Viðskipti innlent

Fons tekið til gjaldþrotaskipta

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson

Fons, félag athafnamannsins Pálma Haraldssonar, hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Kröfur í búið nema um tuttugu milljörðum en eignir á móti eru nokkrar auk þess sem félagið á fjóra milljarða inni á bankabók samkvæmt heimildum Vísis.

Þegar Vísir náði sambandi við Pálma Haraldsson vildi hann lítið tjá sig um málið. „Þetta er hundleiðinlegt en eitthvað sem þurfti að gera. Nú sitja allir við sama borð," segir Pálmi og bætir við að hlutirnir hafi breyst hratt hjá Fons til hins verra. „Fyrir ári var eigið fé Fons um 60 milljarðar og um áramótin um 20 milljarðar. Þetta umhverfi, sem við lifum í dag, er hins vegar þannig að það var ekki raunhæft að halda áfram."

Helstu eignir Fons eru Securitas, stór hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleys, sænska ferðaskrifstofan Ticket og Plastprent.

Heimildir Vísis herma að íslensku bankarnir, Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbankinn, hafi viljað ganga að veðum sínum í eignum Fons og því hafi Pálmi ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptum.

Gjaldþrot Fons hefur þó engin áhrif á helstu eign Pálma Iceland Express. „Það er annað félag sem á Iceland Express," segir Pálmi og vísar þar til eignarhaldsfélagsins Fengs sem er einnig í eigu hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,53
93
6.528.290
REGINN
0,93
4
8.473
SYN
0,35
3
10.857
ICEAIR
0,34
78
48.966
SKEL
0,28
3
485

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-3,94
4
76.160
VIS
-2,82
15
208.765
MAREL
-2,09
52
552.089
LEQ
-1,54
1
51
REITIR
-1,33
6
31.951
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.