Pílukast

Pílukast

Nýjustu fréttir af heimsmeistaramótinu í pílukasti í Alexandra Palace í London og fleiri mótum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Býst núna við því versta frá á­horf­endum

Heimsmeistarinn Luke Littler viðurkennir að hafa misst stjórn á sér á sviðinu í Alexandra Palace í gærkvöld, eftir stöðugt baul frá áhorfendum á meðan að hann vann Rob Cross 4-2 á HM í pílukasti.

Sport
Fréttamynd

Spennutryllir eftir tvö burst

Lítil spenna var í fyrstu tveimur leikjum dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þriðji leikurinn, milli Garys Anderson og Jermaine Wattimena, var kynngimagnaður.

Sport
Fréttamynd

Littler sjóð­heitur en sá fjórði besti varð fyrir á­falli

Átján ára gamli heimsmeistarinn Luke Littler steig ekki feilspor gegn hinum austurríska Mensur Suljovic, sem er 35 árum eldri, á HM í pílukasti í kvöld. Einn hæst metni keppandinn féll hins vegar afar óvænt úr leik og nú eru sex af sextán efstu mönnum heimslistans úr leik á HM.

Sport
Fréttamynd

Glímdi við augnsjúkdóm

Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, þurfti að undirgangast augnaðgerð á unga aldri vegna sjónskekkju. Sjónin stríðir kappanum lítið í dag.

Sport
Fréttamynd

Vildi tapa legg: „Mesti há­vaði sem ég hef heyrt“

Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum.

Sport
Fréttamynd

Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ó­trú­lega

Einn fjörugasti og skemmtilegasti keppandinn á HM í pílukasti er klárlega „Rapid“ Ricky Evans sem í dag vann magnaðan sigur á James Wade, sjöunda manni heimslistans. Hann missti yngri systur sína í vor og sagði hana hafa séð um sigurkastið.

Sport
Fréttamynd

Mætir öldungnum sem breytti lífi hans

Luke Humphries, fyrrum heimsmeistari í pílukasti, mætir Paul Lim á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace í kvöld. Slæmt tap fyrir Lim breytti lífi Humphries, að hans sögn.

Sport
Fréttamynd

Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti

Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 

Sport
Fréttamynd

Tryllti lýðinn og ærði and­stæðinginn

Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu.

Sport
Fréttamynd

Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld

Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins.

Sport