Lóan er komin

Fréttamynd

Lóan er komin

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn og leiðindin. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur staðfestir það í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Vorboði þjóðarinnar, heiðlóan, er komin. Til hennar sást í fjörunni á Stokkseyri í morgun, en fyrstu fregnir af lóunni komu einnig frá Stokkseyrarfjöru fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Lóan komin í Elliðaárdal

Lóan er komin í Elliðaárdal. Fuglaáhugamaður á ferð um dalinn sá tvær lóur í dag og smellti nokkrum ljósmyndum af þeim. 

Innlent
Fréttamynd

Heiðlóan komin með fyrra fallinu

„Þetta er alltaf gleðiefni. Við skulum bara vona að vorið sé að koma,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um þær fréttir að fyrsta lóa ársins hafi sést við Útskála í Garði í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nýi 10 þúsund króna seðillinn kemur með lóunni

Hönnun nýs 10 þúsund króna seðils er lokið og verður hann settur í umferð á þessu ári. Þetta staðfestir Már Guðmundsson Seðlabankastjóri í samtali við Ruv.is og segir seðilinn væntanlegan til landsins í vor, um svipað leyti og lóan.

Innlent
Fréttamynd

Konan sem syngur „Lóan er komin“ er látin

Konan sem syngur vorið inn hjá Íslendingum og kveður burt snjóinn er látin. Erla Stefánsdóttir söngkona var jarðsungin í dag. Hún hóf söngferilinn árið 1964 og frá því lagið um lóuna kom út 1967 hefur hún verið ein af heimilisröddum þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin - varað við ísingu og éljahryðjum

Það er víst staðreynd, Lóan er komin. Allavega greinir Skessuhorn frá því á vef sínum að fyrsta heiðlóan sé sannanlega komin til landsins. Mynd náðist af henni á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes.

Innlent
Fréttamynd

Lóa sást i Heimaey

Heiðlóa fannst á Heimaey í gær. Þetta er mögulega fyrsta heiðlóan sem kemur til landsins í ár, eftir því sem fram kemur á vefnum Fuglar.is. Þar segir að einungis hafi verið tilkynnt um eina heiðlóu á árinu en það var 4. febrúar og þykir nokkuð öruggt að það hafi verið fugl frá því í haust.

Innlent