Lög og regla
Sofnaði undir stýri og ók út af
Ökumaður slapp með skrámur þegar bíll hans flaug út af veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og skall svo harkalega niður að hluti hjólabúnaðarins sópaðist undan honum. Bensínleiðsla rofnaði líka þannig að eldur kom upp í bílnum en ökumaður flutningabíls sem kom að gat slökkt eldinn með handslökkvitæki. Að sögn lögreglu sofnaði ökumaðurinn undir stýri en hann var að koma austan af Fjörðum eftir að hafa unnið fá því snemma í gærmorgun og síðan lagt upp í þennan langa akstur.

Mælir með áfrýjun tóbaksdóms
Lögmaður tóbaksframleiðandans JT International og Sölva Óskarssonar í tóbaksversluninni Björk mælir með áfrýjun á nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu tóbaksvara og umfjöllun um tóbak.
Grásleppuveiðarnar ólöglegar
Hæstiréttur staðfesti í vikunni fyrri dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá því í september sl. yfir manni á Ströndum fyrir ólöglegar grásleppuveiðar. Sá vildi meina að hann hefði heimild til veiða í netlögum jarðarinnar og leyfi landeigenda fyrir veiðunum.
Meiddist í vélhjólaslysi
Kona hlaut slæma byltu þegar hún missti stjórn á mótorhjóli sínu og ók út af þjóðveginum á móts við Tannastaði undir austurhlíðum Ingólfsfjalls síðdegis í gær. Hún var flutt á Landsspítalann til aðhlynningar og rannsóknar. Ekki er vitað um tildrög slyssins og ekki er talið að konan hafi verið á óeðlilega miklum hraða.
Vilja veiða við strendur jarða
Samtök eigenda jarða, sem eiga land að sjó, ætla að höfða mál gegn ríkinu þar sem þeir ætla að krefjast réttar til að fá að veiða við strendur sínar eins og þeir hafa haft rétt til öldum saman. Tilefnið er dómur Hæstaréttar í vikunni þar sem hann dæmdi mann í 400 þúsund króna sekt og til að skila andvirði aflans fyrir að hafa veitt án leyfis til veiða í atvinnuskyni og þar með utan kvótakerfisins, en maðurinn hafði leyfi bónda til veiðanna.
Harmar aðild að hrottalegri árás
Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki.

Kanna skaðabótamál í Símamáli
Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar.

Blásið á athugasemdir dómara
Umfjöllun fjölmiðla kann að hafa þrýst á um að máli var áfrýjað. Hæstiréttur taldi mann ekki eiga sér málsbætur fyrir að berja eiginkonu sína. Héraðsdómur tók áður fram að hún hefði reitt hann til reiði.

Tók áminningu til baka
Ólína Þorvarðardóttir, skólastjóri Menntaskólans á Ísafirði, segir dómssátt hafa náðst í máli sem komið var fyrir Héraðsdóm Vestfjarða, en enskukennari við skólann höfðaði mál gegn Menntaskólanum á Ísafirði. Enskukennarinn ítrekaði afsökunarbeiðni og í framhaldinu felldi Ólína áminningu úr gildi sem hún hafði veitt kennaranum vegna yfirferðar á prófum.

Ver hagsmuni sína í kjölfar dóms
Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ljóst að Síminn muni verja hagsmuni sína í framhaldi af Hæstaréttardómi yfir þremur sakborningum í Landssímamálinu sem féll í gær. Lögfræðingar fyrirtækisins eru nú að kanna málið en eftir að dómur féll í héraðsdómi á síðasta ári segir hún grunn hafa verið lagðan að bótaskyldu.

Lögregla leitar innbrotsþjófa
Lögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja innbrotsþjófa sem staðnir voru að verki við innbrot í einbýlishús í Seljahverfi um klukkan hálfþrjú í dag. Húsráðandi kom að mönnunum sem tóku til fótanna með það þýfi sem þeir höfðu þegar tekið, skartgripi þar á meðal. Lögreglan hefur nú þegar fundið þýfið sem þjófarnir höfðu falið við ruslatunnu í sömu götu og þeir frömdu innbrotið.
Vill sérstök heimilisofbeldislög
Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður telur nýfallinn dóm Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um að misþyrma eiginkonu sinni sýna að hér vanti sérstaka löggjöf um heimilisofbeldi. Árásin var felld undir minniháttar líkamsárás og dæmt eftir því.
Axlarbrot á Hellu
Talið er að maður um tvítugt hafi axlarbrotnað þegar hann féll við á stóru og þungu bifhjóli innanbæjar á Hellu um klukkan níu í gærmorgun. Lögreglan á Hvolsvelli sagði að maðurinn hefði verið fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Vill breytingar á fyrningarfresti
Jónína Bjartmarz alþingismaður vill afnema eða lengja verulega fyrningarfrest í alvarlegri kynferðisbrotum gegn börnum. Hún telur að huga þurfi að breytingum á fyrningarfrumvarpinu sem allsherjarnefnd hefur nú til meðferðar. </font /></b />

Telur ÁTVR brjóta áfengislög
Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður telur að séu niðurstöður nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu og umfjöllun um tóbaks heimfærðar upp á áfengislöggjöfina megi draga þá ályktun að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brjóti þá löggjöf.
Þjófur fúlsar við græjum
Brotist var inn í og kveikt í bifreið í Höfðahverfi í Reykjavík aðfaranótt föstudags. Þjófurinn reif úr græjurnar og fúlsaði svo við þeim.

