ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2015 16:27 Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
ISAVIA hyggst höfða mál til ógildingar úrskurði Úrskurðarnefndar upplýsingamála vegna þeirra gagna sem Kaffitár hefur óskað eftir varðandi forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hins vegar mun félagið afhenda Gleraugnamiðstöðinni gögn sem það óskaði eftir. „Ástæðan er að úrskurðurinn kveður á um að gögn með viðkvæmum fjárhagslegum upplýsingum skuli látin af hendi til Kaffitárs og því í ósamræmi við úrskurð nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Hvað Isavia varðar er mikilvægt að gæta trúnaðar um viðkvæm gögn þriðja aðila í forvalinu, enda eru umrædd gögn fyrst og fremst rekstrargögn þeirra aðila. Að öðru leyti hefur félagið ekki hagsmuni af því hvort gögnin eru afhent,“ segir í tilkynningu frá ISAVIA.Una við úrskurð hvað varðar Gleraugnamiðstöðina Í tilkynningunni er afstaða ISAVIA frekar útskýrð. Þar segir: „Í leiðréttum úrskurði Úrskurðarnefndar er Isavia gert að afhenda einkunnir og tilboðsgögn Miðbaugs ehf. (Optical Studio) að undanskildum þeim hluta gagnanna sem, að mati nefndarinnar, innihalda upplýsingar um viðkvæm fjárhagsleg málefni félagsins. Isavia hefur farið yfir niðurstöðuna með Miðbaugi ehf. og eru félögin sammála um að eins og úrskurðinum var breytt megi una við niðurstöðuna og verða Gleraugnamiðstöðinni afhent umrædd gögn á næstu dögum. Í máli Kaffitárs komst úrskurðarnefndin aftur á móti að þeirri niðurstöðu að fyrri úrskurður skuli standa. Sú niðurstaða er í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem Isavia er í máli Kaffitárs gert að afhenda fjölda gagna sem innihalda samskonar upplýsingar og nefndin ákveður að séu undanþegnar í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Að höfðu samráði við þau fyrirtæki sem umrædd gögn varða hefur Isavia því ákveðið að höfða mál til ógildingar úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Isavia mun óska eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum.“Nauðsyn að dómstólar skeri úr Vegna þessa meinta ósamræmis telur Isavia að nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga. „Þá telur félagið einnig mikilvægt að fá niðurstöðu í það hvernig túlka beri ákvæði upplýsingalaga gagnvart fyrirtæki í opinberri eigu sem ekki er stjórnvald. Úrskurðarnefnd útboðsmála hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að forval um aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ekki verið opinbert útboð. Þær upplýsingar sem þátttakendur í forvalinu veittu eru alls eðlisólíkar og mun ítarlegri en þær upplýsingar sem bjóðendur í opinberum útboðum veita. Þannig fela upplýsingar sem veittar eru í opinberum útboðum, varðandi kaup á vörum og þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtímarekstur, tekjur, skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalinu til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Þessar upplýsingar varða viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna en undantekningareglum upplýsingalaga er einmitt ætlað að vernda slíka hagsmuni,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53