Innlent Fjórar Harrier herþotur lentu í Reykjavík Fjórar Harrier herþotur frá breska flughernum lentu í Reykjavík kl 14:57 í dag. Á vef Flugmálastjórnar segir að þoturnar hafi verið að koma frá Kinnloss á Bretlandseyjum á leið til Keflavíkur. Þar gátu þær hins vegar ekki lent vegna lélegs skyggnis. Flugvélarnar munu taka eldsneyti í Reykjavík og halda svo til Keflavíkur um leið og veðurskilyrði leyfa. Innlent 14.10.2005 06:42 Fékk brunnlok í sig í miðbænum Betur fór en á horfðist þegar strætisvagni var ekið á brunnlok á mótum Tjarnargötu og Skothúsvegar í Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Brunnlokið skaust upp og lenti á manni sem var á gangi í grenndinni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík meiddist maðurinn þó ekki alvarlega og var hann með góða meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Innlent 14.10.2005 06:42 Guttormur allur Ástsælasti boli landsmanna, Guttormur í Húsdýragarðinum, var felldur í morgun og borinn til grafar í dýragrafreitnum að bænum Hurðarbaki í Kjós. Innlent 14.10.2005 06:42 Grútur yfir gljáfægðan brúðarbíl Glansinn hvarf heldur betur af gljáfægðum væntanlegum brúðarbíl þegar hann mætti vörubíl með grútarfarmi á Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi. Í sama mund rann hluti farmsins af vörubílnum með þeim afleiðingum að brúðarbíllinn varð löðrandi í grút og fitu og lagði af honum mikinn fnyk langar leiðir. Innlent 14.10.2005 06:42 Gengisvísitala nærri lágmarki Krónan styrktist um 0,45 prósent í gær og er gengisvísitalan nú við sögulegt lágmark, en eftir því sem vísitalan er lægri er krónan sterkari. Dollarinn er nú kominn niður undir 62 krónur, evran í tæpar 76 og pundið í rúmar 112 krónur. Einu sinni áður hefur krónan verði álíka sterk, en það var í í mars á þessu ári. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Erlendir starfsmenn óvíða fleiri Erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru tvöfalt fleiri nú en fyrir áratug. Hlutfall erlends vinnuafls er með því sem mest þekkist á Norðurlöndunum og töluvert hærra en í Danmörku. Tæp 3.000 störf eru laus á Íslandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við sérfræðinga og rýndi í nýjar tölur. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:42 57% vilja Vilhjálm í fyrsta sætið 52 prósent sjálfstæðsimanna í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins við komandi borgarstjórnarkosningar og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup vann fyrir einkafyrirtæki og birt er í <em>Morgunblaðinu</em>. Dæmið snýst hins vegar við þegar borgarbúar úr öllum flokkum voru spurðir. Þá völdu rúmlega 57 prósent Vilhjálm og tæp 43 prósent Gísla Martein. Innlent 14.10.2005 06:42 Á tvöföldum hámarkshraða á Sæbraut Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann á Sæbraut á 132 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Han var því á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 14.10.2005 06:42 Sjálfstæðisflokkurinn fengi 53,9% 52 prósent Sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Þá mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni tæplega 54 prósent. Innlent 14.10.2005 06:42 Unglingar til starfa á leikskólum Sautján ára unglingar og fólk sem talar litla íslensku hefur verið ráðið til starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að senda börn sín til Vestmannaeyja vegna manneklu á leikskólum. Innlent 14.10.2005 06:42 Heildarlaun VR-félaga hækka um 10% Heildarlaun félagsmanna í VR hafa hækkað um tíu prósent frá því í fyrra, þremur prósentum meira en almennt á vinnumarkaði. Innlent 14.10.2005 06:42 Herjólfur sigli tvisvar á dag Herjólfur fer tvær ferðir daglega milli lands og Vestmannaeyja frá og með næstu áramótum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint þeim tilmælum til yfirmanna Vegagerðarinnar að þeir semji við Samskip um að fjölga ferðum. Þær eru nú 590 á ári, eða rúmlega ein og hálf ferð á dag að meðaltali. Samgönguráðherra hefur jafnframt skipað Guðjón Hjörleifsson, þingmann og fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem formann nýrrar nefndar sem á að leita leiða til að efla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Innlent 14.10.2005 06:42 Íslenskir fjárfestar kaupa Merlin Hópur íslenskra fjárfesta undir forystu íslenska fjárfestingarfélagsins Árdegis tilkynnti í dag um kaup sín á raftækjaverslanakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDB. Fjárfestahópurinn samanstendur af Árdegi, Milestone og Baugi Group. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ DVD-Kids leiktækið frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS er komið í úrslit í flokki rafrænnar afþreyingar í keppni um Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Alls voru sex verkefni valin úr um þúsund tilnefningum frá 168 löndum og er 3-PLUS eina fyrirtækið frá Norðurlöndum sem kemst í úrslit. DVD-KIDS er þráðlaust leiktæki fyrir börn sem breytir DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innlent 14.10.2005 06:42 Markaðurinn réttir við sér Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi og því er ljóst að lækkunarhrinu síðustu daga er lokið. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum í Landsbankanum og Straumi, eða um 3,5 prósent. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Pókeræði á Íslandi Pókeræði geisar nú meðal landsmanna og nóg er um tækifæri til að taka þátt í ólöglegum fjárhættuspilum segir Sveinbjörn Kr. Þorkelsson, ráðgjafi hjá SÁÁ. Hann segir spilaklúbba og spilavíti færð reglulega á milli staða svo lögreglan komist ekki á sporið. Íslendingar eyða miklu fé í fjárhættuspil, en árlega velta lögleg fjárhættuspil rúmlega milljarði króna og ólöglegu spilavítin bætast þar á ofan. Innlent 14.10.2005 06:42 26 umferðaróhöpp í Reykjavík í gær 26 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík í gær þrátt fyrir að akstursskilyrði væru hin ákjósanlegustu. Þetta er langt umfram allt meðaltal og kann lögregla enga sérstaka skýringu á þessari óhappahrynu. Enginn meiddist alvarlega en eignatjón hleypur á milljónum króna. Innlent 14.10.2005 06:42 Dæmdir fyrir að skjóta á pilt Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að skjóta að pilti úr lítilli loftbyssu í apríl. Mennirnir hlutu 8 og 5 mánaða fangelsi. Þeir létu fórnarlambið afklæðast á berangri á Vaðlaheiði og skutu á það alls sautján sinnum. fjórar kúlur voru fjarlægðar úr líkama hans. Innlent 14.10.2005 06:43 Lagði hald á tæki slippstöðvar Fjármögnunarfyrirtæki lagði í nótt hald á hluta af tækjabúnaði sem Slippstöðin á Akureyri hefur notað við Kárahnjúka. Lögfræðingur Slippstöðvarinnar vill ekki staðfesta að fyrirtækið hafi átt tækin. Slippstöðin hefur séð um vinnu við rör inni í göngunum til Fljótsdals, en vinna þar hefur legið niðri eftir að tækin voru fjarlægð. Innlent 14.10.2005 06:42 Fleiri treysta Vilhjálmi en Gísla Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni betur en Gísla Marteini Baldurssyni til þess að gegna starfi borgarstjóra, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri skoðanakönnun sem unnin var á vegum Gallup. Innlent 14.10.2005 06:42 Sigldu bátnum af skerinu Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma. Innlent 16.9.2005 00:01 Tíu í framboð VG Ljóst er hverjir verða í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Kosnir verða fulltrúar í sex efstu sæti listans. Innlent 14.10.2005 06:43 Hræddu borgarbúa Fjórar Harrier-þotur Konunglega breska flughersins lentu á Reykjavíkurflugvelli í gærdag. Flugvélarnar höfðu áætlað lendingu á Keflavíkurflugvelli en var beint til Reykjavíkur vegna slæms skyggnis í Keflavík að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Innlent 14.10.2005 06:43 Tengjast kerfi Neyðarlínunnar Farsímanotendur, sem skipta við Og Vodafone, tengjast staðsetningarkerfi Neyðarlínunnar á næstu tveimur mánuðum. Eftir það búa þeir við sama öryggi og viðskiptavinir Landssímans. Innlent 14.10.2005 06:42 TF-SIF leitaði Friðriks í dag Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, leitaði við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes í dag að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað hefur verið í tæpa viku eftir að bátur sem hann var í steytti á skeri. Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey en leitin bar engan árangur. Innlent 14.10.2005 06:42 Málsaðilar bera hver sinn kostnað Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrravetur um landamerki Vogajarða og jarða í Brunnstaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi utan að felldur var niður málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Innlent 14.10.2005 06:42 Norðmenn kynna sér offituaðgerðir Tólf norskir offitusjúklingar eru staddir hér á landi til að leggjast undir hnífinn. Hópur norskra heilbrigðisstarfsmanna fylgir hópnum til landsins en hann ætlar að reyna að læra af góðum árangri Íslendinga. Innlent 14.10.2005 06:42 Megrun ekki lausnin við offitusýki Megrun er ekki lausnin við sjúklegri offitu. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannfundi sem haldinn var á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í gær. Innlent 14.10.2005 06:43 Tilboðið mistök "Það kom okkur verulega á óvart hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir sérleyfisferðina," segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Í fyrradag voru opnuð tilboð í Ríkiskaupum í skóla- og áætlunarakstur á nokkrum sérleyfisferðum. Athygli vöktu svokölluð mínustilboð en nokkur fyrirtæki voru reiðubúin að greiða Vegagerðinni tugi og allt að 469 milljónir með leyfinu fyrir akstur frá Reykjavík til Suðurnesja. Innlent 14.10.2005 06:43 Stefnir Sigurði Líndal Lögfræðingur Friðriks Þórs Guðmundssonar, faðir pilts sem lést í flugslysi í Skerjagarði fyrir fimm árum, hefur ritað Sigurði Líndal, fyrrverandi prófessor, bréf þar sem þess er krafist að hann dragi ummæli sín til baka og biðji Friðrik afsökunar. Verði Sigurður ekki við þessu muni Friðrik stefna honum fyrir dóm og freista þess að fá ummæli hans dæmd dauð og ómerk. Innlent 14.10.2005 06:43 « ‹ ›
Fjórar Harrier herþotur lentu í Reykjavík Fjórar Harrier herþotur frá breska flughernum lentu í Reykjavík kl 14:57 í dag. Á vef Flugmálastjórnar segir að þoturnar hafi verið að koma frá Kinnloss á Bretlandseyjum á leið til Keflavíkur. Þar gátu þær hins vegar ekki lent vegna lélegs skyggnis. Flugvélarnar munu taka eldsneyti í Reykjavík og halda svo til Keflavíkur um leið og veðurskilyrði leyfa. Innlent 14.10.2005 06:42
Fékk brunnlok í sig í miðbænum Betur fór en á horfðist þegar strætisvagni var ekið á brunnlok á mótum Tjarnargötu og Skothúsvegar í Reykjavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Brunnlokið skaust upp og lenti á manni sem var á gangi í grenndinni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík meiddist maðurinn þó ekki alvarlega og var hann með góða meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Innlent 14.10.2005 06:42
Guttormur allur Ástsælasti boli landsmanna, Guttormur í Húsdýragarðinum, var felldur í morgun og borinn til grafar í dýragrafreitnum að bænum Hurðarbaki í Kjós. Innlent 14.10.2005 06:42
Grútur yfir gljáfægðan brúðarbíl Glansinn hvarf heldur betur af gljáfægðum væntanlegum brúðarbíl þegar hann mætti vörubíl með grútarfarmi á Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi. Í sama mund rann hluti farmsins af vörubílnum með þeim afleiðingum að brúðarbíllinn varð löðrandi í grút og fitu og lagði af honum mikinn fnyk langar leiðir. Innlent 14.10.2005 06:42
Gengisvísitala nærri lágmarki Krónan styrktist um 0,45 prósent í gær og er gengisvísitalan nú við sögulegt lágmark, en eftir því sem vísitalan er lægri er krónan sterkari. Dollarinn er nú kominn niður undir 62 krónur, evran í tæpar 76 og pundið í rúmar 112 krónur. Einu sinni áður hefur krónan verði álíka sterk, en það var í í mars á þessu ári. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Erlendir starfsmenn óvíða fleiri Erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru tvöfalt fleiri nú en fyrir áratug. Hlutfall erlends vinnuafls er með því sem mest þekkist á Norðurlöndunum og töluvert hærra en í Danmörku. Tæp 3.000 störf eru laus á Íslandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við sérfræðinga og rýndi í nýjar tölur. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:42
