Erlent

Frakkar berjast við skógarelda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eldarnir loguðu á Korsíku í gær.
Eldarnir loguðu á Korsíku í gær. Vísir/AFP
Skógareldar geisa nú á eyjunni Korsíku og í bæjunum Carros og Saint-Tropez í Frakklandi. Veður í suðausturhluta landsins hefur verið óvenju heitt, þurrt og vindasamt undanfarnar vikur og því hefur reynst erfitt að ráða við eldana. BBC greinir frá.

Íbúum um hundrað heimila hefur verið gert að yfirgefa híbýli sín í varúðarskyni.

Slökkviliðsmaður að störfum við bæinn Carros í suðausturhluta Frakklands.Vísir/EPA
„Þetta er mjög hættulegur dagur,“ sagði Michel Bernier, sem berst við skógareldana í Frakklandi ásamt félögum sínum í slökkviliðinu, í samtali við AFP-fréttaveituna í gær.

„Baráttan verður mjög, mjög löng í kvöld,“ bætti hann við en slökkvilliðsmenn héldu áfram störfum inn í nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×