Íþróttir

Fyrstu gullverðlaun Fenninger á HM - Pärson fékk brons
Anna Fenninger frá Austurríki fagnaði heimsmeistaratitlinum í alpatvíkeppni kvenna í dag á HM sem fram fer í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi. Fenninger náði aðeins fjórða bersta tímanum í svigkeppninni en góður árangur hennar í brunkeppninni tryggði sigurinn og fyrstu gullverðlaun hennar á ferlinum.

Demirev þjálfar karlandsliðið í blaki
Zdravko Demirev hefur verið ráðinn sem þjálfari karlalandsliðsins í blaki en Demirev er þjálfar bæði karla og kvennalið HK í Kópavogi. Zdravko var þjálfari karlalandsliðsins árið 2002 og undir hans stjórn varð Ísland í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum í Andorra.

Innerhofer kom á óvart og sigraði risasviginu á HM
Christof Innerhofer frá Ítalíu kom flestum á óvart í dag þegar hann fagnaði sigri í risasvigi (Super G) á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 26 ára gamli Innerhofer sigrar á stórmóti en hann hefur aðeins einu sinni sigrað á heimsbikarmóti á ferlinum.

Fótbrotnaði í brunkeppni en vissi ekki af því
Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í Chamonix á laugardag en eftir fallið stóð hann upp og renndi sér sjálfur niður brekkuna inn í endamarkið þrátt fyrir að vera úr leik. Streitberger áttaði sig ekki á því að hann var fótbrotinn og með illa löskuð liðbönd í hné og missir hann af því sem eftir lifir af keppnistímabilinu.

Ivica Kostelic sigraði enn og aftur
Ivica Kostelic frá Króatíu virðist í sérflokki á heimsbikarmótunum í alpagreinum í karlaflokki. Kostelic sigraði í gær í alpatvíkeppni og hefur hann sigrað á sjö heimsbikarmótum á einum mánuði. Kostelic, sem er 31 árs gamall, er efstur á heimsbikar stigalistanum í samanlögðum árangri og hann er efstur á heimsbikar stigalistanum í svigi

Grange sigraði í Schladming - Björgvin féll úr keppni
Jean-Baptiste Grange frá Frakklandi sigraði á heimsbikarmóti í svigi sem fram fór í Schladming í gær en hann var í fimmta sæti eftir fyrri ferðina. Björgvin Björgvinsson keppti á þessu móti en hann náði ekki að klára fyrri ferðina.

Metaregn í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum
Sannkallað metaregn var í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Als féllu 19 Íslandsmet og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn hefja árið með glæsibrag. Í gær, sunnudag, lauk þriðja og síðasta keppnisdegi þar sem féllu sex Íslandsmet.

Íþróttamaður ársins valinn í kvöld
Í kvöld kemur í ljós hver var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Tíu eru tilnefndir.

Miðarnir á úrslitahlaupið í 100 m á ÓL verða þeir dýrustu í London 2012
Gríðarlegur áhugi er á miðum á Ólympíuleikana sem fram fara í London sumarið 2012. Nú þegar hafa tvær milljónir skráð sig inn á miðasölukerfi ÓL og er búist við að þessi tala verði komin upp í 2,5 milljón þegar miðasalan hefst í mars á næsta ári. Dýrustu miðarnir verða á úrslitin í 100 metra hlaupi í frjálsíþróttum en þeir miðar kost um 130.000 kr. eða 725 pund.

Ragnheiður og Jakob Jóhann komust ekki áfram í morgun
Hvorki Ragnheiður Ragnarsdóttir né Jakob Jóhann Sveinsson komust áfram upp úr undanrásum í sínum greinum á HM í sundi í 25 m laug sem fer nú fram í Dúbæ.

Hrafnhildur í undanúrslit á nýju Íslandsmeti
Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, er komin áfram í undanúrslit í 50 m bringsundi á HM í 25 metra laug á nýju Íslandsmeti.

Afreksíþróttafólk milljarða virði fyrir þjóðarbúið
"Rannsóknir hafa sýnt að árangur tengdur íþróttum og öðrum menningaratburðum skilar sér margfalt til baka fyrir bú viðkomandi þjóðar. Það er í því samhengi sem við þurfum að skoða fjárveitingar til þessara málefna, ekki síst til okkar afreksfólks í íþróttum.“

Þormóður varð annar á Spáni
Þormóður Jónsson keppti um helgina til úrslita í +100 kg. flokki á Evrópubikarmóti í júdó sem fram fór á Marbella á Spáni. Þormóður mætti Dimitri Turashvili frá Georgíu í úrslitum og tapaði Þormóður þeirri viðureign. Hann vann tvo spænska keppendur á leið sinni í úrslitin.

