Tækni

Fréttamynd

Klámnetsíður endi á

Nú hillir undir að þeir sem halda úti erótískum síðum eða klámsíðum á netinu skái heimasvæði sín undir endingunni ".xxx".

Erlent
Fréttamynd

365 og RÚV buðu í UHF-rásir

Tvö fyrirtæki, 365 ljósvakamiðlar og Ríkisútvarpið, sendu Póst- og fjarskiptastofnun tilboð í UHF-rásir fyrir dreifingu á stafrænu sjónvarpi út um allt land. Í útboði voru gerðar þær kröfur að dreifinet bjóðenda næðu að lágmarki til 40 sveitarfélaga innan árs frá úthlutun réttinda og til 98 prósenta heimila í landinu innan tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Æ fleiri heitir reitir hjá OgVodafone

Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á Heita reiti (Hot Spot), þráðlausa háhraða nettengingu, frá Og Vodafone. Um 50 veitinga- og kaffihús og ýmiss konar þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri hafa nú þegar tekið þjónustuna í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerð á ljósleiðara lokið um miðnætti

Gert er ráð fyrir að búið verði að tryggja net og símasamband viðskiptavina Og Vodafone í Mosfellsbæ upp úr miðnætti. Um svipað leyti verður búið að koma á DSL sambandi að nýju á Akranesi. Ljósleiðari var grafinn í sundur við tengivirki nærri Iðntæknistofnun um klukkan 20 sem hafði áhrif á net- og símasamband í Mosfellsbæ og DSL samband á Akranesi. Viðgerð hefur staðið yfir í kvöld og miðar vel áfram.

Innlent
Fréttamynd

Takmörk hjá Símanum og Vodafone

Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum.

Innlent
Fréttamynd

Gervigreindarsetur stofnað

Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind.

Innlent
Fréttamynd

Safna undirskriftum gegn lögum

Undirskriftasöfnun gegn fjarskiptalögunum er hafin á Netinu á síðunni hagsmuna.net. Þeir sem að henni standa segja að breytingar sem kveða á um að skráning netumferðar og símanotkun verði lögbundin og opin lögreglu skerði persónufresli allra undir því yfirskyni að hafa hendur í hári fárra. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar segja þetta grófa aðför að lýðræðinu í landinu.

Innlent
Fréttamynd

90 prósent landsmanna eiga farsíma

Níu af hverjum tíu Íslendingum eiga farsíma. Hins vegar veit innan við fimmtungur þeirra hvað mínútan í farsímtali kostar og enn færri hvað það kostar á hringja á milli síma hjá farsímafyrirtækjunum tveimur, Símanum og Og Vodafone. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun í apríl.

Innlent
Fréttamynd

Tvær milljónir á hálfum mánuði

Rúmlega tvær milljónir netnotenda um allan heim hafa nú hlaðið niður nýja Opera 8 vafranum, segir norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera software. Vafrinn var fyrst gerður aðgengilegur á vefnum fyrir hálfum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Vanþekking á Netinu afdrifarík

Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu.

Erlent
Fréttamynd

Nýjustu Nokia-símarnir kynntir

Farsímarisinn Nokia kynnti í dag nýjustu gerðir gemsa. Flestir eru þeir orðnir meira en bara símar og sömu sögu er að segja af tólunum sem kynnt voru í dag. Einn síminn er eiginlega myndbandsupptökuvél, með hágæðalinsu frá þýska framleiðandanum Zeiss, og getur tekið upp myndskeið í sömu gæðum og VHS-myndavél.

Erlent
Fréttamynd

Óvæntur endir á Ameríkusundi

Jón Stephenson von Tetzchner, hálfíslenskur eigandi tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, lagðist til sunds frá Osló áleiðis til Ameríku í fyrrakvöld. Hann hafði lofað þessu ef meira en ein milljón manns næðu í nýjan vefvafra fyrirtækisins fyrstu fjóra sólarhringana eftir að hann var settur á markað.

Erlent
Fréttamynd

Fundu upp nýstárlega barnagælu

Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna.

Innlent
Fréttamynd

Verður að synda til Ameríku

Nú hefur komið á daginn að hinn hálfíslenski eigandi og forstjóri tölvufyrirtækisins Opera Software í Noregi, Jón Stephenson von Tetzchner, verður að standa við stóru orðin og synda til Ameríku frá Noregi.

Erlent
Fréttamynd

Tvær þjóðir í einu landi

Íslendingar verða tvær þjóðir í einu landi ef ekki verður gerður skurkur í að byggja upp fjarskiptamöguleika á landsbyggðinni, sagði Runólfur Ágústsson, rektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, við útskrift kvenna í atvinnurekstri á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnið víkur fyrir ljósinu

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aflagðar hafi verið fyrirætlanir um frekari uppbyggingu eða endurnýjun á tækjabúnaði vegna internettenginga um raforkukerfið, sem seld hefur verið undir merkjum Fjöltengis Orkuveitunnar.

Innlent
Fréttamynd

Telja samtvinnun óheimila

Stjórn INTER, samtaka netþjónusta, sendi í gær kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra tilboða á netþjónustu hjá Og Vodafone og Símanum. INTER telur að um ólöglega samtvinnun þjónustu á milli óskyldra markaða sé að ræða, auk skaðlegrar undirverðlagningar.

Innlent
Fréttamynd

Jón leggur í langsund

Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri norska vafrafyrirtækisins Opera Software, sagðist á vinnufundi í fyrirtækinu ætla að synda frá Noregi til Bandaríkjana ef fleiri en milljón hlaða niður nýjustu útgáfu vafrans sem út kom á þriðjudag á fyrstu fjórum dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Jemenar læra af Íslendingum

Stjórnvöld í Jemen hafa ákveðið að leita á náðir Íslendinga og læra af reynslu íslenskra stjórnvalda af rafrænum ríkisrekstri. Jemenar vilja fara að íslenskri fyrirmynd, segir í þarlendum fjölmiðlum, og auka færni, skilvísi og samskipti innan hins opinbera. Í <em>Yemen Times</em> segir að íslenska tilraunin hafi leitt í ljós að rafræn samskipti og samvinna ráðuneyta auki mjög á skilvirkni.

Erlent
Fréttamynd

Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi

"Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Efla uppbyggingu háhraðanets

Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verið fremst í fjarskiptum

Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Háhraðavæðing fyrir árið 2007

Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet.

Innlent
Fréttamynd

Farsímanotendum fjölgar hratt

Símtölum í farsímakerfum símafyrirtækja hérlendis fjölgar jafnt og þétt á kostnað almenna símkerfisins en notendur þess hafa ekki verið færri síðan 1997. Fjölda smáskilaboða milli farsíma hefur fjölgað þrefalt á síðustu fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Aukin neytendavernd

Fjarskiptafyrirtæki sem býður internetþjónustu er skylt að skýra áskrifendum sínum frá því hvenær þeir greiða fyrir niðurhal erlendis frá.

Innlent
Fréttamynd

Með rafrænan sjónvarpsvísi

Fjarskiptafyrirtækið Hive ætlar að vera með vikulegan rafrænan dagskrárvísi í tengslum við sjónvarpsútsendingar sínar sem hefjast á netinu í vor.

Innlent
Fréttamynd

Heilaæxli fylgi ekki farsímanotkun

Notkun farsíma eykur ekki líkurnar á heilaæxli samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Danmörku. Rannsóknin náði til rúmlega þúsund manna og leiddi í ljós að ekki er fylgni á milli notkunar farsíma og krabbameins í heila. Rannsakendur benda þó á að enn hafi ekki verið gerðar langtímarannsóknir á áhrifum farsíma þar sem tæknin hafi ekki verið nógu lengi við lýði.

Erlent
Fréttamynd

Modernus að gefast upp á blogginu

Modernus, sem rekur samræmda vefmælingu íhugar að hætta mælingu á íslenskum bloggvefjum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Modernuss. Orðrétt segir á vef fyrirtækisins; "Eftir stendur að ekkert lát er á bloggæðinu svonefnda og að fyrr eða síðar kemur að því að of dýrt verður fyrir Modernus að mæla allar þessar síður, nema auknar tekjur komi til - því miður."

Innlent
Fréttamynd

Ná sjónvarpssendingum um ADSL

Annar áfangi stafrænnar sjónvarpsþjónustu Símans um ADSL-kerfi sín er hafinn. Í vikunni hafa 11 bæjarfélög á landsbyggðinni bæst í hóp þeirra 20 bæjarfélaga sem undanfarið hafa fengið aðgang að stafrænu sjónvarpi um ADSL. Um er að ræða bæjarfélög sem þegar í dag ná útsendingum Skjás eins en eru í fyrsta sinn að fá aðgang að erlendum sjónvarpsrásum.

Innlent
Fréttamynd

Farsímar taki við af sjónvarpi

Farsímar taka brátt við af sjónvarpi sem helsti auglýsingamiðill heimsins. Þetta segir Andrew Robinson, einn helsti auglýsingasérfræðingur heims. Hann segir að með nýrri upptökutækni verði sífellt auðveldara fyrir fólk að forðast auglýsingar í sjónvarpi. Leiðin fyrir auglýsendur til þess að nálgast fólk verði í framtíðinni í gegnum farsíma og eins fartölvur.

Innlent