Þorvaldur Gylfason

Fréttamynd

Mannlegt eðli og allsnægtir

Framleiðsla lands er ófullkominn mælikvarði á árangur þess í efnahagsmálum, en hún er samt yfirleitt notuð í hálfgerðri neyð, því að aðrir skárri kvarðar eru ekki á hverju strái. Landsframleiðslan er ófullkominn kvarði af þrem höfuðástæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þriðja stéttin rís upp

Fyrir 250 árum var svo komið fyrir Frökkum, að aðalsmönnum og klerkum, sem voru að sönnu sárafáir, hafði tekizt að skjóta sér að mestu undan skattgreiðslum til konungs. Allur þorri almennings þriðja stéttin bar hins vegar þunga skattbyrði. Að því hlaut að koma, að þriðja stéttin missti þolinmæðina og risi upp gegn ranglætinu. Það gerðist 1789, og hausarnir fuku í allar áttir. Það var fljótlegt að velja hausa í gálgana, því að sjálftekin forréttindi aðalsins og klerkastéttarinnar langtímum saman birtust meðal annars í því, að forréttindastéttirnar voru yfirleitt orðnar höfðinu hærri en þriðja stéttin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Álitamál um íslenzkt réttarfar

Fyrir viku rifjaði ég upp fáein atriði úr valdatíð Richards Nixon, forseta Bandaríkjanna 1969-74. Nixon gerði ýmislegt gagn um sína daga, batt til dæmis enda á stríðið í Víetnam og tók upp stjórnmálasamband við Kína, en samskipti landanna höfðu nær engin verið frá 1949, þegar kommúnistar brutust til valda þar eystra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvizkulaust íhald

Ég gleymi því aldrei. Þeir þustu út á gangana allir í einu með háreysti. Ég hafði aldrei fyrr séð svona marga prófessora á einu bretti. Þetta var 10. október 1973, ég var þá nýkominn til náms í Princeton, og Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, hafði tilkynnt langþráða afsögn sína, enda hafði hann verið fundinn sekur fyrir rétti um mútuþægni og skattsvik.

Fastir pennar
Fréttamynd

Írland í góðum gír

Írland logar af lífi og fjöri sem aldrei fyrr og er nú eitt ríkasta land heims og hefur safnað eignum í útlöndum, ekki skuldum. Það sér ekki enn fyrir endann á uppsveiflunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jöfnuður, saga og stjórnmál

George Bush, núverandi forseti og flokksbróðir Reagans, hefur gengið enn lengra á þessari braut með fulltingi þingsins, sem hefur lotið stjórn repúblikana síðan 1994. Fjórða hvert bandarískt barn býr við fátækt samkvæmt viðteknum skilgreiningum á móti tuttugasta hverju barni í Svíþjóð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hernaður gegn jöfnuði

Ísland er nær eina Evrópulandið, sem engar tekjuskiptingartölur eru birtar um í alþjóðlegum skýrslum. Ekki þar fyrir, að einkaaðilum eins og til dæmis mér sjálfum sé um megn að gera þessa útreikninga, alls ekki. Kjarni málsins er sá, að stjórnvöldum ber skylda til að safna og dreifa upplýsingum um helztu þætti efnahagsmála, og þá einnig um tekjuskiptingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinna, vinna: Eitt mál enn

Bandaríkjamenn afla eins og áður meiri tekna á mann en flestar Evrópuþjóðir. Það stafar öðrum þræði af því, að Bandaríkjamenn vinna að jafnaði meira en nú tíðkast í Evrópu. Bandarískt atvinnulíf er að sönnu hagkvæmt í öllum aðalatriðum, svo er rótgrónum og vel smurðum markaðsbúskap fyrir að þakka og virku lýðræði, enda þótt ýmisleg staðbundin óhagkvæmni íþyngi efnahagslífinu þarna fyrir vestan eins og ég lýsti hér á þessum stað fyrir viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinnan er guðs dýrð: Taka tvö

Það vill stundum gleymast, að ýmisleg óhagkvæmni íþyngir bandarísku efnahagslífi, rýrir lífskjör þjóðarinnar og knýr hana með því móti til að leggja harðar að sér en hún þyrfti ella á að halda. Þessi óhagkvæmni er ýmist óviðráðanleg eða heimatilbúin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinnan göfgar eða hvað?

Allar götur síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk 1945 hafa Evrópumenn litið með lotningu til Bandaríkjamanna og með þakklæti fyrir ómetanlegt framlag Bandaríkjanna til sigurs yfir Þjóðverjum, Ítölum og Japönum í styrjöldinni og til umbyggingar þessara landa eftir stríðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Höfundarverk og virðing

Glæsileg þykir mér afmælissýning Gerðarsafns í Kópavogi á málverkum Jóhannesar Kjarval í eigu Landsbanka Íslands. Merkilegastar og óvenjulegastar á sýngunni munu mörgum áhorfendum að mestum líkindum þykja mannamyndirnar, sem hanga jafnan í bankaráðsherbergi Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mafía skal hún heita

Mig minnir, þótt þetta sé svolítið óljóst í minni mínu, að dómsmálaráðherrann hafi staðið þykkjuþungur í ræðustól Alþingis og sagt: Mafía er hún, og mafía skal hún heita. Þetta var einhvern tímann á árunum eftir 1970, ég bjó þá í útlöndum og fylgdist með málinu úr fjarlægð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vika í lífi blaðs

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 25. júní 2006 virðist hafa vakið minni athygli en vert væri. Bréfið fjallar um vont andrúmsloft heiftar og haturs á vettvangi stjórnmálanna og í viðskiptalífinu. Þar segir orðrétt: nú orðið eru svo gífurlegir hagsmunir í húfi, þar á meðal fjárhagslegir, að engu er líkara en menn svífist einskis til þess að tryggja ákveðna hagsmuni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krústsjov! Þú átt vin!

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu aldrei lotið forustu manns á borð við Jósef Stalín, því fer alls fjarri þrátt fyrir ýmis önnur og að sumu leyti smávægileg líkindi með flokkunum tveim, sem hér hafa verið nefndir. Eigi að síður hefur Morgunblaðið nú lýst eftir tímabæru uppgjöri við fortíðina, svo að eftirtekt hlýtur að vekja, vegsömun og lof.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég vil elska mín lönd

"Hvaða þjóðremba er nú þetta?" Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svolitlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: "Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé."

Fastir pennar
Fréttamynd

Dvínandi glaumur

Kjarni málsins er þó sá, að kosningalögin, sem Alþingi setur landinu, hygla stórum flokkum á kostnað minni flokka. Sjálfstæðis­flokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa fengið eitt til tvö þingsæti samtals í forgjöf í hverjum alþingiskosningum síðan 1979 í krafti þeirrar aðferðar, sem þeir leiddu sjálfir í lög til að úthluta þingsætum að loknum kosningum. Þessi bjögun bætist ofan á misvægi atkvæðisréttar eftir búsetu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þreyttir þurfa hvíld

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu þriðju ríkisstjórnina í röð vorið 2003, birtu þeir nýja stefnuyfirlýsingu. Það tíðkast. Yfirlýsingin bar þreytulegan svip og vakti ekki mikla athygli. Nú nálgast örlagastundin: ríkisstjórninni er vart hugað líf til hausts, þótt hún kunni að sitja til vors.

Fastir pennar
Fréttamynd

Undanhald í áföngum

Reynslan mun skera úr því, hvort nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun standa við loforðin um flutning flugvallarins. Skyndilegur áhugi þeirra á málinu skömmu fyrir kosningar lofar ekki góðu um tímabærar efndir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þögn um aukinn ójöfnuð

Enn einu sinni þurfa kjósendur að ganga að kjörborði án þess að eiga aðgang að viðhlítandi opinberum tölum um tekjuskiptingu og eignaskiptingu á Íslandi. Þetta er bagalegt. Menn skipa sér jafnan í stjórnmálaflokka eða veita þeim brautargengi í kosningum til alþingis og sveitarstjórna á tveim meginforsendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkar stríð, okkar friður

Reynslan frá öldinni sem leið kennir okkur, að stríð og friður í Evrópu eru einnig okkar stríð og friður. Við eigum ekki að sitja uppi á vegg í sameinaðri Evrópu, allra sízt í vanhugsuðu eiginhagsmunaskyni. Við eigum heima í Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei sama greiðslan?

Sá þriðjungur sílesku þjóðarinnar, sem studdi Pínóchet og stjórn hans gegnum þykkt og þunnt, þreyttist aldrei á að mæra Pínóchet fyrir heiðarleika. Hann kann að hafa brotið gegn mannréttindum, sagði þetta fólk (130 þúsund handtökur, 30 þúsund fangelsisdómar með pyndingum og öllu tilheyrandi, þrjú þúsund morð), en hann er strangheiðarlegur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útgönguleiðir og Afríka

Mörgum Afríkulöndum fleygir fram, en ýmislegt stendur samt í þeim, þar á meðal þriðja kjörtímabilið. Vandinn er þessi: margar Afríkuþjóðir hafa brennt sig illilega á einræði og óstjórn og hafa því reynt að efla lýðræði með því til dæmis að takmarka kjörgengi forseta sinna við tvö kjörtímabil að bandarískri fyrirmynd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um þvætting

Landamærin milli sannleikans og lyginnar eru ekki alltaf ljós. Skáldskapur getur verið sannur, þótt hann eigi sér ekki skýrar fyrirmyndir í raunveruleikanum: vísvitandi frávik frá þeim upplýsingum, sem við þykjumst hafa um raunveruleikann, til dæmis ýkjur í frásögn eða undanslættir, geta beinlínis aukið eiginlegt sannleiksgildi skáldskapar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Land, þjóð og tunga

Evrópa er bræðslupottur ekki síður en Bandaríkin: hlutfall nýbúa í íbúafjöldanum er nú orðið svipað á báðum stöðum. Munurinn er sá, að Bandaríkin hafa verið bræðslupottur frá fyrstu tíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vín í eyðimörkinni

Langvinnar innflutningshömlur á búvörumarkaði hér heima og í Noregi langt umfram önnur Evrópulönd hafa haldið matargerðinni bæði hér og í Noregi í þvílíkum viðjum, að það er varla viðskiptagrundvöllur undir íslenzkum veitingarekstri eða norskum í öðrum löndum.........

Fastir pennar
Fréttamynd

Áhöld um arðsemi

Landsvirkjun er almenningseign. Stjórn fyrirtækisins er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna; jafnvel framkvæmdastjórinn er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ákvarðanir Landsvirkjunar eru því öðrum þræði pólitískar, ekki aðeins ákvarðanir um val milli ólíkra virkjunarkosta og önnur álitamál, sem eðlilegt er, að séu til lykta leidd á stjórnmálavettvangi, heldur einnig ýmis önnur mál, sem betur færi á að halda í hæfilegri fjarlægð frá stjórnmálamönnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttinn við erlent fjármagn

Erlendri fjárfestingu fylgja hins vegar ítök erlendra fjárfesta með miklar kröfur um arðsemi, og einmitt þess vegna hafa Íslendingar eins og margar aðrar fyrrum nýlenduþjóðir reynt að bægja frá sér erlendri fjárfestingu og taka heldur lán til að mæta viðskiptahallanum. Þess vegna er enn lagt blátt bann í lögum við erlendri fjárfestingu í íslenzkri útgerð, og þess vegna hafa virkjunarframkvæmdir okkar verið fjármagnaðar með erlendu lánsfé frekar en hlutafé.

Fastir pennar
Fréttamynd

Herinn og skjaldbakan

Kannski hefur kaninn bara gefizt upp á silaganginum í ríkisstjórninni og ekki nennt að bíða lengur eftir gagntillögum hennar um æskilegar landvarnir. Eftir stendur nauðsyn þess, að Íslendingar geri sér sjálfir glögga grein fyrir stöðunni, sem upp er komin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldasöfnun í samhengi

Langvinn uppsveifla án verðbólgu er nýjung í íslenzku efnahagslífi og virðist hafa slævt áhuga stjórnvalda á frekari umbótum í efnahagsmálum. Enn býst ríkið til að ráðast í risaframkvæmdir fyrir erlent lánsfé til að halda efnahagslífinu gangandi enn um sinn, þótt áhöld séu um arðsemi framkvæmdanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldirnar taka kipp

Mikið ríður á því, að sem mestum hluta lánsfjárins sé varið til arðbærra framkvæmda, svo að arðurinn af framkvæmdunum geti staðið undir vaxtagreiðslum og afborgunum, því að ella eru menn að veðsetja vinnutekjur sínar fram í tímann.

Fastir pennar