Aron og félagar komust ekki í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 15:00 Aron fær óblíðar móttökur frá Dönunum Mikkel Hansen og Henrik Möllgard. vísir/getty Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. PSG mætir annað hvort Vardar eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. PSG var lengst af með frumkvæðið í leiknum í dag þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir. Í stöðunni 15-14 fyrir Veszprém kom góður kafli hjá PSG sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni sem liðið lét ekki af hendi. Aron skoraði aðeins eitt mark úr sex skotum en gaf á annan tug stoðsendinga. Þær hefðu getað orðið fleiri en leikmenn Veszprém fóru illa að ráði sínu í nokkrum dauðafærum í leiknum. Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og þá átti Daniel Narcisse góða innkomu. Thierry Omeyer varði einnig vel í fyrri hálfleik. László Nagy skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Gasper Marguc fimm. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.26-27 (Leik lokið): Veszprém tapar boltanum í lokasókninni og PSG fagnar sigri. Nilsson grípur ekki línusendingu Arons.25-27 (58. mín): Nikola Karabatic kemur PSG tveimur mörkum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum. Staðan er orðin erfið fyrir Veszprém.25-26 (56. mín): Narcisse fer hrikalega illa með Nilsson, fiskar víti og hann út af. Mikler ver hins vegar vítið frá Hansen. Afar mikilvægt.23-25 (54. mín): Hansen kemur PSG tveimur mörkum yfir af vítalínunni. Daninn er kominn með sjö mörk, líkt og Gensheimer.21-21 (49. mín): Aron sleppir boltanum inn á línuna á Blaz Blagotinsek sem skorar. Aron er kominn með hátt í 10 stoðsendingar í leiknum.18-19 (45. mín): Mirko Alilovic ver víti frá Gensheimer og Marguc refsar með marki hinum megin. Aron að sjálfsögðu með stoðsendinguna. Hann er eins og fóstra; matar samherja sína.16-19 (42. mín): Hansen þrumar boltanum í netið. Þriggja marka munur. Veszprém myndi þiggja betri markvörslu en liðið hefur fengið í leiknum. Svo vantar Ungverjana mörk utan af velli.15-17 (39. mín): Þrjú mörk í röð hjá PSG. Xavier Sabaté, þjálfari Veszprém, tekur leikhlé. Þau eru jafnan skemmtileg. Útileikmennirnir hjá Veszprém, Aron, Ilic og Nagy, eru aðeins 5 af 18 í skotum í leiknum.15-14 (37. mín): Aron finnur Nilsson sem skorar. Önnur stoðsending Arons í röð. Sóknin gengur vel hjá Veszprém hér í upphafi seinni hálfleiks.13-13 (34. mín): Nagy lyftir sér upp og skorar. Tími til kominn. Ekki verið neitt sérstakur í sókninni í dag.12-13 (32. mín): Daniel Narcisse með tvö mörk í röð og PSG komið yfir á nýjan leik. Fín innkoma hjá Narcisse.11-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Veszprém byrjar með boltann og getur komist yfir.11-11 (Fyrri hálfleik lokið): Staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Gríðarlega jafn leikur þar sem varnirnar eru í aðalhlutverki. Aron er kominn með eitt mark og nokkrar stoðsendingar. Veszprém hefur farið illa með full mörg færi og er aðeins með 48% skotnýtingu og 30% sóknarnýtingu. PSG gengur illa í uppstilltum sóknarleik en hefur keyrt hraðaupphlaupin vel.9-9 (27. mín): Aron laumar boltanum inn á línuna á Andreas Nilsson sem jafnar metin. Aron er búinn að eiga nokkrar frábærar sendingar sem samherjar hans hafa ekki skilað í marki. Nilsson urðu hins vegar ekki á nein mistök þarna.8-9 (24. mín): Dragan Gajic minnkar muninn í eitt mark af vítalínunni. Slóvensku hægri hornamennirnir hjá Veszprém eru komnir með samtals fjögur mörk, eða helming marka liðsins.6-8 (19. mín): Omeyer ver víti frá Momir Ilic og svo skot frá László Nagy. Þessi aldni höfðingi byrjar leikinn frábærlega.6-7 (15. mín): Aron minnkar muninn í eitt mark með sínu fyrsta marki. Tvö mörk í röð frá Veszprém.4-7 (13. mín): Thierry Omeyer ver frá Cristian Ugalde í dauðafæri. Mikkel Hansen refsar hinum megin. Veszprém hefur farið illa með of mörg dauðafæri.3-5 (8. mín): Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð frá PSG. Gensheimer byrjar af krafti og er kominn með þrjú mörk.3-3 (6. mín): Uwe Gensheimer jafnar í 3-3 með sínu öðru marki. Sóknir liðanna eru beittar hér í upphafi leiks.1-1 (3. mín): Luka Stepancic skorar fyrsta mark leiksins en Renato Sulic svarar fyrir Veszprém.0-0 (Leikur hafinn): Frakkarnir byrja með boltann. Aron spilar ekki vörnina til að byrja með.Fyrir leik:Öll formsatriði að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Þrátt fyrir að peningum hafi verið ausið í liðið á undanförnum árum hefur PSG aldrei unnið Meistaradeildina. Sömu sögu er að segja af Veszprém sem hefur tapað í öll þrjú skiptin sem liðið hefur komist í úrslit (2002, 2015 og 2016).Fyrir leik:Liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni. PSG vann fyrri leikinn á heimavelli Veszprém, 28-29, og þann seinni í París, 28-24.Fyrir leik:Aron er þrautreyndur á þessu sviði en hann hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár og sjö sinnum alls. Hann varð meistari með Kiel 2010 og 2012 og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016 þrátt fyrir að vera í silfurliði.Fyrir leik: Okkar maður, Aron Pálmarsson, er í stóru hlutverki hjá Veszprém og hefur komið virkilega sterkur inn eftir meiðslin sem héldu honum frá þátttöku á HM í Frakklandi. Aron var t.a.m. frábær í leikjunum við Montpellier í 8-liða úrslitunum.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks. Hér ætlum við að fylgjast með leik Veszprém og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag. PSG mætir annað hvort Vardar eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. PSG var lengst af með frumkvæðið í leiknum í dag þótt munurinn á liðunum væri aldrei mikill. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir. Í stöðunni 15-14 fyrir Veszprém kom góður kafli hjá PSG sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni sem liðið lét ekki af hendi. Aron skoraði aðeins eitt mark úr sex skotum en gaf á annan tug stoðsendinga. Þær hefðu getað orðið fleiri en leikmenn Veszprém fóru illa að ráði sínu í nokkrum dauðafærum í leiknum. Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og þá átti Daniel Narcisse góða innkomu. Thierry Omeyer varði einnig vel í fyrri hálfleik. László Nagy skoraði sex mörk fyrir Veszprém og Gasper Marguc fimm. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.26-27 (Leik lokið): Veszprém tapar boltanum í lokasókninni og PSG fagnar sigri. Nilsson grípur ekki línusendingu Arons.25-27 (58. mín): Nikola Karabatic kemur PSG tveimur mörkum yfir með sínu fyrsta marki í leiknum. Staðan er orðin erfið fyrir Veszprém.25-26 (56. mín): Narcisse fer hrikalega illa með Nilsson, fiskar víti og hann út af. Mikler ver hins vegar vítið frá Hansen. Afar mikilvægt.23-25 (54. mín): Hansen kemur PSG tveimur mörkum yfir af vítalínunni. Daninn er kominn með sjö mörk, líkt og Gensheimer.21-21 (49. mín): Aron sleppir boltanum inn á línuna á Blaz Blagotinsek sem skorar. Aron er kominn með hátt í 10 stoðsendingar í leiknum.18-19 (45. mín): Mirko Alilovic ver víti frá Gensheimer og Marguc refsar með marki hinum megin. Aron að sjálfsögðu með stoðsendinguna. Hann er eins og fóstra; matar samherja sína.16-19 (42. mín): Hansen þrumar boltanum í netið. Þriggja marka munur. Veszprém myndi þiggja betri markvörslu en liðið hefur fengið í leiknum. Svo vantar Ungverjana mörk utan af velli.15-17 (39. mín): Þrjú mörk í röð hjá PSG. Xavier Sabaté, þjálfari Veszprém, tekur leikhlé. Þau eru jafnan skemmtileg. Útileikmennirnir hjá Veszprém, Aron, Ilic og Nagy, eru aðeins 5 af 18 í skotum í leiknum.15-14 (37. mín): Aron finnur Nilsson sem skorar. Önnur stoðsending Arons í röð. Sóknin gengur vel hjá Veszprém hér í upphafi seinni hálfleiks.13-13 (34. mín): Nagy lyftir sér upp og skorar. Tími til kominn. Ekki verið neitt sérstakur í sókninni í dag.12-13 (32. mín): Daniel Narcisse með tvö mörk í röð og PSG komið yfir á nýjan leik. Fín innkoma hjá Narcisse.11-11 (Seinni hálfleikur hafinn): Veszprém byrjar með boltann og getur komist yfir.11-11 (Fyrri hálfleik lokið): Staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Gríðarlega jafn leikur þar sem varnirnar eru í aðalhlutverki. Aron er kominn með eitt mark og nokkrar stoðsendingar. Veszprém hefur farið illa með full mörg færi og er aðeins með 48% skotnýtingu og 30% sóknarnýtingu. PSG gengur illa í uppstilltum sóknarleik en hefur keyrt hraðaupphlaupin vel.9-9 (27. mín): Aron laumar boltanum inn á línuna á Andreas Nilsson sem jafnar metin. Aron er búinn að eiga nokkrar frábærar sendingar sem samherjar hans hafa ekki skilað í marki. Nilsson urðu hins vegar ekki á nein mistök þarna.8-9 (24. mín): Dragan Gajic minnkar muninn í eitt mark af vítalínunni. Slóvensku hægri hornamennirnir hjá Veszprém eru komnir með samtals fjögur mörk, eða helming marka liðsins.6-8 (19. mín): Omeyer ver víti frá Momir Ilic og svo skot frá László Nagy. Þessi aldni höfðingi byrjar leikinn frábærlega.6-7 (15. mín): Aron minnkar muninn í eitt mark með sínu fyrsta marki. Tvö mörk í röð frá Veszprém.4-7 (13. mín): Thierry Omeyer ver frá Cristian Ugalde í dauðafæri. Mikkel Hansen refsar hinum megin. Veszprém hefur farið illa með of mörg dauðafæri.3-5 (8. mín): Tvö hraðaupphlaupsmörk í röð frá PSG. Gensheimer byrjar af krafti og er kominn með þrjú mörk.3-3 (6. mín): Uwe Gensheimer jafnar í 3-3 með sínu öðru marki. Sóknir liðanna eru beittar hér í upphafi leiks.1-1 (3. mín): Luka Stepancic skorar fyrsta mark leiksins en Renato Sulic svarar fyrir Veszprém.0-0 (Leikur hafinn): Frakkarnir byrja með boltann. Aron spilar ekki vörnina til að byrja með.Fyrir leik:Öll formsatriði að baki og þá getur þetta hafist.Fyrir leik:Þrátt fyrir að peningum hafi verið ausið í liðið á undanförnum árum hefur PSG aldrei unnið Meistaradeildina. Sömu sögu er að segja af Veszprém sem hefur tapað í öll þrjú skiptin sem liðið hefur komist í úrslit (2002, 2015 og 2016).Fyrir leik:Liðin voru saman í riðli í riðlakeppninni. PSG vann fyrri leikinn á heimavelli Veszprém, 28-29, og þann seinni í París, 28-24.Fyrir leik:Aron er þrautreyndur á þessu sviði en hann hefur komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár og sjö sinnum alls. Hann varð meistari með Kiel 2010 og 2012 og var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016 þrátt fyrir að vera í silfurliði.Fyrir leik: Okkar maður, Aron Pálmarsson, er í stóru hlutverki hjá Veszprém og hefur komið virkilega sterkur inn eftir meiðslin sem héldu honum frá þátttöku á HM í Frakklandi. Aron var t.a.m. frábær í leikjunum við Montpellier í 8-liða úrslitunum.Fyrir leik:Góðan daginn og velkomin til leiks. Hér ætlum við að fylgjast með leik Veszprém og Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Handbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira