Norska krónan í frjálsu falli og raunlaun munu lækka Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2014 18:31 Raunlaun í Noregi munu lækka vegna gengishruns þar í landi en norska krónan lækkaði um sex prósent í dag. Ástæðan er hrun á olíumörkuðum. Prófessor í hagfræði við Viðskiptaháskólann í Bergen segir þó ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur. Mikil umfjöllun er í norskum fjölmiðlum í dag um gengishrunið. Þannig sagði í fyrirsögn norska dagblaðsins Dagens Næringsliv að algjört hrun hefði orðið á norsku krónunni. Ástæðan er lækkun á olíumörkuðum. dr. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við Viðskiptaháskólann í Bergen, er norskur ríkisborgari en er fæddur á Íslandi. Er þessi staða sem er uppi í Noregi er hún alvarlegt áhyggjuefni fyrir Norðmenn? „Það er út af fyrir sig skiljanlegt að gengið á norsku krónunni hafi lækkað verulega vegna lækkunar á olíuverði. Um helmingur af öllum tekjum í utanríkisverslun Norðmanna koma frá olíu. En það er líka björt hlið á málinu og hún er sú að þegar gengið á krónunni lækkar verður hefðbundinn utanríkisverslun meira arðbær. Bæði fiskvinnsla og annað verður betur samkeppnishæft á erlendum mörkuðum. Þannig að ég held að Norðmenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því sem hefur gerst með krónuna.“Hvað með launþega, t.d Íslendinga búsetta í Noregi, ef þetta helst áfram svona? „Auðvitað lækka raunlaun manna ef gengið lækkar. Á hitt er það að líta að það verður auðveldara að halda uppi atvinnu í hefðbundnum útflutningsatvinnuvegum.“ Þúsundir Íslendinga búa í Noregi. Ein norsk króna kostar núna 16,5 íslenskar og þetta graf sýnir glögglega gengishrunið. Norska krónan hefur ekki verið jafn veik frá því í mars 2009. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Raunlaun í Noregi munu lækka vegna gengishruns þar í landi en norska krónan lækkaði um sex prósent í dag. Ástæðan er hrun á olíumörkuðum. Prófessor í hagfræði við Viðskiptaháskólann í Bergen segir þó ekki ástæðu til að hafa miklar áhyggjur. Mikil umfjöllun er í norskum fjölmiðlum í dag um gengishrunið. Þannig sagði í fyrirsögn norska dagblaðsins Dagens Næringsliv að algjört hrun hefði orðið á norsku krónunni. Ástæðan er lækkun á olíumörkuðum. dr. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við Viðskiptaháskólann í Bergen, er norskur ríkisborgari en er fæddur á Íslandi. Er þessi staða sem er uppi í Noregi er hún alvarlegt áhyggjuefni fyrir Norðmenn? „Það er út af fyrir sig skiljanlegt að gengið á norsku krónunni hafi lækkað verulega vegna lækkunar á olíuverði. Um helmingur af öllum tekjum í utanríkisverslun Norðmanna koma frá olíu. En það er líka björt hlið á málinu og hún er sú að þegar gengið á krónunni lækkar verður hefðbundinn utanríkisverslun meira arðbær. Bæði fiskvinnsla og annað verður betur samkeppnishæft á erlendum mörkuðum. Þannig að ég held að Norðmenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því sem hefur gerst með krónuna.“Hvað með launþega, t.d Íslendinga búsetta í Noregi, ef þetta helst áfram svona? „Auðvitað lækka raunlaun manna ef gengið lækkar. Á hitt er það að líta að það verður auðveldara að halda uppi atvinnu í hefðbundnum útflutningsatvinnuvegum.“ Þúsundir Íslendinga búa í Noregi. Ein norsk króna kostar núna 16,5 íslenskar og þetta graf sýnir glögglega gengishrunið. Norska krónan hefur ekki verið jafn veik frá því í mars 2009.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira