Magnús Halldórsson

Fréttamynd

Litli karlinn

Jón Ásgeir Jóhannesson var á dögunum, skömmu eftir að hann var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum umboðssvikum í svokölluðu Aurum-máli, gerður að yfirmanni þróunarverkefna hjá 365, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og Fréttablaðið, ásamt mörgu fleiru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurkoman

Í öllum aðstæðum, hversu ómögulegar sem þær virðast vera, felast tækifæri. Þrátt fyrir ótrúlegar efnahagslegar hamfarir á undanförnum fimm árum í heiminum, sem ekki sér fyrir endann á, þá eru dæmi um að fyrirtæki hafi náð undraverðum árangri með útsjónarsemi og vel heppnaða markaðssetningu að leiðarljósi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjórinn fyrir Norðan

Ég hef tvisvar sinnum heimsótt Bruggsmiðjuna á Ársskógssandi þar sem hinar ýmsu Kalda bjórtegundir eru bruggaðar. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eiga meirihluta í fyrirtækinu, en afgangurinn skiptist á milli fjórtán hluthafa, að mestu fólk sem tengt er þeim fjölskylduböndum. Báðar heimsóknirnar hafa verið einkar ánægjulegar. Í þeirri síðari, sl. laugardag, var búið að breyta aðeins starfsaðstöðunni frá fyrri heimsókn. Það var búið að stækka húsnæðið og bæta starfsaðstöðuna, sem er heimilisleg og snyrtileg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram, þetta er ekki búið

Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur. Þannig að það mun ekki redda neinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að selja allt?

Spurningin sem eðlilegt er að fjárfestar spyrji sig, þegar kemur að hlutabréfamarkaðnum, er hvort það sé innistæða fyrir hækkunum sem hafa einkennt allar nýskráningarnar eftir hruni fyrir rúmum fjórum árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glósur úr ferð til Brussel

Ég fór á dögunum (16. til 18. desember) til Brussel, ásamt hópi íslenskra blaðamanna, og heimsótti stofnanir Evrópusambandsins, hitti fólk, og fylgdist með því þegar opnaðir voru nýir kaflar í aðildarviðræðum samninganefndar Íslands og ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrun já-mannsins

Í bók sem reynsluboltinn Lee Iacocca (fæddur 1924) gaf út árið 2007, sem nefnist Hvað varð um alla leiðtogana?(Where Have all the Leaders Gone) kemur fram hvöss gagnrýni á George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sem var umtöluð lengi á eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á hólminn er komið

Skandinavía var mikilvæg í seinni heimstyrjöldinni, einkum vegna legu að Eystrasalti, segir í The Gathering Storm (TGS), bók um Winston Churchill og tímann í upphafi seinni heimstyrjaldar. Bókin er byggð á minnisblöðum og frumheimildum, einkum frá breska hernum og Churchill sjálfum. Hún er fyrir vikið einstök heimild um gang mála í Evrópu á óvissutímum stríðs og pólitískra átaka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Slagurinn við verðbólguna

Þegar verðbólga fer yfir verðbólgumarkmið seðlabanka fer víðast hvar í heiminum fram rökræða um verðbólguhorfur og stöðu efnahagsmála milli seðlabankastjóra og síðan æðstu ráðamanna ríkisstjórna með bréfaskrifum og greiningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eitthvað við sitt hæfi

Veturinn 2004 til 2005 vann ég meðfram skóla við knattspyrnuþjálfun hjá Breiðabliki, þjálfaði ásamt öðrum 6. flokk karla sem í eru 9 og 10 ára strákar. Þetta var skemmtilegur hópur og stór, ríflega 120 strákar úr nokkrum skólum í Kópavogi. Þegar veturinn var ríflega hálfnaður kom þjálfari frá hollenska íþróttafélaginu Feyenoord frá Rotterdam í heimsókn og miðlaði þekkingu sinni til þjálfara, iðkenda og félagsmanna almennt. Þetta var minnisstæð heimsókn fyrir margra hluta sakir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri og ógnanir

