Iðnmenntaðir oft og tíðum á hærri launum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00