.11.2023 20:01
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. Innlent 18.11.2023 18:41
Fjölmennt í samstöðugöngu með Palestínu: „Viðskiptabann strax“ Fjölmennur hópur gekk frá Utanríkisráðuneytinu niður á Austurvöll í samstöðu með Palestínu seinni partinn í dag. Félagið Ísland-Palestína, sem stendur fyrir fundinum, hefur staðið fyrir samstöðuviðburðum með Palestínu allar helgar frá upphafi stríðsins 7. október. Innlent 18.11.2023 17:34
170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. Erlent 18.11.2023 15:54
Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. Innlent 18.11.2023 14:00
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Innlent 18.11.2023 13:53
Þurfi ekki mikil átök til að kvikan nái til yfirborðs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir að staðan á Reykjanesi í dag sé svipuð og hún hefur verið. Það dragi úr aflögun og skjálftavirkni með hverjum degi sem líður. Innlent 18.11.2023 13:30
„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. Innlent 18.11.2023 13:01
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna vegna ástandsins á Reykjanesskaga verður haldinn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 18.11.2023 12:50
Vinkonur með jólamarkað á Skagaströnd Það stendur mikið til á Skagaströnd í dag því þrjár vinkonur á staðnum hafa sett upp jólamarkað í félagsheimilinu Fellsborg. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af gjafavöru, snyrtivöru, matvöru og handverki eftir heimamenn til sölu. Innlent 18.11.2023 12:30
Bein útsending: Stærsta eldflaug heimsins aftur á loft Til stendur að skjóta Starship-geimfari á loft í dag með heimsins öflugustu eldflaug. Geimfarið á að nota til að flytja menn og birgðir til tunglsins á komandi árum. Erlent 18.11.2023 12:15
Danskur stjórnarþingmaður á fimmtán ára gamla kærustu Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, tilkynnti í gær að samflokksmaður hans á danska þinginu, Mike Villa Fonseca, væri kominn í veikindaleyfi eftir að upp komst að hann eigi fimmtán ára gamla kærustu. „Ég er orðlaus,“ segir formaðurinn. Erlent 18.11.2023 11:55
Frír fiskur og franskar handa Grindvíkingum Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Innlent 18.11.2023 11:49
Þriggja ára drengur tekinn hálstaki og foreldrarnir ekki látnir vita Móðir þriggja ára drengs, sem tekinn var hálstaki af leikskólakennara, segir miður að foreldrar hafi ekki verið látnir vita af atvikinu fyrr en seint og um síðir. Innlent 18.11.2023 11:04
Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum 23 ára aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum poppstjörnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í gærnótt. Erlent 18.11.2023 10:43
Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. Innlent 18.11.2023 09:01
Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“ Innlent 18.11.2023 08:38
Allir unglingarnir kurteisir Í gærkvöldi var tilkynnt um unglingasamkvæmi í uppsiglingu í hesthúsahverfi í Kópavogi. Allir unglingarnir voru kurteisir og skildu afskipti lögreglu af samkvæminu. Innlent 18.11.2023 08:00
Tæplega fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Frá miðnætti í dag hafa mælst rúmlega 470 jarðskjálftar yfir kvikuganginum á Reykjanesi. Innlent 18.11.2023 07:46
Fleiri særðir eftir skotárás á geðsjúkrahúsi Margir eru særðir eftir skotárás á sjúkrahúsi í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum fyrr í kvöld. Erlent 17.11.2023 22:36
Hundur forseta beit tiginn gest Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt. Erlent 17.11.2023 22:22
Upplýsingafundur Almannavarna á morgun Klukkan 13:00 á morgun, laugardaginn 18. nóvember verður haldinn upplýsingafundur almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Innlent 17.11.2023 21:51