Gaurasamfélagið Hallgrímur Helgason skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar