Skoðun: Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

Menningar­legur og sátt­fús for­seti

Fyrir tæpum 30 árum var viðtal tekið við frú Vigdísi Finnbogadóttur í austurríska dagblaðinu Der Standard. Fyrirsögnin var Móðurmálið og menning eru okkar sterkustu vopn. Blaðamaður spurði Vigdísi hvort svo fámenn þjóð norður við heimskautsbaug gæti haldið sjálfstæði sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðingar í að­draganda kosninga

Forsetakosningar bjóða upp á dýrmætt tækifæri til að ræða hvernig þjóðfélag við viljum byggja. Framtíðarsýn fyrir land og þjóð er rædd út frá gildismati og hugmyndafræði sem eru að mestu hafin yfir flokkspólitík. Það er hollt fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga að huga þeim gildum sem við viljum standa fyrir og finna leiðir til þess að tileinka okkur hugarfar og hegðun í daglegu lífi sem bera vott um þessi gildi.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­skrum eða minnis­leysi?

Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“

Skoðun
Fréttamynd

Baldur er minn for­seti

Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti allra

Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja.

Skoðun
Fréttamynd

Já, Katrín

Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokksins?

Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Heillandi Halla Hrund

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna.

Skoðun
Fréttamynd

Riðið á Bessa­stöðum?

Hugleiðingar fólks eru allskonar varðandi komandi kosningar á nýjum forseta, spurningarnar sem fólki dettur í hug að spyrja alveg með ólíkindum margar hverjar og stór spurning hvernig fólki dettur öll þessi vitleysa í hug hvað þá að spyrja.

Skoðun
Fréttamynd

Katrínu sem for­seta

Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs.

Skoðun
Fréttamynd

Nú vandast valið

Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég kýs…

Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetaframboð í Fellini stíl

Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast.

Skoðun
Fréttamynd

Brúarsmið á Bessa­staði

Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá.

Skoðun
Fréttamynd

Nú getum við brotið blað

Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur í þágu mann­úðar og sam­fé­lags

Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja.

Skoðun
Fréttamynd

Köllum það réttu nafni: For­dóma

Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með pólitík á Bessa­stöðum

Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Góður for­seti

Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna Halla Tómas­dóttir?

Hvers vegna hef ég valið að kjósa hana Höllu Tómasdóttur sem minn forseta, af öllum þessum glæsilegu frambjóðendum. Ég sé jafningja í henni í baráttu minni fyrir mannréttindum og sjálfstæðu lífi fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ertu að bjóða þig fram?

Grafinn undir flóði af fjöldanum öllum af fréttatilkynningum af fólki sem er að hugsa um að bjóða sig fram, búið að bjóða sig fram, leitandi að undirskriftum eða viðhafði hinn tiltekna frasa það hafa margir komið að máli við mig kom upp sú spurning hjá mér, hvernig í ósköpunum á ég að ákveða hver fær mitt atkvæði?

Skoðun
Fréttamynd

Hrein­leika­þráin

Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir.

Skoðun
Fréttamynd

Látum hjartað ráða för

Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir for­seti

Eitt mikilvægasta og vandasamasta hlutverk forseta Íslands er að tala fyrir hönd þjóðarinnar á fundum og ráðstefnum með erlendum ráðamönnum, heima og erlendis. Forseti Íslands þarf að vera flugmæltur á erlend mál, vel að sér um stjórnmál og heimsmál fyrr og nú, og þekkja venjur og siði í alþjóðasamskiptum.

Skoðun