57% vilja Vilhjálm í fyrsta sætið 52 prósent sjálfstæðsimanna í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins við komandi borgarstjórnarkosningar og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup vann fyrir einkafyrirtæki og birt er í <em>Morgunblaðinu</em>. Dæmið snýst hins vegar við þegar borgarbúar úr öllum flokkum voru spurðir. Þá völdu rúmlega 57 prósent Vilhjálm og tæp 43 prósent Gísla Martein. Innlent 14.10.2005 06:42
Á tvöföldum hámarkshraða á Sæbraut Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann á Sæbraut á 132 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Han var því á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 14.10.2005 06:42
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 53,9% 52 prósent Sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Þá mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni tæplega 54 prósent. Innlent 14.10.2005 06:42
Unglingar til starfa á leikskólum Sautján ára unglingar og fólk sem talar litla íslensku hefur verið ráðið til starfa í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að senda börn sín til Vestmannaeyja vegna manneklu á leikskólum. Innlent 14.10.2005 06:42
Heildarlaun VR-félaga hækka um 10% Heildarlaun félagsmanna í VR hafa hækkað um tíu prósent frá því í fyrra, þremur prósentum meira en almennt á vinnumarkaði. Innlent 14.10.2005 06:42
Herjólfur sigli tvisvar á dag Herjólfur fer tvær ferðir daglega milli lands og Vestmannaeyja frá og með næstu áramótum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint þeim tilmælum til yfirmanna Vegagerðarinnar að þeir semji við Samskip um að fjölga ferðum. Þær eru nú 590 á ári, eða rúmlega ein og hálf ferð á dag að meðaltali. Samgönguráðherra hefur jafnframt skipað Guðjón Hjörleifsson, þingmann og fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem formann nýrrar nefndar sem á að leita leiða til að efla ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Innlent 14.10.2005 06:42
Íslenskir fjárfestar kaupa Merlin Hópur íslenskra fjárfesta undir forystu íslenska fjárfestingarfélagsins Árdegis tilkynnti í dag um kaup sín á raftækjaverslanakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDB. Fjárfestahópurinn samanstendur af Árdegi, Milestone og Baugi Group. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ DVD-Kids leiktækið frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS er komið í úrslit í flokki rafrænnar afþreyingar í keppni um Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Alls voru sex verkefni valin úr um þúsund tilnefningum frá 168 löndum og er 3-PLUS eina fyrirtækið frá Norðurlöndum sem kemst í úrslit. DVD-KIDS er þráðlaust leiktæki fyrir börn sem breytir DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innlent 14.10.2005 06:42
Markaðurinn réttir við sér Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi og því er ljóst að lækkunarhrinu síðustu daga er lokið. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum í Landsbankanum og Straumi, eða um 3,5 prósent. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Pókeræði á Íslandi Pókeræði geisar nú meðal landsmanna og nóg er um tækifæri til að taka þátt í ólöglegum fjárhættuspilum segir Sveinbjörn Kr. Þorkelsson, ráðgjafi hjá SÁÁ. Hann segir spilaklúbba og spilavíti færð reglulega á milli staða svo lögreglan komist ekki á sporið. Íslendingar eyða miklu fé í fjárhættuspil, en árlega velta lögleg fjárhættuspil rúmlega milljarði króna og ólöglegu spilavítin bætast þar á ofan. Innlent 14.10.2005 06:42
26 umferðaróhöpp í Reykjavík í gær 26 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík í gær þrátt fyrir að akstursskilyrði væru hin ákjósanlegustu. Þetta er langt umfram allt meðaltal og kann lögregla enga sérstaka skýringu á þessari óhappahrynu. Enginn meiddist alvarlega en eignatjón hleypur á milljónum króna. Innlent 14.10.2005 06:42
