Erlent

Fögur fyrirheit hjá forstjóra BBC

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tony Hall, forstjóri breska ríkisútvarpsins, hefur samþykkt að eyða launamun kynjanna hjá fyrirtækinu.
Tony Hall, forstjóri breska ríkisútvarpsins, hefur samþykkt að eyða launamun kynjanna hjá fyrirtækinu. Vísir/getty
Forstjóri BBC, Tony Hall, hefur nú strengt þess heit að það verði allt annað að sjá tekjulistann að ári eftir að 42 starfskonur breska ríkisútvarpsins skrifuðu honum opið bréf í mótmælaskyni. Þess er krafist að yfirstjórn BBC eyði launamun kynjanna. Þetta kemur fram á vef Fortune.

Bresk yfirvöld þvinguðu BBC til að upplýsa það hverjir eru með hæstu launin hjá fyrirtækinu. Í ljós kom að nokkurs munar gætir á launum karla og kvenna. Þá leiðir tekjulistinn auk þess í ljós að starfsmenn sem tilheyra minnihlutahópum bera einnig skarðan hlut frá borði.

Uppgötvunin vakti hneykslan landsmanna. Þegar tekjulistinn var opinberaður sagði forstjórinn að hann myndi ráða bót á vandamálinu fyrir árið 2020. Starfskonurnar voru ekki á því að sýna Hall biðlund og kröfðust þess að hann myndi aðhafast þegar í stað. Konurnar virðast hafa haft erindi sem erfiði því nú hefur Hall lofað bót og betrun fyrir næsta tekjuár.


Tengdar fréttir

Starfskonur hjá BBC krefjast umbóta

Launamunurinn hefur vakið reiði og óánægju meðal Breta og þá ekki síst meðal kvenna sem starfa hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Konurnar hafa skrifa opið bréf ásamt undirskriftalista þar sem þess er krafist að yfirstjórn BBC eyði launamun kynjanna. Á undiskriftarlistann hafa 42 starfskonur ritað nafn sitt að því er fram kemur í frétt New York Times og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×