Erlent

Kanadísku trúarleiðtogarnir dæmdir sekir um fjölkvæni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árið 2008 gerði lögregla áhlaup á búgarð í Texas. Meðlimir í FLDS-söfnuðinum bjuggu á búgarðinum, þar af 439 börn, en nokkir menn voru í kjölfarið sóttir til saka fyrir fjölkvæni og barnaníð.
Árið 2008 gerði lögregla áhlaup á búgarð í Texas. Meðlimir í FLDS-söfnuðinum bjuggu á búgarðinum, þar af 439 börn, en nokkir menn voru í kjölfarið sóttir til saka fyrir fjölkvæni og barnaníð. Vísir/Getty
Tveir kanadískir trúarleiðtogar hafa verið dæmdir sekir um að hafa stundað fjölkvæni. Dómur féll í málinu í gær frammi fyrir Hæstarétti Bresku Kólumbíu í Kanada.

Winston Blackmore var sakaður um að eiga tuttugu og fjórar eiginkonur og fyrrverandi mágur hans, James Olar, var sagður hafa gifst fjórum konum. Mennirnir eru báðir fyrrverandi biskupar mormónasértrúarsöfnuðarins FLDS (Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints), og eru 61 og 53 ára.

Blackmore og Olar standa nú frammi fyrir fimm ára fangelsisvist hvor.

Fjölkvæni er ein af grunnstoðum FLDS-söfnuðarins, sem klauf sig frá söfnuði mormóna á síðustu öld þegar almenni söfnuðurinn lét af fjölkvæni. Stjórnvöld í Kanada og Bandaríkjunum hafa sótt fjölmarga trúarleiðtoga innan kirkjunnar til saka fyrir fjölkvæni og barnaníð.

Dómurinn sem féll í gær er talinn ákveðin prófraun á trúfrelsi í Kanada en líklegt þykir að mennirnir áfrýi málinu til Hæstaréttar landsins.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×