Sergio Agüero skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu en með sigrinum komst City upp í annað sæti deildarinnar. Liðið er með 70 stig, níu meira en Liverpool sem er í fimmta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.
Tottenham varð hins vegar af dýrmætum stigum í baráttunni við Liverpool um fimmta sæti deildarinnar og þátttökurétt í Evrópudeild UEFA. Liðið er nú þremur stigum á eftir Liverpool sem hafði betur gegn QPR í gær.
Markið sem Agüero skoraði í dag var hans 22. mark á tímabilinu og er hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Sá næstmarkahæsti, Harry Kane hjá Tottenham, fékk færi til að skora í dag en nýtti þau ekki.