María í tíunda sæti á HM í kraftlyftingum
María Guðsteinsdóttir úr Kraflyftingadeild Ármanns varð í tíunda sæti í 67,5 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Potchefstroom í Suður-Afríku.

McIlroy yfirgefur PGA mótaröðina
Ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur ákveðið að leika ekki á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi á næsta ári sem fullgildur meðlimur. Svo gæti farið að þrír af tíu efstu kylfingum heimslistans verði ekki á PGA mótaröðinni á næsta ári.

Gunnar enn ósigraður
Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson er enn ósigraður á atvinnumannaferli sínum í blönduðum bardagaíþróttum eftir sigur á Bretanum Eugene Fadiora í gær.

Ungur mótorhjólakappi lést í hræðilegu slysi
Japanski ökuþórinn Shoya Tomizawa lést eftir hræðilegt slys í Moto2 mótorhjólakappakstri sem fram fór í San Marino í dag. Tomizawa, sem var aðeins 19 ára gamall, var rísandi stjarna í Moto2 kappakstrinum og var annar á stigalistanum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.

Páll Tómas kosinn bestur á EM í andspyrnu
Akureyringurinn Páll Tómas Finnsson var útnefndur besti leikmaður Evrópumeistaramóts í andspyrnu sem að er ástralskur fótbolti. Páll var einnig valinn í úrvalslið keppninnar sem og félagi hans Leifur Bjarnason.

Arnar og Sandra Dís tvöfaldir meistarar í tennis
Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en þau koma bæði úr TFK. Arnar sigraði Raj K. Bonifacius í tveimur lotum 6:1 og 6:0 og Sandra hafði betur gegn Rebekku Pétursdóttur 7:6 og 6:2 en úrslitaleikurinn í kvennaflokki var mjög jafn og stóð yfir í 2 klukkutíma og korter.

Íslenskt lið með á Evrópumeistaramótinu í áströlskum fótbolta
Íslenska landsliðið í áströlskum fótbolta tekur um næstu helgi þátt í sínu fyrsta evrópumeistaramóti í íþróttinni í Danmörku og Svíþjóð. Mótið stendur yfir dagana 1.-7. ágúst og mun íslenska liðið leika í riðli með heimamönnum Danmörk, Finnlandi og Englandi.

Kristín Birna landaði fimmta sæti í dag
Kristín Birna Ólafsdóttir keppti í 100 metra grindarhlaupi á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum í dag en hún hafnaði í fimmta sæti á tímanum 14,59 sekúndum. Kristín sigraði 400 metra grindahlaup sem fram fór í gær.

Tvö Íslandsmet hjá Hrafnhildi
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti tvö Íslandsmet er sveit Íslands bar sigur úr býtum á Sundmeistaramóti smáþjóða fór fram um helgina.

Ragna í úrslit á Iceland International
Ragna Ingólfsdóttir keppir til úrslita í einliðaleik kvenna á Iceland International sem fer fram hér á landi um helgina.

Auðunn fékk silfur á Indlandi
Auðunn Jónsson vann til silfurverðlauna í réttstöðulyfti á heimsmeistaramóti Alþjóða kraftlytingasambandsins, IPF, sem fór fram á Indlandi um helgina.

Federer og Del Potro í úrslitum - vinnur Federer sjötta árið í röð?
Svisslendingurinn Roger Federer hélt sigurgöngu sinni áfram á opna bandaríska meistaramótinu í nótt þegar hann vann Serbann Novak Djokovic í þremur settum, 7-6, 7-5 og 7-5, í hörkuspennandi undanúrslitaleik í einliðaleik karla.

Mamman kom, sá og sigraði á opna bandaríska
Hin belgíska Kim Clijsters vann sigur á hinni dönsku Caroline Wozniacki í tveimur settum, 7-5 og 6-3, í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt.

Einar Daði bætti árangur Sveins Elíasar og Jóns Arnars
Einar Daði Lárusson, ÍR, bætti í gær unglingamet í flokki 19-20 ára í tugþraut er hann hlaut 7394 stig á móti í Kladno í Tékklandi í gær.

Helga Margrét með besta árangur ársins
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, náði í dag besta árangri ársins í sjöþraut nítján ára og yngri í sjöþraut kvenna. Hún er því efst á heimslistanum í þeim flokki.

Helga Margrét náði ekki HM-lágmarki - bætti Íslandsmet
Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu.

Íslenskur hástökkvari í Noregi
Hilmar Magnússon hefur verið að vekja athygli í heimi frjálsra íþrótta í Noregi en hann hefur náð lágmarki fyrir norska meistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í næsta mánuði.