Innlent

Starfsemi Neytendasamtakanna með óbreyttu sniði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Starfsemi Neytendasamtakanna er með óbreyttu sniði að því er fram kemur á heimasíðunni.
Starfsemi Neytendasamtakanna er með óbreyttu sniði að því er fram kemur á heimasíðunni. vísir/vilhelm
Neytendasamtökin vilja koma því á framfæri að starfsemin sé enn með óbreyttu sniði. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna.

Yfirlýsingin kemur í skugga mikilla ólgutíma hjá samtökunum. Róðurinn hefur verið þungur og vinnur stjórnin hörðum höndum að því að rétta af halla í rekstri. Ólafur Arnarsson sagði af sér sem formaður samtakanna 10. júlí. Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að sú alvarlega fjárhagsstaða sem upp sé komin megi rekja til óhóflegra útgjalda sem Ólafur hafi efnt til án aðkomu stjórnar. Hann, aftur á móti, ber af sér allar ásakanir um óhófleg útgjöld.

Stjórnin vonast til þess að geta endurráðið starfsfólk sem sagt var upp í sumar.

Á heimasíðu Neytendasamtakanna kemur fram að skrifstofur á Akureyri og í Reykjavík séu opnar.

Félagsfundur verður haldinn 17. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×