Rostungurinn Valli

Fréttamynd

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Innlent
Fréttamynd

Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn

Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Valli er kominn aftur, aftur

Rostungurinn Valli  er mættur aftur í höfnina á Höfn í Hornafirði. Af vefmyndavélum bæjarins má sjá að að þó nokkrir bæjarbúar hafa lagt leið sína niður á bryggju í morgun til að berja rostunginn fræga augum.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi rostunga skráður á rússneska heimskautinu

Rússneskir vísindamenn hafa skýrt frá metfjölda skráðra Atlantshafs-rostunga á Frans Jósefslandi, eyjaklasa austur af Svalbarða. Jafnframt segjast þeir hafa fundið stærstu einstöku rostunganýlendu í sögu heimskautsrannsókna á einni af eyjum rússneska eyjaklasans.

Erlent
Fréttamynd

Valli rostungur hefur ekki sést síðan í morgun

Rostungurinn Valli hefur ekkert látið sjá sig við bryggjuna á Höfn í Hornafirði síðan snemma í morgun. Valli sást fyrst á föstudag og undi sér vel í höfninni síðustu daga þar sem hann hafði meðal annars komið sér fyrir uppi á olíubryggju.

Innlent
Fréttamynd

Valli gæti vel verið Valla

Rostungurinn Valli sem glatt hefur íbúa á Hornafirði undanfarin kvöld gæti vel verið kvenkyns. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands. Skýrari myndir og þá sérstaklega af kynfærasvæðinu muni leiða í ljós hvort réttara væri að kalla rostunginn Völlu.

Innlent
Fréttamynd

Segjast hafa borið kennsl á Valla

Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.

Innlent
Fréttamynd

Rostungurinn Valli mættur aftur

Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum.

Innlent
Fréttamynd

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“

Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

Innlent