Innlent

Fréttamynd

Aron til landsins í næstu viku

Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja áfram flug til Narsarsuaq

Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005.

Innlent
Fréttamynd

Mest útgjöld til félagsmála

Útgjöld til félagsmála vega þyngst í útgjöldum ríkissjóðs og hefur hlutfall þeirra aukist um þrjú prósent síðustu fimm árin eða úr 62,1 prósenti í 65,1 prósent og eru því nálægt tveimur þriðju af heildarútgjöldum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skoðuð var fimm ára þróun útgjalda ríkissjóðs, frá árinu 1999 til og með árinu 2003.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 100 þúsund fyrir fermetra

Hesthúsaeigendum í Glaðheimum hafa undanfarið verið boðnar 80.000 eða 100.000 krónur á fermetrann fyrir hesthús sín sem er hærra fermetraverð en fæst fyrir góð einbýlishús víða á landsbyggðinni, en til að mynda fæst jafnvel tvöfalt hærra verð fyrir hesthúsin en íbúðarhús í Vestmannaeyjum eða Höfn í Hornafirði.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur við grunnskóla

Lögeglan í Keflavík hélt uppi eftirliti við grunnskóla á skólatíma í gær. Á Skólavegi voru fjórir kærðir fyrir hraðakstur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 70 kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur sjúkraflug frá Akureyri

Fjögur sjúkraflug voru farin frá Akureyri í gær. Sóttur var veikur maður til Grænlands og á Vopnafjörð þar sem slys hafði orðið. Þá var flogið með sjúkling frá Akureyri til Reykjavíkur þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Fjórða vélin var svo kölluð á Egilsstaði upp úr klukkan sex til að ná í sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif

Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar.

Innlent
Fréttamynd

Heimsþing Ladies Circle sett í dag

Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna.

Innlent
Fréttamynd

Stór björg féllu úr Óshlíð

Töluverðar skemmdir urðu á veginum um Óshlíð og varnargirðingum í hlíðinni þegar stór björg féllu úr hlíðinni í gær. Björgin féllu á þriðja tímanum og þykir mildi að björgin lentu ekki á bílum sem óku um Óshlíðina.

Innlent
Fréttamynd

Aðhald en velferð

Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamanns leitað á hálendinu

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um að hætta við hækkun

Borgarráð er nú að ræða tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að hætta við að hækka leikskólagjöld námsmanna. Gera má ráð fyrir að mikil mannekla í leikskólum borgarinnar verði einnig rædd. Eins stefndi í að ekki tækist að manna frístundaheimili borgarinnar en Íþrótta- og tómstundaráð hefur náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisverkum í miðborg fækkar

Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðalaust á sumum vöktum

Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Lítið gert við athugasemdum

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class.

Innlent
Fréttamynd

Takmarka innflutning litarefnis

Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa atlögu að Alfreð

Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Vont ferðaveður á Austurlandi

Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Salmonella ekki aðeins í kjúklingi

Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum.

Innlent
Fréttamynd

Segja sóknarfæri í Rússlandi

Uppbygging stórmarkaða í Rússlandi er ónýtt tækifæri í útflutningi til Rússlands að því er fram kemur á síðunni <em>interseafood.com</em>. Rússar eru sólgnir í síld og eru duglegir við vöruþróun síldarafurða. Norðmenn telja að um gríðarleg tækifæri sé að ræða á þessum markaði. Þar sé stórmörkuðum að fjölga og eru nú þegar orðnir áberandi í Moskvu og Pétursborg, en að auki séu ellefu milljónaborgir til viðbótar í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Kringlan er heitur reitur

Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging.

Innlent
Fréttamynd

Lausn Arons hugsanlega í sjónmáli

Lausn Arons Pálma Ágústssonar gæti verið í sjónmáli innan mjög skamms tíma, en nafn hans er að finna á lista yfir fanga sem löggjafarþing fylkisins hefur lagt til að verði látnir lausir. Verður listinn lagður fyrir ríkisstjórann til staðfestingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari S. Einarssyni, einum forsvarsmanna stuðningsnefndar Arons Pálma, en hópurinn hefur undanfarið unnið að framsali hans til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

15 milljónasta plantan gróðursett

Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ við norðanvert Vífilsstaðavatn í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem gróðursetti plöntuna, en í ár eru liðin 15 ár frá því Skógræktarfélag Íslands hóf mikið skógræktarverkefni undir heitinu Landgræðsluskógar í samvinnu við skógræktarfélög, sveitarfélög, Landgræðsluna og landbúnaðarráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðafjárfesting í Glaðheimum

Fjársterkir aðilar veðja nú á að hestamannasvæði Glaðheima verði flutt annað á næstu árum. Þeir vonast til að afstaða hestamannafélagsins Gusts og bæjaryfirvalda breytist með tímanum og bjóða þeim aðstoð við að koma á fót nýrri aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Milljón til rannsókna

Bergþór Már Arnarson, sem stóð fyrir styrktartónleikum til rannsóknar á arfgengri heilablæðingu í Smáralindinni í apríl, afhenti Ástríði Pálsdóttur, lífefnafræðingi við Tilraunastöðina á Keldum 1.010.770 krónur, sem var ágóði tónleikanna.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan var við að missa tökin

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir ástandið á menningarnótt hafa verið ískyggilegt og ekki sé hægt að líða slíkt ár eftir ár. Mikið fyllerí, unglingafyllerí, fíkniefnaneysla, spennuþrungið og hættulegt ástand. Þannig lýsir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ástandinu í miðborginni eftir miðnætti umrædda nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt.

Innlent
Fréttamynd

Björn bestur í hrútaþukli

Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir skattsvik

Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna.

Innlent