Þórður Snær Júlíusson

Fréttamynd

Samkeppni um fé

Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum greint ítarlega frá áhrifum íslensku bankanna á innlenda samkeppnismarkaði með eignarhaldi þeirra á fyrirtækjum. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins (FME) voru fyrirtækin sem þeir eiga í 132 talsins í byrjun nóvember. Bankarnir hafa brugðist ókvæða við þessari talningu og birtu í kjölfarið upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Með hafa fylgt skýringar um að flest fyrirtækjanna séu annaðhvort í minnihlutaeigu bankanna, geymd í dótturfélögum eða séu ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á neytendamarkaði. Þess vegna sé skakkt að setja eignarhaldið fram með þeim hætti sem FME gerði. Þessar skýringar halda ekki að öllu leyti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rangfærslur

Nokkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarnfræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tveir kostir

Sá tónn hefur verið sleginn í formannsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að eini blæbrigðamunurinn á pólitískum áherslum frambjóðendanna tveggja sé að annar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, vill afskrifa meira af skuldum almennings enn hinn, Bjarni Benediktsson, án þess að útskýra hvaðan peningar til þess eigi að koma. Bæði telja þetta samræmi eðlilegt, enda séu þau pólitískir bandamenn sem starfi í sama flokki. Það er þó gríðarleg einföldun á þeim suðupotti pólitískra stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Innan hans finnast örgustu sósíalistar og róttækir

Fastir pennar
Fréttamynd

Tiltektariðnaður

Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósjálfbært plan

Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði.

Fastir pennar