Fá lönd í heiminum hafa lítið fundið fyrir efnahagsþrenginum á heimsvísu sem fóru að gera vart við sig um mitt ár 2007 og hafa aukist, ekki síst í Suður-Evrópu, síðan. Nágranni Íslands, Noregur, er nú mitt inn í mesta uppgangstímabili sem einkennt hefur stöðu efnahagsmála í Noregi nokkru sinni. Þar kemur margt til en grunnurinn að uppgangstímanum er í raunhagkerfinu. Langsamlega þyngst vegur olíuiðnaður ýmis konar, ekki aðeins framleiðsla, boranir og sala, heldur ekki síður óbein þjónustustörf í iðnaði og tæknigreinum ekki síst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíðarrifrildi á kaffistofum

Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag. Makríllinn kom syndandi inn í lögsöguna í kringum 2006, svo að segja, og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lottóið

Kaupréttarkerfi stjórnenda fyrirtækja eru meira þrætuepli nú en á árunum fyrir hrun. Sérstaklega virðast þau umdeild í stjórnum lífeyrissjóða, í það minnsta stundum. Frá því Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í júní, júlí og ágúst, í röð frétta, að stjórn Eimskipafélags Íslands hefði samið um að sex lykilstjórnendur félagsins gætu eignast allt að 5 prósent hlut í félaginu, hefur grasserað nokkur óánægja innan lífeyrissjóðakerfisins og stéttarfélgaga. Þannig ályktaði stjórn BSRB í kjölfar fréttanna og sagði kaupréttina ekki þóknanlega félaginu, og siðferðislega óverjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Jarðtengingin

Ég lendi alltaf reglulega í nettum rifrildum við kollegga mína í blaðamannastétt um landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, þar sem ég bý ásamt fjölskyldu minni og líður vel. Uppvaxtarár hjá foreldrum á Húsavík, þar sem pabbi hefur alla tíð verið rótfastur, og vopnfirskar rætur í móðurætt, eru líklega ástæðan fyrir því að ég finn mig alltaf knúinn til þess að taka til varna þegar landsbyggðin – oftast nær öll innpökkuð í sama orðið – er töluð niður af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Uppspretta deilnanna er mismunandi, eins og gengur, og oft eru það jarðgöng sem vekja reiði og illdeilur. Stundum eitthvað annað, eins og umkvartanir fólks sem býr á landsbyggðinni yfir því að það sé verið að leggja niður grunnheilbrigðisþjónustu sem til þessa hefur verið svo til óumdeilt jafnréttismál í hugum Íslendinga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt fjármálakerfi slítur barnskónum

Ef marka má síðustu yfirlýsingar valdamesta fólks heimsins, þegar kemur að fjármálakerfum og þróun efnahagsmála, þá er langt í að rekstur fjármálafyrirtækja í Evrópu fari að einkennast af stöðugleika og góðum rekstrarhorfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland er þar sem það er

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjarg­vætturinn og lög­brotin

Ein af röksemdum dómara Hæstaréttar, fyrir fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi sem Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson hlutu fyrir umboðssvik, hefur fengið marga þá sem nú eru til rannsóknar hjá yfirvöldum til þess að skjálfa á beinunum, eða þannig túlka ég í það minnsta nokkur samtöl sem ég hef átt við lögmenn um þennan dóm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Peningaheimspeki

Ástralski heimspekingurinn John Armstrong, kennari við Melbourne Business School í Ástralíu til margra ára, er einn þeirra sem hefur velt peningum mikið fyrir sér. Líklega hafa nú allir gert það, en hann hefur hugsað dýpra um peninga en flestir, held ég að sé óhætt að segja. Ekki svo að skilja að hann hafi fjallað um hagfræði, peningastefnu og fjármálaþjónustu, eða eitthvað þess háttar, í sínum fyrirlestrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veðkall, „þögn“ og eignir

