Anderson henti Van Gerwen úr leik Gary Anderson, Gian van Veen og Luke Humphries tryggðu sér sæti í átta manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Sport 30.12.2025 22:39
Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Pílukastarinn Krzysztof Ratajski, einnig þekktur sem pólski örninn, er kominn aftur á kreik eftir heilaskurðaðgerð og er á leið í átta manna úrslit heimsmeistaramótsins, þar sem hann mun fagna afmæli og mæta ríkjandi heimsmeistaranum Luke Littler. Sport 30.12.2025 17:16
Býst núna við því versta frá áhorfendum Heimsmeistarinn Luke Littler viðurkennir að hafa misst stjórn á sér á sviðinu í Alexandra Palace í gærkvöld, eftir stöðugt baul frá áhorfendum á meðan að hann vann Rob Cross 4-2 á HM í pílukasti. Sport 30.12.2025 08:28
Spennutryllir eftir tvö burst Lítil spenna var í fyrstu tveimur leikjum dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þriðji leikurinn, milli Garys Anderson og Jermaine Wattimena, var kynngimagnaður. Sport 28. desember 2025 16:13
Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Michael van Gerwen, þrefaldur heimsmeistari í pílukasti, segist enn sem komið er vera alveg sama um nafnana Luke Littler og Humphries sem hafa unnið HM undanfarin tvö ár. Sport 28. desember 2025 12:01
Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Átján ára gamli heimsmeistarinn Luke Littler steig ekki feilspor gegn hinum austurríska Mensur Suljovic, sem er 35 árum eldri, á HM í pílukasti í kvöld. Einn hæst metni keppandinn féll hins vegar afar óvænt úr leik og nú eru sex af sextán efstu mönnum heimslistans úr leik á HM. Sport 27. desember 2025 23:20
Glímdi við augnsjúkdóm Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, þurfti að undirgangast augnaðgerð á unga aldri vegna sjónskekkju. Sjónin stríðir kappanum lítið í dag. Sport 27. desember 2025 16:30
Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Englendingurinn Justin Hood sló á létta strengi eftir afar óvæntan og hreint ótrúlegan sigur sinn á sjötta manni heimslistans, Danny Noppert, á HM í pílukasti í dag. Sport 23. desember 2025 23:31
Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum. Sport 22. desember 2025 22:41
Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Einn fjörugasti og skemmtilegasti keppandinn á HM í pílukasti er klárlega „Rapid“ Ricky Evans sem í dag vann magnaðan sigur á James Wade, sjöunda manni heimslistans. Hann missti yngri systur sína í vor og sagði hana hafa séð um sigurkastið. Sport 22. desember 2025 20:40
Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Luke Humphries, fyrrum heimsmeistari í pílukasti, mætir Paul Lim á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace í kvöld. Slæmt tap fyrir Lim breytti lífi Humphries, að hans sögn. Sport 22. desember 2025 11:02
Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Pílukastarinn Stephen Bunting varð fyrir barðinu á illvígum netverjum eftir yfirlýsingu sína á dögunum. Hann tók allt til baka á blaðamannafundi og þar sáust miklar tilfinningar hjá þessum vinsæla fertuga Breta. Sport 22. desember 2025 07:30
HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 3.umferð yfirstandandi heimsmeistaramóts í kvöld. Sport 21. desember 2025 23:08
Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. Sport 21. desember 2025 21:02
Sakaður um svindl á HM í pílukasti Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic hefur verið sakaður um svindl á HM í pílukasti af andstæðingi sínum í 2.umferð mótsins, Joe Cullen. Sport 21. desember 2025 20:31
Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Dom Taylor, sem var rekinn af HM í pílukasti eftir að hann féll á lyfjaprófi, hefur beðist afsökunar á að hafa logið að öllum. Sport 21. desember 2025 14:17
Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. Sport 20. desember 2025 22:23
Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Englendingnum Dom Taylor hefur verið vísað úr keppni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann féll á lyfjaprófi í annað sinn á innan við ári. Sport 20. desember 2025 11:03
Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Enski boltinn rúllar heldur betur á rásum Sýnar Sport í dag, frá morgni langt fram á kvöld. Önnur umferð hefst á HM í pílukasti. Sport 20. desember 2025 06:02
Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu. Sport 19. desember 2025 19:30
„Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Kenýumaðurinn David Munuya kom sá og sigraði á HM í pílukasti síðdegis. Hann var fyrsti Kenýumaðurinn í sögunni til að stíga á stokk í Alexandra Palace en var ekki mættur til þess eins að taka þátt. Sport 18. desember 2025 17:00
Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins. Sport 16. desember 2025 23:21
Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. Sport 16. desember 2025 19:11
Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Áður en pílukastarinn Cameron Menzies barði í borð á sviðinu í Alexandra Palace eftir tapið fyrir Charlie Manby á HM virtist hann reyna að brenna á sér höndina. Sport 16. desember 2025 07:33