Fleiri fréttir

Árásarmaður gengur laus í svissneskum bæ

Fimm eru særðir, þar af tvær alvarlega, eftir að óþekktur maður er sagður hafa gengið berserksgang með keðjusög í svissneska bænum Schaffhausen, nærri landamærunum að Þýskalandi. Lögreglan leitar að árásarmanninum.

Rannsaka dauða ungs blökkumanns skömmu eftir handtöku

Lögreglan í London segir að ungur maður sem lést eftir að hann var handtekinn um helgina hafi stungið aðskotahlut upp í sig og veikst í kjölfarið. Baráttufólk gegn kynþáttahatri hefur lýst áhyggjum og reiði vegna dauða mannsins.

Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd

Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn.

Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir

Palestínumenn eru æfir vegna hertrar gæslu við einn helgasta stað múslima. Segja brotið á mannréttindum sínum. Málmleitarhliðum var komið upp vegna skotárásar á staðnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur málið fyrir í dag.

Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu

Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur.

Á topp K2 á miðvikudag

John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað upp á topp fjallsins K2 og stefnir að því að komast á tindinn á miðvikudag, fyrstur Íslendinga.

Tilkynningarskyldan gengur fyrir trúnaðarskyldunni í hugsanlegum ofbeldismálum

Þórólfur Guðnason, settur landlæknir, segir ekki tímabært að svara spurningum um mál barnageðlæknisins sem vísbendingar eru um að hafi látið hjá líða að tilkynna grun um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn barni sem hann hafði til meðferðar, fyrr en fjallað hefur verið um málið með formlegum hætti innan Embættis landlæknis.

Slegist um alla iðnnema

Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum.

Ógnaröld í Ríó

Hundruð gengu fylktu liði meðfram Copacabana-ströndinni og kröfðust aukins stuðnings til handa lögreglunni og almenningi.

Lætur ekki bruna heimilisins stöðva hreinsunarstarf Bláa hersins

Blái herinn hreinsar strendur Suðurnesja þessa dagana og tínir tonn af rusli á hvern kílómetra. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamtakanna, var slökkviliðsmaður í tuttugu ár og lenti í því í síðasta mánuði að horfa upp á húsið sitt brenna til kaldra kola.

Starfskonur hjá BBC krefjast umbóta

Launamunurinn hefur vakið reiði og óánægju meðal Breta og þá ekki síst meðal kvenna sem starfa hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Konurnar hafa skrifa opið bréf ásamt undirskriftalista þar sem þess er krafist að yfirstjórn BBC eyði launamun kynjanna. Á undiskriftarlistann hafa 42 starfskonur ritað nafn sitt að því er fram kemur í frétt New York Times og víðar.

Fá að selja bjór til 4:20 á Granda vegna bardaga

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku að veita brugghúsinu Ægisgarði tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis vegna beinnar sjónvarpsútsendingar frá bardaga hnefaleikakappans Floyd Mayweather ogUFC kappans Conor McGregor í Bandaríkjunum þann 26. ágúst.

Dregur úr vinsældum Macron

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ifop voru 54 prósent Frakka ánægðir með störf forsetans í júlí, samanborið við 64 prósent í júní.

Sjá næstu 50 fréttir