Erlent

„Fangelsi eða helvíti“ fyrir fíkniefnaneytendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/EPA
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, heitir því að halda blóðugu stríði sínu gegn fíkniefnum áfram. Þrátt fyrir gagnrýni á bæði alþjóðlegum vettvangi og innan Filippseyja. Hann varaði við því að fíkniefnaneytendur og salar myndu enda annað hvort í fangelsi eða í helvíti.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hélt Duterte árlega ræðu fyrir þingi Filippseyja í dag og voru öryggismál honum fremst í huga. vígamenn sem aðhyllast Íslamska ríkinu hafa barist gegn hernum í borginni Marawi eftir að hafa náð borginni á sitt vald fyrir um tveimur mánuðum. Bardagar standa enn yfir.



Vígamennirnir halda um 300 manns í gíslingu og segir Duterte að ástandið muni ekki leysast á næstunni vegna þessa.

Þúsundir hafa dáið í stríðinu gegn fíkniefnum og hefur Duterte verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Jafnvel er hann sagður brjóta mannréttindalög. Hann gaf þó lítið fyrir þá gagnrýni.

„Ég er tilbúinn til að fara í fangelsi allt mitt líf,“ sagði Duterte. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að þingið samþykkti að taka aftur upp dauðarefsingu fyrir meðal annars fíkniefnalagabrot.

„Átökin munu ekki hætta fyrir en þeir sem selja fíkniefna átta sig á því að þeir verði að hætta því það eina sem stendur frammi fyrir þeim er fangelsi eða helvíti.“

Talið er að rúmlega 5.200 mans hafi dáið í stríðinu hingað til. Þar á meðal hafa rúmlega þrjú þúsund verið skotin til bana af lögreglu og rúmlega tvö þúsund hafa verið myrtir af vopnuðum gengjum sjálfskipaðra löggæslumanna.


Tengdar fréttir

Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin

Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum.

Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS

Forseti Filippseyja vill framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Hryðjuverkasamtök, hliðholl Íslamska ríkinu, hafa kljáðst við Filippseyinga í borginni Marawi. Framlenging sé nauðsyn svo herinn hafi ekki áhyggjur af tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×