Úkraína

Fréttamynd

Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa

Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Telja hers­höfðingja hafa vitað af á­formum Prigoz­hin

Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin.

Erlent
Fréttamynd

Valda­rán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upp­lausn Wagner

Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Prigozhin segir menn sína komna inn í Rostov

Samkvæmt nýjustu fregnum hefur Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi málaliðahópsins Wagner, sent frá sér enn ein skilaboðin þar sem hann segir Wagner-liða komna inn í borgina Rostov í suðurhluta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur

Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Gengur hægar en vonast var eftir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi.

Erlent
Fréttamynd

Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga

Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Rússar skutu eldflaugum á Kherson í dag

Rússar héldu áfram loftárásum á borgir í suðurhluta Úkraínu í dag. Flugskeyti hæfðu skrifstofubyggingu miðborg Kherson sem Rússar höfðu hertekið en var stökkt á flótta þaðan í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Hægr­i hönd tét­énsk­a ein­ræð­is­herr­ans sagð­ur hafa særst

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu á Ísafirði

Utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í morgun. Innrás Rússa var til umræðu og ræddi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þá ákvörðun sína að leggja niður starfsemina í sendiráði Íslands í Moskvu sem tilkynnt var um í liðinni viku.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa endur­heimt fyrstu þorpin

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin.

Erlent
Fréttamynd

„Eins og að lenda á stálvegg“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana.

Erlent