Innlent

Fréttamynd

Mótsagnakenndar klisjur

Yfirlýsingar formanns Samfylkingar um að íhaldsmenn og frjálshyggjumenn reyni að skreyta sig fjöðrum jafnaðarmennsku eru mótsagnakenndar og klisjukenndar segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Heldur upp á 105 ára afmæli sitt

Elsti karlmaður Íslands heldur upp afmæli sitt í dag. Hann er 105 ára. Það er Guðmundur Daðason, sem hefur á stundum verið nefndur elsti Framsóknarmaður í heimi. Guðmundur var áður bóndi á Ósi á Skógarströnd en býr nú á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Baugur kaupir skartgripaverslanir

Baugur Group er að ganga frá kaupum á breskri verslunarkeðju sem rekur á fjórða tug skartgripaverslana undir nafninu Mappin & Webb og Watches of Switzerland.

Innlent
Fréttamynd

Varað við ferðalögum

Vegagerðin varar fólk við því að vera á ferð á Möðrudalsöræfum. Þar er hvasst og flughált þannig að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara. Flughált er víða um land og því ástæða til að hafa aðgát þegar fólk er á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Litlu munaði á efstu mönnum

Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi hrósaði sigri í prófkjöri Framsóknarmanna í Kópavogi sem fram fór í gær. Sigur hans var þó naumur því aðeins munaði sjötíu atkvæðum á honum og Samúel Erni Erlingssyni sem lenti í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Flug að hefjast á ný

Ekkert hefur var flogið innanlands í morgun vegna veðurs. Veðurstofan gaf út viðvörun um ísingu yfir landinu og því seinkaði fjórum ferðum í morgun. Nú er hins vegar að rofa til og flugið að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Flughált á vegum úti

Flughált er á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum, Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Mýrdalssandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur víða á Vestfjörðum, Norðaustur og Austurlandi, og er mokstur þar hafinn. Öxi er ófær.

Innlent
Fréttamynd

Tveir stútar lentu í árekstri

Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík. Lögregluþjónar þurftu að hafa afskipti af fimm minniháttar líkamsárásum og sex voru teknir vegna ölvunaraksturs. Tveir þeirra höfðu endað ferð sína á því að lenda í árekstri. Þar fór þó betur en svo að nokkur meiddist.

Innlent
Fréttamynd

Tvær bílveltur fyrir norðan

Lögreglan á Akureyri var kölluð af stað vegna tveggja bílveltna síðustu nótt. Bíll valt á Öxnadalsheiði um þrjúleytið í nótt og annar í Fnjóskadal um sexleytið í morgun. Enginn slasaðist í bílveltunum tveimur en bílarnir skemmdust eitthvað.

Innlent
Fréttamynd

Þrír gistu fangaklefa

Þrír gistu fangaklefa lögreglunnar í Reykjanesbæ, tveir vegna slagsmála en einn vegna ölvunar. Lögreglan var tvívegis kölluð að sama skemmtistaðnum vegna áfloga og handtók einn mann en honum var sleppt skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Flug liggur niðri

Ekkert hefur verið flogið innanlands vegna veðurs það sem af er morgni. Veðurstofan gaf út viðvörun um ísingu yfir landinu og því frestast það flug sem hafði verið áætlað. Næst á að athuga með flug klukkan ellefu samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ófært á Öxi og víða hálka

Öxi er ófær og víða er hált á vegum þannig að vegfarendum er hollt að fara varlega. Hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og á Norðurlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur er víða á Vestfjörðum, Norðaustur- og Austurlandi, og er mokstur þar hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Réðist á lögreglumenn með skóflu

Tveir fengu að gista fangaklefa lögreglunnar á Ísafirði eftir dansleik á Bolungarvík, báðir vegna slagsmála. Annar var ekki reiðubúinn að hlýða þegar lögregla ætlaði að stöðva hann heldur réðist hann að lögreglumönnum vopnaður skóflu.

Innlent
Fréttamynd

Ómar leiðir listann

Ómar Stefánsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hann bar sigur úr býtum í prófkjöri Framsóknarflokksins í gær og hlaut 666 atkvæði í fyrsta sæti listans. 2.556 greiddu atkvæði. Ómar er eini sitjandi bæjarfulltrúi flokksins sem gaf kost á sér í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

Ómar Stefánsson leiðir í prófkjöri Framsóknarmanna

Ómar Stefánsson leiðir í prófkjöri Framsóknarmanna í Kópavogi þegar búið er að telja 720 atkvæði af tvöþúsund. Samúel Örn Erlingsson kemur næstur Ómari í baráttunni um efsta sætið og Una María Óskarsdóttir kemur næst honum.

