Umfjöllun: Ísland - Síle 25-17 | Skylduverki lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2012 17:06 Mynd/Valli Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. Staðan í hálfleik var 12-7, Íslandi í vil. Sigurinn var aldrei í hættu en Síle spilaði á köflum ansi villtan handbolta sem strákarnir lentu stundum í basli með. Björgvin Páll varði sautján skot í leiknum, þar af öll þau þrjú víti sem Sílemenn fengu í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinganna með tíu mörk og átti mjög góðan leik. Ólafur Stefánsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í langan tíma fyrir Ísland og komst almennilega í gang í seinni hálfleik. Alls skoraði hann fjögur mörk í leiknum, rétt eins og Snorri Steinn Guðjónsson. Báðir misstu af EM í Serbíu. Varnarleikurinn var á löngum köflum fínn enda skoruðu Sílemenn aðeins tólf mörk á fyrstu 50 mínútum leiksins. Strákarnir náðu snemma forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi. Þó náðu þeir ekki að hrista Suður-Ameríkumennina almennilega af sér fyrr en í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir byrjuðu þá tveimur mönnum færri en eftir að Ísland fékk sína menn aftur inn á skoruðu okkar menn átta af næstu níu mörkum leiksins og gerðu algjörlega út um hann. Á þessum kafla var íslenska vörnin og markvarsla Björgvins Páls frábær og sýndu strákarnir á þessum mínútum hversu öflugir þeir eru þegar þeim gengur allt í haginn. Annars var forvitnilegt að fylgjast með þessum leik á köflum. Sílemenn spiluðu á köflum villtan varnarleik og skapaðist oft hálfgerð ringulreið á vellinum. Liðin töpuðu boltanum rúmlega 40 sinnum í leiknum sem segir sitt. Niðurstaðan eftir þennan leik er að strákarnir þurfa að halda betur á spilunum gegn Japan á morgun enda um mun öflugari andstæðing að ræða en sá sem strákarnir mættu í dag. Strákarnir okkar eru án nokkurs vafa betri í handbolta en það verða þeir þá að sýna í leiknum á morgun. Handbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. Staðan í hálfleik var 12-7, Íslandi í vil. Sigurinn var aldrei í hættu en Síle spilaði á köflum ansi villtan handbolta sem strákarnir lentu stundum í basli með. Björgvin Páll varði sautján skot í leiknum, þar af öll þau þrjú víti sem Sílemenn fengu í leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinganna með tíu mörk og átti mjög góðan leik. Ólafur Stefánsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í langan tíma fyrir Ísland og komst almennilega í gang í seinni hálfleik. Alls skoraði hann fjögur mörk í leiknum, rétt eins og Snorri Steinn Guðjónsson. Báðir misstu af EM í Serbíu. Varnarleikurinn var á löngum köflum fínn enda skoruðu Sílemenn aðeins tólf mörk á fyrstu 50 mínútum leiksins. Strákarnir náðu snemma forystu í leiknum og létu hana aldrei af hendi. Þó náðu þeir ekki að hrista Suður-Ameríkumennina almennilega af sér fyrr en í upphafi seinni hálfleiks. Strákarnir byrjuðu þá tveimur mönnum færri en eftir að Ísland fékk sína menn aftur inn á skoruðu okkar menn átta af næstu níu mörkum leiksins og gerðu algjörlega út um hann. Á þessum kafla var íslenska vörnin og markvarsla Björgvins Páls frábær og sýndu strákarnir á þessum mínútum hversu öflugir þeir eru þegar þeim gengur allt í haginn. Annars var forvitnilegt að fylgjast með þessum leik á köflum. Sílemenn spiluðu á köflum villtan varnarleik og skapaðist oft hálfgerð ringulreið á vellinum. Liðin töpuðu boltanum rúmlega 40 sinnum í leiknum sem segir sitt. Niðurstaðan eftir þennan leik er að strákarnir þurfa að halda betur á spilunum gegn Japan á morgun enda um mun öflugari andstæðing að ræða en sá sem strákarnir mættu í dag. Strákarnir okkar eru án nokkurs vafa betri í handbolta en það verða þeir þá að sýna í leiknum á morgun.
Handbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira