Helgarviðtal

Fréttamynd

„Lífið verður aldrei eins"

Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við.

Innlent
Fréttamynd

„Ranka við mér og átta mig á því að hún er dáin“

„Það var náttúru­lega hræði­lega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakk­lát fyrir þennan tíma,“ segir Sig­rún Kristínar Vals­dóttir, stjórnar­kona í Gleym­mér­ei Styrktar­fé­lagi, en hún og Lárus Örn Láru­son misstu dóttur sína Ylfu Sig­rúnar Lárus­dóttur eftir 38 vikna með­göngu í desember 2021.

Lífið
Fréttamynd

Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu

„Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Áskorun
Fréttamynd

„Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“

Á síðustu fjórum árum hafa orðið mikil kaflaskil í lífi Silju Aðalsteinsdóttur. Lífsförunauturinn, Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor, féll frá og hún braut upp hálfrar aldrar heimili þeirra í kjölfar fótbrots. En Silja segir áföll alltaf hafa farið á besta veg í lífi sínu. Óvænta óléttan sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju.

Lífið
Fréttamynd

Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið

Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. 

Innlent
Fréttamynd

Segir bataferlið allt annað en línulaga

„Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni.

Lífið
Fréttamynd

„Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“

Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu fyrir rúmu ári hafa glímt við sorg, svartnætti, sjálfsvígshugsanir og ítrekaðan fósturmissi síðasta árið. Þau láta sig dreyma um Alexöndruróló, leikvöll til minningar um litlu stúlkuna þeirra, mesta stuðbolta sem hægt var að ímynda sér. 

Lífið
Fréttamynd

Jónas byrjaði sem marglytta en er nú á toppi Netflix

Leikarinn Jónas Alfreð Birkisson fer með hlutverk í vinsælasta þættinum á Netflix um þessar mundir, 1899. Vísir hafði samband við Jónas og fékk að heyra af ferðalagi hans sem leikari, allt frá því að draumurinn fæddist og að þeim stað sem hann er á í dag.

Lífið
Fréttamynd

Mikilvægt að elta ástríðuna: „Glamúrinn er takmarkaður í byrjun“

Þið hafið kannski séð hana á bak við búðarborð að gera ljúffengar acai skálar á óþægilega miklum hraða, að pressa hlassþungri stöng með lóðum yfir hausinn á sér niðri í Crossfit Reykjavík, jafnvel á Tiktok rúntinum, Instagram eða á YouTube að sýna okkur af hverju þetta hársprey er snilld. 

Lífið
Fréttamynd

Lætur æsku­­drauminn rætast og leggur land undir fót

Æskudraumur athafnamannsins Nökkva Fjalars Orrasonar rætist í dag þegar hann flytur til London, þar sem hann hyggst víkka út starfsemi fyrirtækis síns Swipe Media. Óhætt er að segja að Nökkvi sé kominn langt síðan hann gerði afþreyingarefni fyrir menntskælinga með hópnum 12:00 fyrir rúmum níu árum síðan. Nökkvi segir lykilinn að velgengninni felast í litlu skrefunum.

Lífið
Fréttamynd

Taka sig alls ekki of alvarlega

Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman.

Lífið
Fréttamynd

„Það getur enginn séð það utan á okkur að við séum mínímalísk“

Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tuttugu og fimm ára tveggja barna móðir sem hefur vakið athygli fyrir mínímalískan lífsstíl. Þegar Sóley greindist með heilaæxli fyrir einu og hálfu ári síðan varð hún meðvitaðri um það hvernig hún ráðstafar tíma sínum. Hún segir tímasparnað vera helstu ástæðuna fyrir þeim lífsstíl sem hún hefur tileinkað sér og vinnur hún nú að því að hjálpa öðru fólki að einfalda líf sitt.

Lífið
Fréttamynd

„Þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til“

Ingamaría Eyjólfsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Skuggahverfið eða Shadowtown. Í janúar árið 2019 var hún þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir alvarlegt umferðarslys. Hún segist hafa lært margt af þeirri lífsreynslu og tekur engu sem sjálfsögðu.

Lífið
Fréttamynd

57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“

„Reyndar hefði ég ekki gert þetta þegar ég var ung kona. Ég hefði ekki þorað því vegna hræðslu við umtal, útskúfun og fleira í þeim dúr, þó að mig hefði langað til þess.“ Segir 57 ára gömul kona sem kallar sig Your Silver Siren, en hún er ein af þeim íslensku konum sem birta erótískt efni á síðunni OnlyFans.

Makamál
Fréttamynd

Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing.

Lífið
Fréttamynd

„Löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt“

„Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk.“ 

Lífið
Fréttamynd

„Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“

„Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík.

Lífið