Dæmdir fyrir að skjóta á pilt Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að skjóta að pilti úr lítilli loftbyssu í apríl. Mennirnir hlutu 8 og 5 mánaða fangelsi. Þeir létu fórnarlambið afklæðast á berangri á Vaðlaheiði og skutu á það alls sautján sinnum. fjórar kúlur voru fjarlægðar úr líkama hans. Innlent 14.10.2005 06:43
Lagði hald á tæki slippstöðvar Fjármögnunarfyrirtæki lagði í nótt hald á hluta af tækjabúnaði sem Slippstöðin á Akureyri hefur notað við Kárahnjúka. Lögfræðingur Slippstöðvarinnar vill ekki staðfesta að fyrirtækið hafi átt tækin. Slippstöðin hefur séð um vinnu við rör inni í göngunum til Fljótsdals, en vinna þar hefur legið niðri eftir að tækin voru fjarlægð. Innlent 14.10.2005 06:42
Fleiri treysta Vilhjálmi en Gísla Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni betur en Gísla Marteini Baldurssyni til þess að gegna starfi borgarstjóra, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri skoðanakönnun sem unnin var á vegum Gallup. Innlent 14.10.2005 06:42
Sigldu bátnum af skerinu Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma. Innlent 16.9.2005 00:01
Tíu í framboð VG Ljóst er hverjir verða í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Kosnir verða fulltrúar í sex efstu sæti listans. Innlent 14.10.2005 06:43
Hræddu borgarbúa Fjórar Harrier-þotur Konunglega breska flughersins lentu á Reykjavíkurflugvelli í gærdag. Flugvélarnar höfðu áætlað lendingu á Keflavíkurflugvelli en var beint til Reykjavíkur vegna slæms skyggnis í Keflavík að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Innlent 14.10.2005 06:43
Tengjast kerfi Neyðarlínunnar Farsímanotendur, sem skipta við Og Vodafone, tengjast staðsetningarkerfi Neyðarlínunnar á næstu tveimur mánuðum. Eftir það búa þeir við sama öryggi og viðskiptavinir Landssímans. Innlent 14.10.2005 06:42
TF-SIF leitaði Friðriks í dag Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, leitaði við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes í dag að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað hefur verið í tæpa viku eftir að bátur sem hann var í steytti á skeri. Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey en leitin bar engan árangur. Innlent 14.10.2005 06:42
Málsaðilar bera hver sinn kostnað Hæstiréttur staðfesti í vikunni dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrravetur um landamerki Vogajarða og jarða í Brunnstaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi utan að felldur var niður málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Innlent 14.10.2005 06:42
Norðmenn kynna sér offituaðgerðir Tólf norskir offitusjúklingar eru staddir hér á landi til að leggjast undir hnífinn. Hópur norskra heilbrigðisstarfsmanna fylgir hópnum til landsins en hann ætlar að reyna að læra af góðum árangri Íslendinga. Innlent 14.10.2005 06:42
Megrun ekki lausnin við offitusýki Megrun er ekki lausnin við sjúklegri offitu. Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannfundi sem haldinn var á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í gær. Innlent 14.10.2005 06:43
Tilboðið mistök "Það kom okkur verulega á óvart hvað menn eru tilbúnir að greiða fyrir sérleyfisferðina," segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Í fyrradag voru opnuð tilboð í Ríkiskaupum í skóla- og áætlunarakstur á nokkrum sérleyfisferðum. Athygli vöktu svokölluð mínustilboð en nokkur fyrirtæki voru reiðubúin að greiða Vegagerðinni tugi og allt að 469 milljónir með leyfinu fyrir akstur frá Reykjavík til Suðurnesja. Innlent 14.10.2005 06:43
Stefnir Sigurði Líndal Lögfræðingur Friðriks Þórs Guðmundssonar, faðir pilts sem lést í flugslysi í Skerjagarði fyrir fimm árum, hefur ritað Sigurði Líndal, fyrrverandi prófessor, bréf þar sem þess er krafist að hann dragi ummæli sín til baka og biðji Friðrik afsökunar. Verði Sigurður ekki við þessu muni Friðrik stefna honum fyrir dóm og freista þess að fá ummæli hans dæmd dauð og ómerk. Innlent 14.10.2005 06:43