Flóttamenn

Fréttamynd

Salvini ósáttur en býst ekki við sakfellingu

Leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi.

Erlent
Fréttamynd

Raddlausu börnin

Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

Tusk fordæmir hótanir Erdogan

Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Tilgangurinn helgar ekki meðalið

Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps.

Skoðun
Fréttamynd

Sáu flóttamenn en sigldu á brott

Malta Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán flóttamanna til að sigla yfir Miðjarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að fleiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönnunum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott.

Erlent
Fréttamynd

Kynna nýjar reglur um brottvísun flóttafólks

Bandarísk yfirvöld hafa kynnt nýjar reglur um brottvísun flóttafólks sem myndi gera löggæslumönnum kleift að senda fólk úr landi tafarlaust án þess að dómari þurfi að fara yfir málið.

Erlent