ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 16:27 Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53