Hallgrímur Helgason

Fréttamynd

Menning er máttarstoð

Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Innrásin í þig

Stundum getur einn maður breytt heiminum, hafi hann hugrekkið til þess. Ætli við getum ekki kallað Edward Snowden slíkan mann.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Forsetinn er sunnudagur

Konan mín sagði við mig: "Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama.

Skoðun
Fréttamynd

Britsave

Haustið 2006 setti British Avland Bank upp netbankaútibú hér á landi og kallaði Britsave. Hvorki íslenskar né breskar eftirlitsstofnanir gerðu athugasemdir við starfsemina þrátt fyrir að búa yfir

Skoðun
Fréttamynd

Gaurasamfélagið

Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: “En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?” - “E… hann heitir Guð…” Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: “…bergur Bergsson.”

Skoðun
Fréttamynd

Níu þingmenn

Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út.

Skoðun
Fréttamynd

Brennandi brunabíll

Fyrir mánuði mætti ég í laugardagsmótmælin í fyrsta sinn. Við gengum frá Hlemmi niður á Austurvöll. Sturla Jónsson fór fyrir göngunni á vörubíl og Snorri Ásmundsson hrópaði í gjallarhorn af palli hans: „Vík burt ríkisstjórn! Vík burt ríkisstjórn!"

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð Samfylkingarinnar

Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn.

Skoðun
Fréttamynd

Borgarstjóri mánaðarins

Borgarstjóri ágústmánaðar er Hanna Birna Kristjánsdóttir. Við óskum henni velfarnaðar í starfi sem hún er vel að komin, jafn glæsileg, skelegg og hraðvirk sem hún birtist okkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brunastigastjórnmál

Þá er lokið enn einu umsátrinu um Ráðhús Reykjavíkur. Setulið vopnað myndavélum og hljóðnemum situr enn og aftur um hvern útgang og inngang og hleypur upp um leið og lyfta opnast— „Er meirihlutinn sprunginn?!"—lyfta lokast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af pólitísku skuggavarpi

Ein eftirminnilegasta fréttasena síðustu ára er frá sumrinu 2006 þegar Framsóknarflokkurinn stóð við Öxará og Halldór Ásgrímsson tilkynnti í beinni seint um kvöld að hann væri hættur í stjórnmálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilfinningaskyldan

Dómsmálaráðherra hefur, í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Neyðarlínuna, Landhelgisgæsluna og Landssamtök björgunarsveita, ákveðið að koma á fót nýrri tegund af neyðarvakt sem lýtur að tilfinningalífinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kubbisminn

Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri?

Skoðun
Fréttamynd

Ekki-maðurinn

Evran verður ekki tekin upp í stað krónunnar sem gjaldmiðill á Íslandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvað upp úr um þetta á fundi með sjálfstæðismönnum í Valhöll í morgun." (dv.is 29. sept. 2007) „Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og Geysi Green Energy." (mbl.is 6. nóv. 2007)

Fastir pennar
Fréttamynd

Páll í fangi Björns

Það var óstoltur Íslendingur sem sat úti í sólinni, horfði á norðlensk fjöll og hlustaði á kvöldfréttir Stöðvar 2 í liðinni viku. „Þeir komu bara, handtóku hann og fluttu hann burt. Nú veit ég ekkert hvenær eða hvort við sjáum hann aftur," sagði grátklökk kona á ensku með fjarlægum hreim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það sem ekki má

Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með krakkana til Köben

Fjölskyldan átti fagra daga við Eyrarsund. Foreldrar tóku sér langþráð frí og drifu börnin með í Tívolí, dýragarð og Dyrehavsbakken. Og fóru um allt á hjólum. Brekkulaust er landið Dana og ljúft að láta sig líða eftir Strandvejen með barn að baki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Liðskönnun landans

Úrslitaleikur meistaradeildarinnar í knattspyrnu var stór skemmtun. Manchester United fáninn blakti á þaki frystihússins í Hrísey fram að leik og starfsmenn þess höfðu fyllt neðri hæðina á veitingahúsinu Brekku þegar Hörður Magnússon, yfirlýsari Íslands, hrópaði alla leið frá Moskvu að leikurinn væri hafinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myndlist er helvíti

Listahátíð er hafin með myndlist í öndvegi. En listin er ekki bara hátíð. Hún er helvíti líka. Myndlistarmaðurinn er einn í heiminum. Að morgni gengur hann inn í myrkur og dvelur þar daglangt, þar til „veruleikinn" dregur hann út að kvöldi: Úr myrkri í myrkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gulrótarlögmálið

Enn er Seðlabankinn í sviðsljósinu. Og enn á ný á röngum forsendum. Tilskipunum hans, sem áður var hlýtt í hljóði, er nú tekið með öllu í bland; hlátri, reiði og furðu.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.