Innlent

Segir ríkið refsa vel reknum ríkisfyrirtækjum
Gísli S. Einarson, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að fái sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi ekki fjárframlög við afgreiðslu fjáraukalaga sé ríkisvaldið að refsa þeim ríkisfyrirtækjum sem standa sig vel í rekstri. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Yfirdýralæknir: Ekki sleppa Sigurerni
Erninum Sigurerni verður ekki sleppt í dag því í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga hann í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki. Að hans sögn er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni.

Segja skrýtið að skattur af geisladiskum sé lækkaður en ekki af lyfjum
Samtök framleiðenda frumlyfja, Frumtök, segja það skjóta skökku við að í umræðum um lækkun virðisaukaskatts á ýmsm nauðsynjum sé ekki rætt um lækkun skatts á lyfjum. Fram kemur í tilkynningu frá Frumtökum að lyf beri nú 24,5 prósenta virðisaukaskatt en hins vegar sé stefnt að því að lækka virðisaukaskatt á bæði gosdrykkjum og geisladiskum.

Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum í Norðausturkjördæmi á morgun
Sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi ákveða á morgun í prófkjöri hvernig framboðslisti þeirra fyrir komandi þingkosningar kemur til með að líta út. Kosið verður á 22 stöðum í kjördæminu en auk þess var kosið í Grímsey á miðvikudaginn var.

Tvöföldun Suðurlandsvegar verði tryggð tafarlaust
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar með lögfestingu verksins á vegaáætlun. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. Þar segir einnig að umferð á veginum hafi tvöfaldast á fáum árum auk þess sem bent er á að skipaflutningar hafi lagst af með fram ströndum og fari nú þungaflutningar um vegi landsins.

Er enn haldið sofandi í öndunarvél
Karlmaður sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakkanum þann 7. nóvember síðastliðinn, er enn á gjörgæsludeild, þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Eiginkona hans lést af sárum sínum.

Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur klúður ársins
Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur var valið klúður ársins, þegar Gullkindin svonefnda var veitt í gærkvöldi. Hún er veitt þeim sem með einhverju móti hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Búbbarnir þóttu versti sjónvarpsþátturinn og heiðursverðlaunin, sem er vafasamasti heiðurinn, fékk Árni Johnsen, væntanlega fyrir tæknileg mistök.

Vilja meina för ráðherra á fund NATO
Fulltrúar samtaka herstöðvaandstæðinga ætla í dag að fara fram á það við sýslumanninn í Reykjavík, að hann setji lögbann á för íslenskra ráðherra á fund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Riga í Lettalandi í næstu viku.

Fíkniefni í söluumbúðum fundust
Lögreglan í Kópavogi handtók ungan mann í nótt eftir að hafa fundið nokkra skammta af fíkniefnum í söluumbúðum í fórum hans. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá honum og þar fannst talsvert af hassi, marijúana, amfetamíni og ofskynjunarefnum, sem talið er víst að maðurinn hafi ætlað til sölu.

Þjófar létu greipar sópa
Bíræfinn þjófur, eða þjófar, létu greipar sópa um alla skápa og hirslur í tveggja hæða einbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærdag, þegar íbúar voru að heiman, og nemur andvirði þýfisins hundruðum þúsunda, ef ekki milljónum króna.

Björgólfur selur tékkneskt fjarskiptafyrirtæki
Félög, sem að mestu eru í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar hafa selt eignarhlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu C-Ra, fyrir um 120 milljarða króna. Þetta mun vera stærsta fyrirtækjasala Íslendinga í útlöndum til þessa.

Óttast fylgistap vegna Árna
Víðtæk og hörð andstaða mun vera meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins við að Árni Johnsen verði á framboðslista í kosningunum í vor. Herma heimildir Fréttablaðsins að þingmennirnir óttist mjög að flokkurinn muni tapa stuðningi kjósenda um allt land bjóði hann Árna fram.
Rússneskum hundum lógað
Lögreglan á Akureyri lógaði tveimur hundum klukkan hálftíu á fimmtudagsmorgun. Hundarnir voru í eigu rússneskra sjómanna á skipinu Kazan, sem legið hefur við landfestar í höfn bæjarins í tvær vikur.