Í hinni mögnuðu kvikmynd Margin Call (Veðkall), sem byggð er að sannri sögu af vinnugólfi fjárfestingabanka á Wall Street á árinu 2006, er eftirminnileg sena þar sem tveir starfsmenn áhættustýringar bankans standa upp á þaki höfuðstöðva bankans og ræða launamál við yfirmann sinn á deildinni og njóta útsýnisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri, hægri snú

Opinberar skuldir ríkisins og sveitarfélaga nema ríflega 140 prósent af landsframleiðslu þegar allt er talið, eða sem nemur yfir 2.300 milljörðum íslenskra króna. Þar af er skuldsetning ríkissjóðs ríflega 100 prósent af landsframleiðslu, eða sem nemur milli 1.600 og 1.700 milljarðar króna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vald og „mótun“

Á dögunum var greint frá því að Framtakssjóður Íslands hefði selt fyrirtækið Plastprent til Kvosar, móðurfélags prentsmiðjunnar Odda. Kvos fékk fimm milljarða króna afskrift á dögunum, gegn því að leggja fram nýtt hlutafé upp á fimm hundruð milljónir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eistnaflug og aðdráttaraflið

Ég fór ásamt fimm félögum á þungarokkshátíðina Eistnaflug á Neskaupstað um liðna helgi. Það var stórkostleg skemmtun. Við leigðum okkur gistingu á hlöðulofti á Skorrastað, fjórum kílómetrum fyrir utan bæinn, sem breytt hefur verið í skínandi aðstöðu fyrir ferðamenn. Uppábúin rúm, og allt til alls, en í boði eru hestaferðir fyrir ferðamenn sem ábúendur á Skorrastað sjá um. Við fórum reyndar ekki í hestaferðir, heldur héldum okkur við þungarokkið, ásamt því að reyna að veiða fisk í Norðfjarðará.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagstjórnarspaðarnir

Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá fyrir þróun efnahagsmála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Margt smátt eykur kaupmátt launa

Rekstur heimilisins er erfiður á Íslandi, ekki síst vegna verðbólgunnar sem nær aldrei er fyrir neðan markmiðið um 2,5 prósent. Of mikil verðbólga gerir lánakjör húsnæðislána óhagstæð, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra til lengri tíma, og minnkar kaupmátt launa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hættumerki innan hafta

Margt bendir til þess að íslenska ríkið getið með engu móti ábyrgst innlánsskuldbindingar bankanna, þá ekki síst vegna ríflega 1.700 milljarða skulda þess, sem er ríflega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er í gildi yfirlýsing um allsherjarríkisábyrgð á öllum innlánsskuldbindingum. Þetta virkar algjörlega fölsk ábyrðaryfirlýsing, innistæðulaus, þar sem innlánsskuldir bankanna nema vel á þriðja þúsund milljarða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útlendingar og Íslendingar

Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til varnar Suðurnesjum

Pabbi vann tvo vetur í Grindavík eftir að hann kláraði kennaranám, frá 1972 til 1974. Pabbi og mamma hafa oft talað um Grindavík sem fínan bæ og Grindvíkinga sem gott fólk eftir þessa stuttu veru. Pabbi segir að það hafi verið margir "ekta“ menn í Grindavík. Það er líklega best að leyfa þeirri mannlýsingu að halda sér algjörlega án langra skýringa, en innan þessa orðs rýmast þó karakter-einkenni duglegs og heiðarlegs fólks, held ég að sé óhætt að segja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimilisreksturinn

Ég og konan mín keyptum okkar fyrstu íbúð fyrr á þessu ári. Samhliða því fórum við yfir rekstur heimilisins, m.a. með hjálp heimilisbókhaldsbúnaðar frá Meniga og síðan ýmissa gagna úr einkabankanum, kreditkortayfirliti og þess háttar. Heimilið er eina fyrirtækið sem við erum að reka og það veltir milljónum á hverju ári! Við eigum tvo syni, fimm ára og fjögurra mánaða. Búsett í 105 Reykjavík en sækjum vinnu í 105 og 101.

Fastir pennar
  • «
  • 1
  • 2