Fleiri fréttir

Uppfæra viðbragðsáætlun í kjölfar umfjöllunar um áreitni í strætó

Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir uppfærslu á viðbragðsáætlunum og verkferlum tilkomna vegna umfjöllunar fjölmiðla um áreitismál í vögnum fyrirtækisins. Vagnstjórar hafa fengið ítrekun á verklagsreglum senda í tölvupósti og þá hafa birst tilkynningar um málið á upplýsingaskjám á stærstu biðstöðvum.

Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump

Skátahreyfingin í Bandaríkjunum liggur undir ámæli fyrir að leyfa Donald Trump forseta að messa yfir ungum skátum um stjórnmál og andstæðinga sína. Forsetinn ýjaði meðal annars að svæsinni sögu um annan fasteignakóng.

Alþjóðleg handtökuskipun á hendur keðjusagarmanninum

Lögreglumenn í Sviss og Þýskalandi leita enn karlmanns á sextugsaldri sem réðst á fólk á skrifstofu tryggingafélags með keðjusög í Sviss í gær. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum.

Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum

Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa.

McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare

Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare.

Bjóða foreldrum lán fyrir tölvu með vöxtum

Foreldri barns í Vallaskóla á Selfossi segir strjúka sér öfugt að sveitarfélag láni fyrir námsgögnum með vöxtum. Kennari við skólann segir hugmyndinni vel tekið. "Ekki í anda grunnskólalaga,“ segir stjórnarmaður Heimila og skóla.

Svona er gjaldtakan á landinu

Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi.

Fáliðuð Persónuvernd með þrefalt fleiri mál

Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem kemur til framkvæmda á næsta ári mun gjörbreyta hlutverki Persónuverndar. Forstjórinn kallar eftir fleira starfsfólki samhliða stórauknum málafjölda sem kemur inn á borð stofnunarinnar.

Fögur fyrirheit hjá forstjóra BBC

Forstjóri BBC, Tony Hall, hefur nú strengt þess heit að það verði allt annað að sjá tekjulistann að ári eftir að 42 starfskonur breska ríkisútvarpsins skrifuðu honum opið bréf í mótmælaskyni. Þess er krafist að yfirstjórn BBC eyði launamun kynjanna.

„Obamacare er dauðinn sjálfur“

„Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali.

Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak

Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak.

Flest vinnuslys vegna umgengni og falls

Tvö banaslys á starfsstað urðu á aðeins einni viku í júlí. Tilkynnt hefur verið um ríflega átta hundruð vinnuslys það sem af er ári.

Stefnir í hæsta hita ársins

Sumarið hefur verið í meðallagi gott að sögn veðurfræðings sem telur Íslendinga of góðu vana eftir síðustu ár. Þrátt fyrir þetta er óvenju mikil aðsókn í sólarferðir með skömmum fyrirvara.

Svikasímtalið kostaði um 200 krónur

Fólk getur setið uppi með háan reikning láti það blekkjast af símaóværu líkt og þeirri sem herjaði á landsmenn í gærkvöld og í morgun. Lögregla bendir fólki á að svara ekki óþekktum númerum.

Menn bjóða húsaskjól gegn kynlífi

Heimilislaus kona í Reykjanesbæ hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá bæjarbúum og er komin með íbúð. Sum tilboðin eru ósæmileg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fólk getur setið uppi með háan símareikning láti það blekkjast af símaóværu sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga.

Hneyksli vegna ríkisleyndarmála skekur sænsku ríkisstjórnina

Ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni eru sagðir valtir í sessi vegna klúðurs þegar rekstur tölvukerfis samgöngustofnunarinnar var boðinn út. Viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar voru aðgengilegar starfsmönnum fyrirtækisins sem fékk samninginn þó að þeir hefðu ekki öryggisheimild til þess.

Sjá næstu 50 fréttir