Innlent
Fréttamynd

Gelda á útigangandi fressketti

Kattaeigendur í Reykjavík þurfa að láta örmerkja ketti sína og gelda fress eldri en sex mánaða eigi þeir að fá að fara út. Þetta hefur verið samþykkt í borgarráði.

Innlent
Fréttamynd

Blóðbankinn í of smáu húsnæði

Starfsmenn Blóðbankans þurfa að sýna mikla útsjónarsemi við störf sín og jafnvel að skáskjóta sér, því húsnæði bankans er fyrir löngu orðið allt of lítið. Tillögur að viðbyggingu liggja fyrir, en ákvörðunar stjórnvalda er beðið.

Innlent
Fréttamynd

Segir frjálshyggjuna á undanhaldi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir frjálshyggjuna á hröðu undanhaldi út um allan heim og líka á Íslandi. Á Flokksstjórnarfundi í dag deildi hún hart á Sjálfstæðismenn og sagði þá ekki hafa verið brautryðjendur í íslenskum stjónmálum í áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Mikil uppbygging í Reykjanesbæ

Sjötíu til eitthundrað ný störf verða til árlega, næstu tíu árin, á alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Fjöldi íbúða er í byggingu í Reykjanesbæ, og bæjarbúum hefur fjölgað um þrjú prósent það sem af er árinu.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlitsnefndin virkar ekki sem skyldi

Eftirlitsnefnd fasteignasala er bara pappírstígrisdýr, sem slær á puttana á lögbrjótum og segir skamm, þrátt fyrir að brotin séu mjög alvarleg, segir formaður Húseigendafélagsins. Félag fasteignasala hefur leitað til dómsmálaráðuneytisins vegna þess hve nefndin vinnur hægt og tekur lítt á málum.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr virkni undir Mýrdalsjökli

Þrjár eldstöðvar hafa að undanförnu sýnt merki sem gætu verið undanfari umbrota; Hekla, Bárðarbunga og neðansjávareldstöð austan Grímseyjar. Hins vegar hefur Katla róast mjög og verulega hefur dregið úr skjálftavirkni og þenslu undir Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

Annar fundur boðaður á morgun

Fundi forsendunefndar samtaka launamanna og atvinnurekenda lauk um fimmleytið í dag. Að sögn Ara Edwald framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins er ekki hægt að greina að svo stöddu frá því sem fram fór á fundinum en boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan tvö.

Innlent
Fréttamynd

Skilgreina pólitísku miðjuna

Framsóknarmenn vilja fara yfir og skilgreina hvað felst í hugtakinu pólitísk miðja, ekki síst í ljósi þess að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sækja nú inn á miðjuna. Ályktun þessa efnis var samþykkt undir lok miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins sem lauk um klukkan fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Góð þátttaka í prófkjöri Framsóknar

Um tólfhundruð manns höfðu kosið í prófkjöri Framsóknarmanna nú klukkan fjögur en kjörstaðir eru opnir til átta í kvöld. Haukur Ingibergsson formaður kjörstjórnar sagði kjörsókn hafa verið jafna og þétta í allan dag. Um opið prófkjör er að ræða og geta allir þeir sem eru á kjörskrá í Kópavogi tekið þátt. Kjörfundur fer fram í Smáraskóla í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hafa sett heimsmet

"Við erum bjartsýn á að þetta hafi tekist," sagði Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu útgáfu, sem stýrði tilraun til að setja heimsmet í Smáralind rétt í þessu. Þá var reynt að setja heimsmet í fjölda fólks sem leikur sér með jójó í einu.

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn ekki vanbúinn

Það er alrangt að sementsflutningabíll fyrirtækisins sem valt við Egilsstaði fyrr í vikunni hafi á nokkurn hátt verið vanbúinn til vetraraksturs, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri BM Vallár, og gerir athugasemd við frétt Stöðvar 2 af veltunni.

Innlent
Fréttamynd

Forystan endurkjörin

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna á þingi samtakanna sem lauk í dag. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir utan þess að Ágúst H. Óskarsson, formaður Verslunarmannafélags Húsavíkur gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Innlent
Fréttamynd

Ógelt fress mega ekki ganga laus

Kettir voru fyrirferðamiklir á síðasta fundi borgarráðs. Á fundi borgarráðs voru bæði lögð fram drög að verklagsreglum um handsömun katta og drög að nýrri gjaldskrá um kattahald. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja var samþykkt samhljóða.

Innlent