Stjórnarskrá

Fréttamynd

Tvennt hægt að gera við til­lögurnar

Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Full­veldið er hjá þjóðinni

Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Dönsk stjórnar­skrá?

Helztu rökin, sem sett hafa verið fram því til stuðnings að skipta þurfi um stjórnarskrá, eru þau að stjórnarskrá lýðveldisins sé erlend að uppruna. Nánar tiltekið að hún eigi sér danskar rætur. Er óhætt að segja að þetta hafi verið ákveðinn rauður þráður í gegnum málflutning þeirra sem talað hafa fyrir umræddum málstað. Hefur jafnvel verið gengið svo langt í þeim efnum að gera lítið úr Danmörku og ýmsu því sem danskt er.

Skoðun
Fréttamynd

„Áfram hef ég trú á þessari þjóð“

Í dag eru liðin tíu ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. Formaður Stjórnarskrárfélagsins efast um að fólki þyki eðlilegt að bíða í tíu ár eftir nýrri stjórnarskrá sem þjóðin hafi samþykkt. Fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði segir Alþingi ekki hafa virt vilja þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þó líði ár og öld: biðin eftir nýrri stjórnarskrá

Í dag minnumst við gleðilegra tímamóta. Fyrir tíu árum kaus þjóðin um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var skýr: 73.509 kjósendur töldu að leggja ætti tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, eða tveir þriðju þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sóknar­leiðin við stjórnar­skrár­breytingar

Síðustu ár hefur mikið verið deilt um breytingar á stjórnarskránni, sitt sýnist hverjum í þeim málum og engin hefur verið niðurstaðan. Við höfum aðila hér í samfélaginu sem vilja engar breytingar gera og þá höfum við háværan hóp sem talar um hina „nýju stjórnarskrá“ og sættir sig við ekkert minna.

Skoðun
Fréttamynd

Mála hönd Dana­konungs bláa og minna á að Ís­lendingar búi við „úr­elta stjórnar­skrá“

Stjórnarskrárfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem gjörningur félagsins síðan í dag er útskýrður. Félagið málaði hönd styttu af Kristjáni níunda Danakonungi bláa til þess að minna á að Íslendingar búi „enn við þessa úreltu dönsku stjórnarskrá“ þrátt fyrir að grunnur að nýrri hafi þegar verið samþykktur.

Innlent
Fréttamynd

Nýja stjórnar­skrá fyrir minni­hluta­hópa

Á hverjum tíma koma fram ýmsar kröfur og stefnumál í samfélaginu. Hver kannast ekki við græna uppbyggingu og svart hagkerfi, jöfnuð og fjármagnstekjur, ábyrga hagstjórn og bankahrun, jafnrétti og jákvæða mismunun, velferð og barnavernd, samgöngur og hunda, borgarlínu og hesta.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stætt fólk - Á­skorun

Samkvæmt gildandi stjórnarskrá eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Sem borgarar eru þeir einnig bundnir við gildandi lög í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnar­skrár­breytingar

Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

„Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti þingmenn til dáða er hann ávarpaði Alþingi við setningu þings í dag. Ræddi hann viðbrögð íslensk samfélags við kórónuveirufaraldrinum auk þess sem hann bað þingmenn að ræða kosti þess og galla að halda næstu Alþingiskosningar að hausti til. Þá sagðist hann vonast til þess að betur gengi nú að ráðast í umbætur á stjórnarskránni.

Innlent
Fréttamynd

„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“

Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.