Lögmál leiksins

Nei eða já: Hvaða lið hefur komið mest á óvart á tímabilinu?
Hinn sívinsæli liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í síðasta þætti Lögmál leiksins þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson fóru yfir NBA-deildina í körfubolta.

Lögmál leiksins: „Held að þeir verði að eilífu lélegir“
„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir hvort Los Angeles Clippers kæmist í úrslitakeppnina, hvort Charlotte Hornets yrði að eilífu lélegt og hversu góðir Tyrese Maxey og Shai Gilgeous-Alexander væru.

Tommi Steindórs greindi hálstak Draymons Green
Meðal þess sem verður farið yfir í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er leikbannið sem Draymond Green fékk fyrir að taka Rudy Gobert hálstaki.

„Að missa Harden var það besta sem gat gerst fyrir Philadelphia“
Lögmál leiksins verður á sínum stað á Stöð 2 Sport í kvöld. Meðal þess sem verður rætt í þættinum er breytingin á Philadelphia 76ers eftir að James Harden var skipt í burtu.

Lögmál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“
Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers.

Hvað verður um James Harden?
Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður rætt um framtíð körfuboltamannsins James Harden en hann reynir nú að losa sig frá Philadelphia 76ers.

Lögmál leiksins: „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi“
Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. Farið var yfir ÓL 2024, Damian Lillard-skiptin, varnarleik Victor Wembanyama og Sam Presti.

Ekki verið meiri spenna fyrir nýliða síðan LeBron
Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hefst á morgun. Strákarnir í Lögmáli leiksins hituðu upp fyrir tímabilið sem framundan er.

Úrslitaeinvígi NBA hefst í kvöld
Úrslitaeinvígi Denver Nuggets og Miami Heat í NBA-deildinni fer af stað í kvöld. Fyrsti leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun á miðnætti.

„Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“
Hinn 33 ára gamli Jimmy Butler verður til umræðu í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, eftir að hafa leitt Miami Heat inn í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta.

„Guði sé lof að Spurs fékk fyrsta valrétt en ekki Charlotte“
Strákarnir í Lögmáli leiksins eru ánægðir með að San Antonio Spurs hreppti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í NBA-deildinni og Victor Wembanyama fái að vinna með hinum aldna Gregg Popovich.

„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“
Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45.

„Skilvirknimafían er alveg örugglega ekki sammála mér“
Strákarnir í Lögmáli leiksins segja að Joel Embiid sé vel að því kominn að vera verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur (MVP).

„Þetta verður bras fyrir Lakers“
Sérfræðingar Lögmáls leiksins hafa áhyggjur af því hvernig Los Angeles Lakers ætlar að verjast Golden State Warriors í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA sem hefst í nótt.

„Eitthvað ógeðslega gaman við að sé einhver alvöru vondi kall“
Deila þeirra LeBrons James og Dillons Brooks er meðal þess sem verður til umræðu í Lögmáli leiksins í kvöld.

Slysahætta við að fiska ruðning í NBA-deildinni
Það getur verið stórhættulegt þegar hávaxnir körfuboltamenn reyna að troða yfir hvorn annan. NBA-deildin í körfubolta íhugar nú að breyta reglum er varðar ruðning.

Lögmál leiksins: „Sacramento er Sauðárkrókur Bandaríkjanna“
Í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins er farið yfir víðan völl. Meðal annars er farið yfir mesta stemningsliðið í NBA-deildinni í körfubolta. Sérfræðingar þáttarins eru sammála.

„Það heldur enginn með honum“
Farið verður yfir ótrúlegt atvik í leik Minnesota Timberwolves og New Orleans Pelicans í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins.

„Einhvern tímann verður maður að læra af mistökum fortíðarinnar“
„Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta.

Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni.

Lögmál leiksins: Tímabilið búið hjá Clippers?
Meiðsli Paul George, leikmanns Los Angeles Clippers, verða til umræðu í Lögmál leiksins í kvöld. Sérfræðingar þáttarins eru á því að tímabilið hjá Clippers sé búið fyrst Paul George verði ekki meira með.

Deilur Draymonds og Dillons teknar fyrir í Lögmáli leiksins í kvöld
Lögmál leiksins verður á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og vanalega á mánudögum. Þar verður farið yfir vikuna í NBA-deildinni í körfubolta.

Lögmál leiksins: „Hann er í gangsteraleik“
Mál Jas Morant, stjörnu Memphis Grizzlies, verður meðal annars til umfjöllunar í Lögmáli leiksins í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20:00.

„Vitum að Kyrie mun gera fólk brjálað eftir smá“
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers.

„Auðvitað er maður skeptískur á Warriors“
Rætt verður um meistaralið Golden State Warriors í Lögmál leiksins í kvöld. Liðið hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og virðist ekki líklegt til að verja titil sinn. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.

Sigurður segir Phoenix í dauðafæri og klárlega líklegast í vestrinu
Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars rætt um lið Phoenix Suns og möguleika þess í NBA-deildinni í körfubolta eftir komu Kevins Durant frá Brooklyn Nets.

Lakers getur náð inn í úrslitakeppni en liðið er „bang average“
Möguleikar Los Angeles Lakers á því að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eru meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins.

Lögmál leiksins: Voru skipti Kyrie frá Nets til Dallas verst fyrir Lakers?
„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi og rökstyðja svar sitt.

Lögmál leiksins: „Ef ég fæ ekki samning þá fer ég að haga mér eins og fíflið sem ég er“
Farið verður yfir vistaskipti Kyrie Irving í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Telja sérfræðingar þáttarins að Kyrie hafi heimtað nýjan samning hjá Brooklyn Nets annars myndi hann hreinlega ekki spila. Honum var í kjölfarið skipt til Dallas Mavericks.

„Embiid hefur aldrei verið í betri stöðu til að sækja þessa MVP styttu“
Liðurinn „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins í gær. Farið var yfir hvort New Orleans Pelicans væri í brasi, hvort Joel Embiid væri mögulega verðmætasti leikmaður deildarinnar um þessar mundir og margt annað.