Viðskipti innlent

Vodafone opnar nýja verslun á Akureyri

Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags ásamt Birni Víglundssyni, framkvæmdastjóra sölusviðs Vodafone.
Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags ásamt Birni Víglundssyni, framkvæmdastjóra sölusviðs Vodafone.
Vodafone hefur samið við rekstraraðila Glerártorgs á Akureyri um leigu á nýju húsnæði og er stefnt að því að opna nýja og stærri verslun á Akureyri um miðjan júní.

„Nýja húsnæðið á Glerártorgi verður betra sýningarrými, mun rýmra er um viðskiptavini okkar og starfsfólk og síðast en ekki síst mun Vodafone geta hleypt auknum krafti í almenna þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki á Akureyri og nágrenni,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Vodafone.

 

„Vodafone hefur verið í um áratug á Glerártorgi og það eru alltaf góðar fréttir þegar fyrirtæki vilja stækka við sig og ég veit að Akureyringar og nærsveitarmenn fagna nýrri og stærri verslun,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags.

Verslunarmiðstöðin Glerártorg var byggð árið 2000 og árið 2008 var ákveðið að tvöfalda verslunarrýmið sem þá fór í ríflega 20.000 m².  Á fjórða tug fyrirtækja hefur rými í verslunarmiðstöðinni í höfuðstað Norðurlands sem staðsett er í hjarta Akureyrarbæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×