Innlent

Friðlýsa Jökulsárlón

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla landsins.
Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla landsins. Vísir/Vilhelm
Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. Þá mun Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu lónsins og nærliggjandi svæðis sem mun þá verða innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Að því er fram kemur í tilkynningu mun undirritunin fara fram við Jökulsárlón. Þá verður haldið að Fjallsárlóni þar sem boðið verður til móttöku í tilefni friðlýsingarinnar en Fjallsárlón er á meðal þeirra svæða sem verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði á morgun.

Ríkið eignaðist Jökulsárlón fyrr á árinu þegar það nýtti forkaupsrétt sinn að jörðinni Fell. Deilt var um það fyrir dómstólum hvort að ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn í tæka tíð en Hæstiréttur vísaði málinu frá í mars síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Fell í Hæstarétt

Deilan um kaup ríkisins á Felli í Suðursveit er komin fyrir Hæstarétt eftir að Héraðsdómur Suðurlands vísaði málinu frá.

Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni

Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“.

Byggja þarf upp frá grunni við Jökulsárlón

Vegna deilna undanfarin ár hefur uppbygging við Jökulsárlón setið á hakanum. Ríkið á nú landið allt og ljóst að byggja þarf bílastæði, salerni, gestastofu og göngustíga. Milljarður er nefndur í kostnað – gjaldtaka sögð nauðsyn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×