Innlent

Fréttamynd

Dregið til baka vegna þrýstings

"Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stundum um skoðun," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð samþykkti einróma í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg falli frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna.

Innlent
Fréttamynd

Sakar lögfræðing um ærumeiðingar

Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn eftir glæfraakstur

Ökumaður með barn í bíl sínum var í gær stöðvaður í Borgarnesi eftir glæfraakstur í Norðurárdal. Lögreglan á Hólmavík mældi manninn á 146 kílómetra hraða en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gaf í þegar hann varð var við lögregluna. Ökumaðurinn stofnaði lífi sínu og annarra í stórhættu með akstrinum, en hann var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt nefndar SÞ fagnað

"Mér líst mjög vel á skýrsluna," segir Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahússins. "Tillögur þær sem settar eru fram í skýrslunni eru að miklum hluta atriði sem Alþjóðahúsið hefur líka bent á." Hún segir skýrsluna almennt jákvæða í garð aðstæðna hér þótt þar séu birtar athugasemdir og tillögur að úrbótum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um breytingar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Verða að taka börn heim í tvo daga

Víða er læmt ástand á leikskólum Reykjavíkurborgar svo og í öðrum umönnunarstörfum vegna manneklu. Leikskólastjórar segja erfiðara að fá fólk til starfa á leikskólunum á haustin en ella og fer ástandið versnandi ár frá ári. Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi verða að vera með börn sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar þar sem ekki hefur tekist að manna í fjögur stöðugildi.

Innlent
Fréttamynd

Bónuspakk og bankastjórahyski

Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skeljafell.blogspot.com.

Innlent
Fréttamynd

Senda börn heim vegna manneklu

Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum.

Innlent
Fréttamynd

Stór björg féllu úr Óshlíð

Töluverðar skemmdir urðu á veginum um Óshlíð og varnargirðingum í hlíðinni þegar stór björg féllu úr hlíðinni í gær. Björgin féllu á þriðja tímanum og þykir mildi að björgin lentu ekki á bílum sem óku um Óshlíðina.

Innlent
Fréttamynd

Aðhald en velferð

Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamanns leitað á hálendinu

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um að hætta við hækkun

Borgarráð er nú að ræða tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að hætta við að hækka leikskólagjöld námsmanna. Gera má ráð fyrir að mikil mannekla í leikskólum borgarinnar verði einnig rædd. Eins stefndi í að ekki tækist að manna frístundaheimili borgarinnar en Íþrótta- og tómstundaráð hefur náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisverkum í miðborg fækkar

Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðalaust á sumum vöktum

Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Lítið gert við athugasemdum

Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class.

Innlent
Fréttamynd

Takmarka innflutning litarefnis

Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa atlögu að Alfreð

Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Vont ferðaveður á Austurlandi

Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Salmonella ekki aðeins í kjúklingi

Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum.

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt.

Innlent
Fréttamynd

Björn bestur í hrútaþukli

Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ákærðir fyrir skattsvik

Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Segir framkvæmdaávinning mikinn

Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögreglan við það að missa tökin

"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

Ofsakláði og útbrot eftir baðferð

Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum.

Innlent
Fréttamynd

Segir símtal ekki tengjast morði

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ráðnir til LHÍ

Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Opna þráðlaust net í Kringlunni

Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Svarar Campbell vegna hvalveiða

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á.

Innlent