Ofbeldi mótmælt á Akureyri
Mótmæli gegn ofbeldi hefjast á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan fimm í dag. En efnt var til mótmælanna í kjölfar hrottalegra líkamsárása sem orðið hafa í bænum að undanförnu og gefa bæjarbúar ofbeldismönnum rauða spjaldið.
Dæmdur fyrir þjófnað og ofsaakstur
25 ára gamall maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, auk ökuleyfissviptingar í þrjá mánuði fyrir þjófnaði og ofsaakstur á undan lögreglu á síðasta ári.

Skilorð fyrir að berja konu
Maður fékk þriggja mánaða fangelsisdóm skilorðsbundinn í þrjú ár í Hæstarétti í gær fyrir árás á eiginkonu sína. Dómurinn er nær samhljóða fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness, en hann vakti mikið umtal því látið var að því liggja að konan hefði verið valdur að bræði mannsins, en hann sakaði hana um framhjáhald.

Hæstiréttur mildaði dómana
Hæstiréttur mildaði dómana yfir sakborningunum þremur í Landssímamálinu rétt í þessu. Árni Þór Vigfússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og Kristján Ragnar Kristjánsson í 18 mánuði. Báðir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi síðastliðið sumar.

Vaðlaheiðarfórnarlambið ók bílnum
Einn þeirra sem stóðu að líkamsárásinni við Akureyri sem greint var frá fyrr í dag er sá sem skotið var á úr loftbyssu á Vaðlaheiði fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann segist hafa ekið bílnum og viðurkennir að hafa verið á vettvangi, en neitar að hafa tekið þátt í barsmíðunum.

Út í hött, segir Grétar
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir þremenningunum í líkfundarmálinu í Neskaupstað. Einn sakborninga, Grétar Sigurðsson, segir út í hött að hann skuli fá jafn þungan dóm og hinir tveir sakborningarnir, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas.

Dómur í líkfundarmáli óbreyttur
Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms yfir sakborningunum þremur í Líkfundarmálinu svokallaða fyrir stundu. Þeir fengu allir tveggja og hálfs árs dóm í héraði á síðasta ári.

Annþór fékk 3 ára dóm
Dómur féll í Hæstarétti í dag yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Ólafi Valtý Rögnvaldssyni fyrir hrottalega árás á mann á heimili hans; hann var meðal annars barinn með kylfu svo að hann handleggsbrotnaði. Annþór fékk þriggja ára dóm, Ólafur tveggja ára dóm. Dómurinn tekur mið af löngum ofbeldisferli hinna dæmdu.

Eldur í Framheimilinu
Unnið er að slökkvistarfi í Framheimilinu í Safamýri en nú fyrir skömmu logaði eldur í útvegg og í hluta af þaki hússins. Mikill viðbúnaður er á staðnum en ekki er talið að fólk sé í hættu vegna þessa.

Önnur alvarleg líkamsárás
Lögreglan á Akureyri hefur lokið rannsókn á líkamsárás þar sem sautján ára piltur var lokkaður upp í bíl og lokaður í farangursgeymslu þar sem ráðist var á hann með ofbeldi. Árásarmennirnir óku með piltinn út út Akureyrarbæ og hann sleginn þar sem hann lá í myrkri farangursgeymslunni, auk þess sem honum var ógnað með kúbeini.
Börðu mann við Gesthús
Héraðsdómur sektaði fimm menn um tvítugt um 75 þúsund krónur hvern fyrir að ráðast á og berja mann við Gesthús á Selfossi haustið 2003. Mennirnir eru frá Selfossi og Árborgarsvæðinu.
Handrukkari fær þrjú ár
Hæstiréttur þyngdi í gær fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni um hálft ár, en fyrri dómur hljóðaði upp á tveggja og hálfs árs fangelsi. Staðfestur var tveggja ára dóm yfir Ólafi Valtý Rögnvaldssyni.
Braust inn um glugga
Brotist var inn í blokkaríbúð á Kleppsvegi aðfaranótt fimmtudags og þaðan stolið farsíma, skartgripum og lítilræði af peningum. Þjófurinn braust inn um glugga en hvarf á brott þegar húsráðendur urðu hans varir.
Dómur í stórum málum
Nú klukkan fjögur mun Hæstiréttur kveða upp dóma í tveimur af helstu málum undanfarinna missera hér á landi: annars vegar Landssímamálinu svokallaða og hins vegar Líkfundarmálinu.