Ætlaði að stinga af með sjö mánaða son sinn
Lögreglan á Akureyri stöðvaði í gærmorgun mann hátt á fertugsaldi sem hugðist fara með sjö mánaða gamlan son sinn úr landi með flugi til Kaupmannahafnar
Sektir upp á hálfa milljón
Ársreikningaskrá fær heimild frá og með næsta ári til að leggja sektir á félög, er virða ekki skilafrest á ársreikningum, nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga. Sektarupphæðin getur numið allt að hálfri milljón króna en fjárhæðin mun ráðast af stærð félaga.
Sjálfstæðisþingmenn óttast framboð Árna
Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er þungum áhyggjum lýst vegna veru Árna Johnsen á lista flokksins í kosningunum í vor. Menn óttast að flokkurinn geti skaðast í öllum kjördæmum. Málið hefur verið rætt á þingflokksfundum.

Sekt fyrir vanrækslu á hrossum
Hrosseigandi á Suðurlandi hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 700 þúsund krónur í sekt eða sæta ella fangelsi í 34 daga vegna grófrar vanrækslu á aðbúnaði, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum, sem hann var umráðamaður yfir og stóðu inni í hesthúsi í febrúar. Fjórum hrossum úr hópnum var lógað.
Var sýknaður af nauðgun
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa þvingað unglingsstúlku með ofbeldi til samræðis í bifreið í byrjun sumars. Dómurinn taldi ekki sannað, að kynmökin hefðu verið gegn vilja stúlkunnar.

Samkomulag um kolmunna
Ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, lauk í London nýverið. Á fundinum var meðal annars fjallað um stjórn veiða á kolmunna, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, og makríl fyrir árið 2007 auk verndunar viðkvæmra hafsvæða.
Ríkisstjórn þarf að samþykkja
Ríkisstjórn Íslands og stjórn skipasmíðafyrirtækisins Asmar í Chile þurfa að veita samþykki sitt áður en hægt er að skrifa undir samning um smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands.
Aðstaða víða ófullnægjandi
Aðstaða til smíðakennslu er harðlega gagnrýnd í bréfi sem Félag íslenskra smíðakennara hefur ritað Menntasviði Reykjavíkurborgar. Í bréfinu segir að víða í nýjum skólum sé aðstaða til smíðakennslu takmörkuð og að smíðakennarar fáist ekki til að sækja um störf vegna aðstöðuleysis.
Sjö ára fangelsi fyrir smygl
Tveir Litháar á fertugsaldri, Šarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla 11,9 kílóum af amfetamíni til landsins í bíl, sem þeir fluttu hingað með ferjunni Norrænu í sumar.
Fimm ára fangelsisdómur
Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk fleiri brota, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn stakk annan mann fyrir utan íbúðarhús í Hafnarfirði hinn fjórtanda maí síðastliðinn. Fórnarlambið hlaut lífshættulega áverka og eru afleiðingarnar af völdum hnífstungunnar varanlegar.

Algjört bann við botnveiði órökstutt
Greenpeace gagnrýnir sjávarútvegsráðherra fyrir að koma í veg fyrir að þing SÞ samþykkti tillögu um bann við botnveiði. Einar K. Guðfinnsson segir að algjört bann sé tilefnislaust og órökstutt. Margar þjóðir séu sammála Íslendingum.

Kópavogur kaupir 863 hektara land
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hyggjast taka 863 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi. Samkomulag er um verð sem mun hlaupa á milljörðum króna.
Misnotaði tvö stúlkubörn
Karlmaður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á tveimur telpum, sem báðar eru fæddar árið 1994, í Hæstarétti Íslands í gær.
Úthafskarfaveiði minnkuð
Ársfundi Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, lauk í London nýverið. Á fundinum var meðal annars fjallað um stjórn veiða á kolmunna, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, og makríl fyrir árið 2007.

Kosta 280 milljónum í svæði varnarliðsins
Samningur stjórnvalda og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um eftirlit og umönnun eigna á varnarsvæðinu tekur gildi í dag. Lagt er til að 280 milljóna króna tímabundið framlag fari í umsjón svæðisins.

Íbúðirnar funheitar
„Það er okkar mat að þetta séu skemmdir upp á tugi milljóna, en ekki marga og alls ekki hundruð eins og komið hefur fram,“ segir Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, spurður um vatnstjónið í íbúðum varnarliðsins.

Tæknileg mistök voru klaufaleg
„Þetta var klaufalegt orðalag hjá mér," segir Árni Johnsen, 2. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningar næsta vor. Árni hefur mætt talsverðum andbyr eftir að hann lýsti afbrotum sínum sem „tæknilegum mistökum".