Ragnheiður Tryggvadóttir

Vetrarstemming á vorkvöldi
Kvöldsólin baðaði götuna gulum bjarma og í fyrsta skipti í langan tíma fékk ég á tilfinninguna að sumarið væri handan við hornið.

Peningar og niðursoðnar perur
Stundum, þegar mig langar til að eiga rosalega mikið af peningum, reyni ég að ímynda mér með hvaða ráðum ég geti komist að kjötkötlunum, helst án þess að að hafa nokkuð fyrir því. Ekki mjög virðingarvert markmið, ég veit.

Söguleg ummæli á sögulegum tímum
Undanfarið hef ég haft það á tilfinningunni að samfélagið hafi sett í bakkgír.

Ég, Bubbi og Hrafn Gunnlaugsson
Nei, hættu nú alveg, hefur líf mitt byggst á tómri lygi? Í bráðum fjóra áratugi hef ég gengið út frá því að ég hafi fæðst undir merki Tvíburans, eins og Bubbi Morthens og Hrafn Gunnlaugsson. Mínir helstu kostir hafa því samkvæmt því átt að vera fjölhæfni, greind

Vonskuveður í beinni
Búa sig undir vonskuveður – Flugi aflýst vegna veðurs – Líklega versti vetur í áraraðir – Hviður allt að 55 metrar á sekúndu – "einum gír ofar en venjulegur stormur“!

Samdauna súru samfélagi
"Fá engar konur bikar?“ Við sátum fjölskyldan og horfðum á sögu íslensku tónlistarverðlaunanna, Árið er, í sjónvarpinu þegar sá fimm ára hjó eftir þessu. Ég gerði það ekki sjálf, orðin svo samdauna samfélaginu að ég kippti mér ekkert upp við að sjá

Samfelldur mánudagur
Það er leiðindatíð, rigning og rok á milli þess sem gengur á með hríðarbyl og frosti. Hagl og slydda lemja á mér til skiptis úr öllum áttum og fjallvegir verða ófærir trekk í trekk.

Sunnudagskvöld í september
Það fer nú að líða að heimboðinu, er það ekki?“ Hún sagði þetta og hló. Ég hló líka en horfði vandræðalega niður á tærnar á mér. Heimboðið hafði lengi staðið til, reyndar síðan síðsumars.

Langlundargeð lúinna
Ég heyrði á tal afgreiðslustúlknanna frammi í búðinni gegnum jólatónlistina. Ég var á bak við tjald að máta kjól, taldi mig loksins búna að finna jólakjólinn.

Paradísarborgin
Það má alltaf deila um hvenær fólk er orðið fullorðið eða hvenær má kalla að það sé orðið ráðsett. Sumir telja sig í fullorðinna tölu á fermingardaginn, aðrir miða við bílpróf, lögráða aldur eða daginn sem þeir ganga inn í vínbúð án þess að horfa flóttalega í kringum sig.

Dund og dútl á aðventu
Stefnan var sett á fyrsta sunnudag í aðventu. Þá skyldu seríurnar upp í alla glugga og svalahandriðið vafið blikkandi jólaljósum, aðventukransinn stæði tilbúinn á borði, svo myndum við tendra spádómskertið í andakt, niðurtalningarkertið yrði líka klárt í stjaka, súkkulaðidagatölin á náttborðum barnanna, piparkökudeigið í kælinum

Er bara eitthvað svo eftir mig
Ég er svangur, sagði sá minnsti, klifraði yfir mig fram og aftur svo allur friður var úti. Klukkan var 6:45 en ekki um annað að ræða en vinda sér fram úr og finna eitthvað til í morgunmat.

Miðstéttarplebbi með verðtryggð lán
Aldrei fór ég niður á Austurvöll og barði í pott eftir hrunið. Kveikti ekki í jólatré og braut enga rúðu. Ég var áhorfandi, fylgdist með búsáhaldabyltingunni úr fjarlægð og geymdi pottana inni í skáp. Ekki það að ég hafi verið svo yfir mig ánægð með stjórnina

Hvað á að elda í kvöld?
Grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, grjónagrautur, kjötbollur, lasanja, lasanja, kjötbollur, grjónagrautur. Örbylgjuréttir fyrir sjálfstæða Íslendinga hafa verið uppistaðan í fæði fjölskyldunnar undanfarið.

Háhraða hugarró
Ég ók eins og fjandinn væri á hælunum á mér. Sveiflaðist milli akreina eins og ég væri að sikksakka buxnaskálm með spori 4. Skipti niður, gaf í, bremsaði snögglega og skaut mér inn á milli.

Bjartsýni yfir meðallagi
Láttu ekki svona, þetta verður komið upp á morgun eða hinn, í síðasta lagi á föstudag. Við höldum boðið á laugardaginn!“ Það var engan bilbug að finna á bóndanum.

Freknóttir fagna
Konum um og yfir þrítugu er sérstaklega ráðlagt að stúdera freknuförðun, þar sem tæknin geti gert þær unglegri, frísklegri og fallegri allt um leið.“ Ég las þetta í gær.

Punktastaða: Góð
Það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á þýðingu samtalsins eftir að ég lagði frá mér símann. Það hafði svo sem hljómað nógu sakleysislega, hversdagsleg fyrirspurn eða bón sem ég taldi mig geta leyst.

Fyrirmyndargleymska
Æ hvað ég er fegin að sjá þetta, við þurfum að vera góð fyrirmynd,“ sagði vegfarandi við mig þegar við mæðgurnar reiddum hjólin okkar yfir gangbraut. Ég fór hjá mér við þetta hrós. Ég var nefnilega hjálmlaus á ferð þennan dag, eins og svo oft áður.

Fjögurra ára í fitusog
Krakkarnir hanga í tölvunni, við fáum þá frið á meðan. Þetta hef ég oft hugsað. Núna síðast í langri bílferð norður yfir heiðar. Tvö lítil skott sátu steinþegjandi í aftursætinu með heyrnartól á eyrunum og dunduðu sér í spjaldtölvu. Á meðan söfnuðust kílómetrarnir að baki.